Vikan


Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 01.02.1979, Blaðsíða 42
 Maður er nefndur Cornelius Tabori. Hann er ungverskur blaðamaður, sem tals- vert hefur fengist við rannsóknir dular- fullra fyrirbæra. í þessum þætti mínum hef ég í hyggju að rekja hér í stuttu máli það, sem hann sjálfur hefur talið óskiljanlegast af öllu því sem hann hefur rannsakað í þessum efnum. Það fólk sem hér kemur við sögu er efnuð ungversk fjölskylda i Budapest. Heimilisfaðirinn er efna- verkfræðingur, Geroe Farczady, að nafni, ættaður frá Transilvaníu. Eiginkona hans er af háttsettum liðsforingjaættum í Vinar- borg. Ásamt dóttur sinni bjuggu þessi hjón í fallegri villu í rólegu úthverfi í Budapest á vinstri bakka Dónár. Hjón þessi áttu dóttur þá sem Iris hét, seytján ára að aldri. Árið 1933 gerðist það undur, að þessi unga stúlka breyttist allt i einu í spænska ræstingakonu. Síðdegis þann 20. apríl 1935 kom Tabori blaðamaður í heimsókn til þess að hafa nánari kynni af þessu furðulega máli. Þegar hann sagði móður stúlkunnar erindi sitt sagði hún: „Þér eruð að leita að Iris? Iris er dáin. Hún fór frá okkur í ágústmánuði 1933. Hver hún er? Það má guð vita. En Iris er horfin. Sú sem nú býr hjá okkur er kölluð Lucia — kona frá Madrid. „Ég starði á hana,” skrifar Tabori. „Hún var svo róleg — svo blátt áfram. Það fór hrollur um mig. En hún brosti.” „Nei, ég er ekki spíritisti,” sagði hún. „Ég er ekki heldur gengin af göflunum. Lítið þér á mig. Ég get hrósað mér af því að vera vel upplýst og jafnlynd kona. Ég reyni að lifa siðfáguðu lífi — en það er engu líkara en ég hafi verið valin til þess að verða fyrir einstæðri reynslu.” Og hún hélt áfram og sagði Tabori, að dóttir hennar, Iris hefði verið framúr- skarandi nemandi og framtíðin hefði brosað við henni, en hún hefði oft verið lasin. Þá gerðist það eitt kvöldið, þegar inflúensa gekk i borginni, að hún varð alvarlega veik. Hún gaf allt í einu frá sér langt og djúpt andvarp og móðir hennar óttaðist að hún hefði dáið. „Ég beygði mig yfir hana,” sagði hún, „en fann að hún andaði. Ég snerti brjóst hennar og fann hjartsláttinn. Mér létti stórlega og skammaðist mín fyrir heimskuna. Auðvitað var Iris lifandi. En þar skjátlaðist mér. íris var dáin. Líkami hennar var kyrr hjá okkur, en andi hennar var horfinn. En við komumst ekki að þessu fyrr en daginn eftir.” Þegar stúlkan vaknaði næsta dag byrjaði hún að hrópa eitthvað á erlendu máli, stökk framúr rúminu og reyndi að flýta sér útúr húsinu. Hún botnaði ekki í neinu þegar fjölskyldan reyndi að tala við hana. Hún hélt bara áfram að gráta og hrópa. Þegar þau að lokum komust að raun um það, að hún talaði einungis spænsku, þá fóru þau að kenna henni þýsku, svo hægt væri að hafa samband við hana. Eftir nokkra mánuði hafði hún lært nægilega mikið til þess að geta sagt sögu sína. Og stúlkan sjálf sagði Tabori blaða- manni söguna með þungum þýskum hreim: ÆVAR R. KVARAN „Ég á heima i Madrid og er kaþólsk og trúrækin. Ég var gift verkamanni, Pedro Salio, þegar ég var seytján ára, og ég dó í ágústmánuði 1933 af berklum. Ég elskaði ekki manninn minn, en ég fæddi honum fjórtán börn. Ég kenndi óskaplega í brjósti um börnin, þegar ég var að deyja.” Tabori var nú ekki á því að trúa þessu öllu eins og nýju neti án frekari upplýsinga og spurði móðurina, hvort það væri satt, að Iris hefði ekkert kunnað i spænsku. „Góði maður,” sagði frú Farczady, „getið þér ekki skilið það, að þessi kona er ekki dóttir mín? Hún er alls ekki Iris. Hún er Lucia, spænsk kona. Iris talaði ekki orð í spænsku, og við ræddum aldrei neitt í fjölskyldunni, sem snerti Spán. En nú heyrum við ekkert annað. Þér verðið að gera yður ljóst, að Iris er dáin — og þessi persóna sem þér eruð að tala við er Lucia, ræstingarkona frá Madrid.” „En líkami hennar, andlit og hendur tilheyra þó Iris Farczady,” mótmælti Tabori. „Já,” tók móðirin fram í, „líkami hennar elsku Irisar minnar var kyrr hjá okkur — sál Luciu flutti inn i hann. Hún breytist meira og meira með hverjum mánuðinum. Lucia hefur gjörólíka skaphöfn. Hún Iris min litla var döpur, alvarleg og þunglynd stúlka, .njög listræn og hugsandi manneskja. En Lucia hins vegar er full af lífi og kátínu. Hún dansar ástríðuþrungna dansa og syngur spænska þjóðsöngva.” „Er þetta satt?” spurði Tabori stúlkuna. „Allt sem senjoran segir er satt,” svaraði hún. „Þegar ég leit í spegil í fyrsta skipti eftir að ég kom hingað snarbrá mér. Ég var orðin ung stúlka. Og hvar voru svörtu augun mín? Þykka svarta hárið sem náði niður að lendum?” En nú segist hún vera orðin mjög ánægð með það, að i þessu nýja lífi sé hún svona lagleg ung stúlka. Hún hafði verið útslitin miðaldra kona og nú var hún endurfædd til nýrrar æsku. Þegar Tabori talaði við aðra í fjölskyld- unni var honum sagt frá þvi, hve spænsku stúlkunni hefðu fundist lífshættir ungversku fjölskyldunnar skritnir fyrst í stað. Hún varð til dæmis undrandi þegar hún sá sporvagnana í Budapest, sem voru svo gjörólíkir þeim í Madrid. Það var farið með hana í skóla Irisar, en þar kannaðist hún ekki við neitt af skólasystkinum sínum, en þau hins vegar þekktu hana strax sem Iris. Hún hafði heimsótt dr. Tibor Humpfner, ungverskan prófessor, sem jafnframt var munkur í Cisteriku-reglu. Hún vakti undrun hans með þekkingu sinni á spænskum kirkjum og skreytingum þeirra. Hún var kynnt fyrir spænskum kennara, sem varð ekki litið hissa á að heyra hinn hreina Madrid-hreim á máli hennar. Tabori ræddi einnig við föður Irisar á vinnustað hans. Hann sagði: „Auðvitað er hún dóttir mín. Að minnsta kosti í ytra útliti. En hvað gerðist innra með henni — það er mér vissulega ráðgáta. Ég er bara mjög hryggur yfir þvi, að hætt var við hið efnilega nám Irisar, því framtíðin brosti vissulega við henni. Ég vænti svo mikils af henni.” Hann sagði, að hún kynni ekki við það, ef hann kallaði hana Iris núna. Og hann bætti við: „Ég skal fúslega viðurkenna það, að áður en hún varð veik var hún dálítið stirð í skapi stundum og önug. En nú er hún róleg, hefur áhuga á heimilisstörfum og býr stundum til hina furðulegustu matrétti. Það er alveg dásamlegt hvað hún getur búið til úr einu saman smjöri, mjólk og grænmeti.” René, systir stúlkunnar sagði: „Nú er 42 Vikan f. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.