Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 26
Santayana, og því miður fyrir föður
þinn, þá sagði Santayana það á undan.”
Hallet hlustaði á stúlkuna færast milli
eldavélarinnar og borðsins. „Ég var i
heimspeki við Harvard, það er að segja
þangað til mér var sparkað þaðan. Ó, ég
á eftir að koma þér oft á óvart.”
Hallet stóð upp úr stólnum, opnaði
eldiviðarkassann og tók upp úr honum
viðardrumb.
„Þú heldur bara áfram að búa eins og
þú hefur gert hingað til, engin ástæða
til að breyta neinu þar um. Nema
hvað, héðan i frá erum við vinir, þú og
ég. Bara við tvö. Hvernig er lagið?
„Enginn í nánd til að sjá oss né heyra.”
Hann hálfsöng og hálftalaði orðin og
tónlistina úr Tea for Two. „Hvorki
vinir né frændur í helgarheimsókn...
Elsku Mamma elskaði, hreinlega tilbað
þetta lag.”
Másandi velti hann drumbnum inn í
eldinn.
„Mario,” sagði stúlkan hljóðlega.
„Já?”
„Hann veit.”
„Veit hvað?”
„Hvað skeði.”
„Eins og ég sagði, þú sérð um að losna
við hann.”
„Það verður kannski ekki auðvelt.”
„Kannski deyr hann.”
„Læknarnir segja ekki.”
Hallet lét sig síga aftur í stólinn.
„Þá verður þú einfaldlega að nota
þennan fádæma, litla heila þinn og finna
einhverja leið til að koma honum í skiln-
ing um að það sé ekki óskað eftir nær-
veru hans. Láttu hann bara reka í burtu
á litlu ójöfnu ítalalöppunum sínum.”
„Kexkökur?”
„Hvað?”
„Viltu kexkökur?”
„Auðvitað. Nema hvað, hérna I
Bandarikjunum heita þær smákökur.”
Ketillinn flautaði og hvæsti siðan
þegar stúlkan lyfti sjóðandi vatninu af
eldavélarhellunni. Hún var að hella I
tepottinn þegar hún sagði: „Mario hefur
komið niður í kjallarann.”
„Örtröð þar.”
„Eins og ég sagði áöan, hann veit.”
„Og hann er skýr, litli skíthællinn?”
„Mjög.”
„Þá er hann nógu skýr til að vita að
hann er meðsekur. Þekkiröu það orð?”
„Já.” Hún setti ketilinn aftur á
eldavélina.
„Veit hann hvað það þýðir?”
„Hann myndi vita það.”
„Veit nokkur annar um kjallarann?”
„Nei.”
Hallet var að velta fyrir sér Gauloise-
pakkanum. Langaði hann í aðra? Þegar
hann heyrði fótatak Rynn nálgast hætti
hann við sigarettuna og horfði á
stúlkuna styðja bakkann á horn
sófaborðsins meðan hún kom sér fyrir á
gólfinu. Hún dró undir sig bera fæturna
og rýmdi til á borðinu fyrir teið. Hallet
sat I seilingarfjarlægð og bar sig ekki
eftir að hjálpa til. Hann starði á hár
hennar sem glóði í birtunni frá eldinum.
„Herra Hallet?”
„Já, vina mín?”
„Ætlar þú að segja konunni þinni frá
þessu?” Stúlkan gerði sér grein fyrir
áhættunni sem var fólgin í
spurningunni. Hefði maðurinn á þessu
augnabliki gefið henni sviðandi löðrung,
þá hefði það ekki komið henni á óvart.
En Hallet hreyfði sig ekki.
„Eigum við að segja,” sagði hann og
öll gamansemi var horfin úr röddinni,
„að þú látir mig um það.”
Rynn lagði undirskálar og bolla,
tepottinn og smákökudiskinn á borðið.
Hallet rétti úr bleika svinaleðurshönd
og fingurgómar hans snertu gullspunnið
hár Rynn sem logaglóðin dansaði á.
„Fallegt hár.”
Rynn hörfaði ekki undan snertingu
hans. í stað þess notaði hún teið sem
átyllu til að teygja sig yfir borðbrúnina
og um leið nærri ósýnilega undan hendi
mannsins. Ef Hallet leit á hreyfingu
hennar sem undanfærslu, þá sagði hann
ekkert. Hann hafði timann fyrir sér.
„Það logar betur núna,” sagði hann.
Er þetta ekki notalegt?”
Tónar pianókonsertsins féllu eins og
silfurregn — fáeinar nótur í einu
Þegar menn gripa til þess
örþrifaráðs að láta skrá sig í
Útlendingaherdeildina, er það
oftast vegna þess, að lífið hefur
leikið þá afar grátt. En það var
einmitt það sem Piet van Goes
gerði, þegar hann hafði tólf
sinnum borið upp bónorð við
sína útvöldu, hina fögru Maríu
Theresu. Hann hélt á brott til
þess að gleyma henni.
Og nú hófust erfiðir timar.
Fyrstu mánuðina var hann í
þjálfun i Sibi bel Abbes í
Norður-Afríku. Hann mátti
þola högg og spörk og hina
verstu útreið frá morgni til
kvölds. Oftar en einu sinni var
hann látinn hlaupa kringum
búðirnar með 200 punda sand-
poka á bakinu í hinum
miskunnarlausa 39 gráða
eyðimerkursólarhita. Oftar en
einu sinni var honum skipað að
skriða um sandinn og sleikja
glitruðu, hrúguðust upp, brustu og
steyptust yfir þau.
„Hvað ertu að hlusta á?” spurði hann.
„Liszt.”
„Indælt.” Augu hans hvikuðu ekki af
henni.
„Mjólk?”
„Já takk.”
Hallet horfði á Rynn hella i bollana.
Af mikilli leikni stöðvaði hún mjólkur-
bununa án þess að einn einasti dropi af
mjólk færi til spillis.
„Sykur?”
„Láttu hann I. Ég segi til.”
Hún lét sykurmolana falla í bollann
þar til hann stöðvaði hana með því að
smella fingrunum.
„Þrjá?”
„Ég ætlast til að þú munir það.”
„Það er einfalt,” sagði stúlkan. „Sama
og ég nota.”
Hallet drap fingri í borðplötuna þar
sem hann vildi að hún setti bollann, svo
hann gæti náð til hans þegar
ruggustóllinn hallaðist fram.
„Nákvæmlega hér.”
Rynn hellti i sinn bolla, jafnmikil
mjólk, þrír sykurmolar.
„Það er ekkert,” sagði maðurinn,
„eins og góður, heitur tebolli.”
rykið af stigvélum yfirmann-
anna, og oftar en einu sinni varð
hann að standa í réttstöðu
tímunum saman í miðjum
herbúðunum og kyrja
Útlendingamarsinn svo hátt, að
hann heyrðist heim til föður-
landsins kæra, á meðan hinir
hermennirnir hvíldu lúin bein.
Þau hlustuðu á tónlistina, hvorugt
snerti teið.
„Dásamlegt,” sagði maðurinn.
„Mm.”
Eftir drykklanga stund rauf Hallet
þögnina.
„Eitthvað að, vina min?”
„Nei.”
„Vertu nú hreinskilin.”
„Það er bara synd að þú skulir ekki
njóta tesins meðan það er heitt og gott.”
„Þú átt við, af hverju drekk ég ekki
teið mitt?”
„Ekki beint.”
„Það er það sem þú átt við, er það
ekki?”
„Jú, ætli þaðekki...”
„Þú drekkur heldur ekki þitt.”
„Ég er að biða eftir þér. Þú ert
gesturinn.”
Maðurinn brosti. „Þú settir meiri
mjólk í þitt.”
„Gerði ég það?"
„Reyndarþákýségmitt teþannig.”
„Hérna,” sagði stúlkan og lyfti
mjólkurkönnunni, reiðubúin að hella,
„það er auðvelt að bæta úr þvi...”
„Ég vil frekar fá þitt,” sagði hann og
starði beint í augu henni. Hann barði I
borðið og talaði af undarlegri hörku.
En það var sama, hvernig farið
var með hann. Hann gat ekki
gleymt Mariu Theresu.
Hún hafði verið ljósið í lífi
hans, hamingjudraumur hans.
Hann sá stöðugt fyrir sér dökka
lokka hennar, rauðar ung-
meyjarvarirnar, brúnu möndlu-
augun, töfrandi brosið, hvelfdan
barminn, línurnar... nei, yndis-
legri stúlku en Mariu Theresu
var ekki hægt að hugsa sér. Og
hún hafði vísað honum á bug án
allrar miskunnar. Tólf sinnum.
Hann var niðursokkinn i dag-
drauma sína og heyrði ekki
skipanir liðþjálfans. Hann kom
harkalega til sjálfs sin, þegar
liðþjálfinn rak ruddalegt fésið
upp í andlitið á honum.
— Fjórtán dagar upp á vatn
og veggjalýs í Steikarofninum,
drundi hann. Þú getur bölvað
þér upp á það, hermaður, að við
skulum láta þig gleyma!
Fimm mínútur með
WILLY BREINHOLST
STÚLKAN SEM HANN
GAT EKKI GLEYMT
*6 Vikan $. tbl.