Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 22
hlykkur á símsnúruna sem festist á hleranum og fékk hann til að skella niður. Hleranum var ýtt upp, Ijós skaust undan honum og sópaði yfir koldimmt herbergið. Hljóðlaust seig hlerinn niður og kæfði alla birtu. Uppi kviknaði ljós. Bjarmi þess rann niður stigann þar sem Rynn stóð berfætt á skínandi hvítum náttkjól. Hún starði niður í myrkrið. Hjartað hamaðist í brjósti hennar þrátt fyrir það að hún segði við sjálfa sig að þetta hljóð, eins og hin, væri verk vindsins. Brotin grein hafði smollið á húsinu. Það var svarið. Kannski hafði hún gleymt að læsa útihurðinni og hún hafði fokið upp. En hún vissi að hún hafði læst dyrunum. Kannski hafði mynd fallið af veggnum. Eldiviðarkassinn! Hafði hún skilið hann eftir opinn? En lokið á kassanum hljómaði öðruvisi. Það sem hún hafði heyrt rétt í þessu var þyngri skellur. Hún neitaði að viðurkenna það sem hún vissi í berjandi hjarta sér. Þetta hljóð. Hún gæti aldrei gleymt því þegar hún heyrði þetta hljóð í fyrsta sinn. Hljóðlaust hljóp hún niður stigann, gegnum holið og kveikti Ijósiö. Allt var á sinum stað í holinu. Hún kveið því að líta inn í stofuna. Þarna var það, það sem hún óttaðist að sjá meira en nokkuð annað í heiminum. Borðið stóð til hliðar. Fléttaða mottan lá í hrúgu. Þarna var hlerinn. Hugsanir hennar kollsteyptust. Ef hún gæti brotið af sér skelfinguna sem greip hana, ef hún gæti hreyft skjálfandi hnén, ef hún gæti náð að hleranum, þá gæti hún rennt slánni fyrir. Hún gæti lokað gildrunni utan um hvern sem væri þarna niðri. Slðan gæti hún ákveðið hvað gera skyldi næst. Síðan gæti hún komist að hver þetta væri... Ef hún gæti hreyft sig. Hún barðist gegn skelfingunni sem hélt henni fjötraðri. Hún barðist við að draga fram hverja ögn af þreki. Lifðu af! Hún braut hlekki óttans og tók fyrsta skrefið. Annað skrefið fylgdi á eftir. Of seint. Það ískraði í hjörunum þegar fægð eikarborð hlerans byrjuðu að rísa fyrir framan hana. Hún fraus föst þar sem hún stóð. Húsið fylltist af ópum hennar. Hlerinn lyftist, en ekkert andlit birtist. Ekki einu sinni hönd lyfti hleranum. Hvað var það, prik? Stafur. Svartur stafur. Hlerinn reis hægt lóðrétt upp. Svörtum silkihatti skaut upp, síðan svartri slá. Annar handleggurinn lyfti slánni og huldi andlitið. „Mario!” Skyndilega féllu fjötrarnir, skyndilega gat hún hreyft sig. Rynn stökk berfætt yfir kalt gólfið. „Ó, paddan þín! Þú varst alls ekkert veikur. Þú fékkst bara frænda þinn og systkini þín til að hjálpa þér að þykjast vera á spítala.” Tár vantrúar og léttis settu kökk í háls henni meðan orðin ultu út úr henni. „Og grár farði líka? Öll þessi fyrirhöfn svo þú gætir framkvæmt þessa stórfenglegu sjónhverfingu?” Hún hló, stjórnlausum hlátri, en hlátri sem var laus við hráan, ískaldan óttann. „Ó, hvað þú hræddir mig!” Herðar hennar hristust af innibyrgðum hlátri. Hún riðaði i áttina að svartri slánni sem steig upp þrepin, fagnandi yfir að vera laus úr greipum skelfingarinnar, tryllt af gleði. Við borðið stansaði hún og dró djúpt andann. Hún gat líka leikið þennan leik, hún gat líka sviðsett sitt hlutverk. Með allri þeirri köldu heift sem hún réð yfir, hrópaði hún: „Bölvaður óþverrinn þinn” En hún gat ekki bælt gleði sína, heldur skellti upp úr og hljóp til hans. Með því villta loddaralátbragði sem slár og stafir blása manni í brjóst, beið veran eftir að stúlkan hlypi í fang hans áður en hann sneri sér snöggt við og stóð augliti til auglitis við hana. Þetta var ekki bjart lítið andlit Marios með neistandi svörtum augunum og glaðlegu brosinu. heldur skvapkennt rautt andlit og varaþykkt glott Franks Hallets. Maðurinn hlakkaði. „Bölvaður óþverrinn þinn.” Svínaleðurshönd ýtti hleranum frá veggnum og hann féll þunglega niður. Hin hélt á símanum. „Komdu þér út!” Skjálfandi tókst stúlkunni að hvæsa skipunina. Hallet otaði að henni simanum. „Hringdu á lögregluna.” Glottið markaði dýpri fellingu yfir rautt andlit hans. Maðurinn rétti að henni símtólið til að leggja áherslu á tilboð sitt. Hann hristi höfuðið með uppgerðarundrun. Ekki? Viltu ekki nota símann, var hann að segja. „Af hverju kallarðu ekki á föður þinn?” Sláin hvirflaðist, hann gekk fram hjá stúlkunni og lét símann skella niður á eldhúsborðið. Hann leit inn í eldhúsið. „Ensk, og þú ætlar ekki einu sinni að bjóða mér þennan sígilda tebolla?” „Ef þú ferð héðan samstundis," sagði Rynn og röddin var vart meira en hvísl, „þá segi ég ekki orð um þetta.” Hallet sveiflaði slánni og naut mögu- leikanna sem hún gaf honum, rétt eins og sviðsetning viðvaningaleikhúss hefði gefið honum tækifæri til að eignast nýjan og glæsilegri persónuleika. Sláin bylgjaðist mjúklega þegar hann greip í boðunginn og lyfti honum upp að öxlinni. Með hinni hendinni barði hann stafnum í gólfið. „Ég fór bara i þennan búning ef ske kynni að fituhlussan Ron Miglioriti lögregluþjónn eða einhver annar sæi mig fara hingað — þeir myndu þá að sjálfsögðu álykta að ég væri litli vinur þinn.” Hann tók nokkur ójöfn skref. „Ég haltra meira aðsegja. Sérðu?” „Miglioriti lögregluþjónn veit að Mario er á spitalanum.” Hann yppti öxlum og lagfærði slána. „Ó — mistök frá minni hálfu. Sem betur fer sá mig enginn." Miglioriti lögregluþjónn var að skila mér heim af spitalanum. Hann sagðist myndu bíða fyrir utan í bílnum þar til ég gæfi honum merki um að allt væri í lagi.” „Engar fleiri lygar.” „Hann gerði það. Hann lofaði að aka. fram hjá og hafa auga með húsinu.” „Fituhlussan Ron Miglioriti er að draga í fíflahappdrættinu sínu.” Hallet lyfti gremjulega upp fellingu af svörtu silkinu til að dusta burt hvítan blett. „Rykugt niðri í kjallaranum. Ekki bara ryk — hvað er þetta? Vítissódi?" Hann kroppaði í blettinn með nöglinni. „Vissi ekki hvað ég myndi finna þarna niðri. Sennilega af því að ég vissi ekki að hverju ég var að leita. Örugglega ekki þessum leiðinda sultukrukkum.” Hallet kastaði aftur svörtum fellingum slár- innar svo sópaði að og hélt uppi annarri hendinni. Þumall og vísifingur klipu þétt um örsmáan hlut sem hann rak þétt að Rynn. „Hárspenna,” sagði hann. Hann hallaði sér nær stúlkunni, augun runnu yfir sítt, slegið gullinbrúnt hár hennar. „En þú notar ekki hárspennur, er það? Ekki í þetta fallega hár.” Hann tók virstubbinn aftur og rannsakaði hann nákvæmlega. „Hárspenna.” „Gæti hafa verið þarna niðri árum saman,” sagði stúlkan. „En hún myndi ryðga." Hann þefaði af vímum og brosti. Hann rétti hann að Rynn til athugunar og sýndi engin merki undrunar þegar hún hörfaði frá. „Lyktar enn af ilmvatninu sem ég gaf henni á mæðradaginn.” Hann hló. „Elsku Mamma.” Hann opnaði krepptan hnefann og opinberaði í lófa sínum eitthvað enn minna en hárspenn- una. „Og þetta. Myndirðu segja að þetta væri brotin fingurnögl? Eldrauð. Alls ekki liturinn hennar Elsku Mömmu. Og hér höfum við lika þessi hársnifsi. Hverjum myndirðu ætla að þau tilheyrðu?” Enginn nirfill velti nokkru sinni fjársjóð sínum í hendi sér jafn heillaður i ágirnd sinni né með meiri ást á þvi sem hann hélt á. „1 myrkrinu fann ég ekki fleira. Lögreglan — með allan sinn tækniútbúnað — aldrei að vita hvað þeir gætu fundið.” Eins og hann væri óviljugur að skilja við dýrgripi sína lagði hann þá varlega í gleröskubakka. Hann klappaði saman lófunum, reiðubúinn að hefjast handa. „Eigum við að færa mottuna og borðið til baka?” Hann sparkaði i mottuna og ruddi henni yftr hlerann. Með fætinum lagfærði hann hana, slétti úr brotunum, renndi henni á sinn stað. Hann smellti fingrunum að Rynn, hún hlýddi og tók undir borðið öðrum megin. Ásamt Hallet bar hún borðið aftur á sinn stað. Maðurinn gekk að glugganum sem sneri út að vínberjarekkanum, ýtti gluggatjöldunum til hliðar og skyggði augun til að sjá út í myrkrið. „Og hvernig sprettur í garðinum hjá þér?” UVlkan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.