Vikan


Vikan - 01.02.1979, Síða 34

Vikan - 01.02.1979, Síða 34
Erfiðleikar í sam- bandi við $júkdómabama Mörg börn verða einhvern tíma fyrir þeirri reynslu að fara á sjúkrahús. Getur þá brugðið til beggja vona hvort sú reynsla verður óþægiieg og jafnvel skaðvænleg til langframa, eða hvort hún verður ánægjuleg og jafnvel þroskandi. Við höldum nú áfram þar sem frá var horfið í síðasta þætti. Guöfinn Börnin og við Spurningar barna í sambandi við sjúkdóma Hvernig verður framtíðin? Þetta eru spurningar sem börn á skólaaldri eru upptekin af. Að sjálfsögðu spyrja þau ekki á þennan hátt, miklu fremur eitthvað á þessa leið: Verð ég orðin frísk um jól? Hvað á að taka margar röntgenmyndir enn? Get ég lesið þegar ég kem í skólann? Get ég spilað fótbolta aftur? Er það sama að mér og henni sem situr í hjólastólnum? (þ.e.: þarf ég líka að sitja í hjólastól?) Allar þær spurningar sem barnið spyr í sambandi við sjúkdóminn, bæði um fortíð og framtíð, á barnið helst ekki að vera eitt með og þurfa að svara sjálft. En barnið þarf að vera i mjög góðum tilfinningalegum tengslum við hina fullorðnu til að það spyrji eða segi frá því sem sækir á það í sambandi við sjúkdóminn. Spurningarnar geta t.d. snúist um að fá vissu sína um ímyndaða sök þess sjálfs á sjúkdómnum. Einnig geta spurningarnar fjallað um með- höndlun, hvað á að gera og hver árangur- inn af meðhöndluninni verður. Hinir fullorðnu þurfa að vera hreinskilnir og raunhæfir og þeir þurfa að svara því sem spurt er um. Þeir mega ekki afgreiða spurningarnar með athugasemdum eins og „Vertu ekki að hugsa um það, þetta er ekki neitt. Þú þarft ekkert að vera hrædd.” Þetta er fölsk huggun og það veit barnið. Það hjálpar barninu að kalla þá hræðslu sem það situr inni með upp á yfirþorðið og standa andspænis því sem það hræðist — með hjálp fullorðins sem er nógu sterkur til að veita slíka hjálp. Foreldrar veikra barna eiga líka erfitt Hversvegna einmitt okkar barn? Höfum við gert eitthvað rangt sem réttlætir það að okkar barn verði veikt? Var ekki allt í lagi á meðgöngutímanum? Reykti ég of mikið? Var það hættulegt að bragða rauðvín? 34 ViKan S. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.