Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 12
 Sis *.;' ■ < kvöldsólinni. Nýpur 1-41 baksýn. STREITAN Jöklasólin lók suma grótt, svo að þeir urðu að taka upp hóttu bankaræningja og hylja andlitin. Só glæsti Loðmundur i baksýn. UNDIR SNJONUM Á skíðaviku í Kerlingarfjöllum „Betra' er ó fjöllum / konum og köllum / koma þau öllum / að nýju i lag / því að vistin ð öræfum / eykur fjör og styrkir þrótt / öræfin skulum við gista í nótL" Þetta stef þekkja allir Kerlingar- fjallagarpar, það er úr kvæði eftir Sigurð Þórarínsson og er sungið við lagið kunna „Waltzing Mathilda". Og sórhver, sem gist hefur Kerlingarfjöllin, tekur heils hugar undir þessi orð. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum hefur nú starfað i I7 sumur við sívaxandi vinsældir. Undirritaða hafði lengi dreymt um að auka við kunnáttuna í skiðaíþróltinni i þessum ágæta skóla. og i júlí á síðastliðnu sumri var draumurinn látinn rætast. Ég tók með mér alla fjölskylduna og er ekki að orðlengja það. að þessi vika i fjöllunum tók fram öllu. sem ég hafði gert mér í hugarlund, og ég vil ráðleggja fólki aðgera slikt hið sama. Flest hugsanleg veðursýnishorn Nú má ekki skilja orð min svo, að þessi ferð hafi verið einhver dans á rósum. Það var nú dálítið annað. Og ef menn eru hræddir við svolitla vosbúð og dreymir bara um fannhvítar brekkur í glampandi sól og einlæg þægindi og lúxus, þá er þeim betra að sleppa þessum kafla á þróunarferlinum og snúa sér frekar beint að frægustu skiðastöðum Evrópu, eins og þeim, sem Vikan heimsótti í vetur og lýst er hér á öðrum stað í blaðinu. Hinum ráðlegg ég að láta hvergi deigan siga, verða sér úti um vatnsheldan klæðnað og vettlinga i tuga- tali, og þá eru þeir til í slaginn. Hópurinn, sem gisti Kerlingarfjöllin fyrstu vikuna í júli á siðastliðnu sumri, fékk að reyna flest hugsanleg veðursýnishorn þessa fáu daga. Það var snjókoma og ruddaveður. það var þoka. svo að litið sá út úr augum, það kom rigning, það var heill óendanlega fagur sólardagur, og að lokum fengum við einn stilltan, sólarlausan dag — og hann var bestur, a.m.k. fyrir þá, sem ekki höfðu varað sig á miskunnarleysi jöklasólarinnar daginn áður. Beygja, rétta, ekki detta! Það er óhætt að fullyrða, að öllum, sem skiðaskólann í Kerlingarfjöllum sækja, er komið til nokkurs þroska i skiðaiþróttinni. Það er byrjað á þvi að draga menn í dilka eftir getu, og svo skipta skiðakennararnir hópunum á milli sin. Siðan er ekki miskunn að fá. Ég verð að játa, að ég var orðin töluvert roggin með mig eftir allötula skíðaiðkun siðasta vetrar og taldi mig góða að komast yfirleitt klakklaust niður svona sæmilegar brekkur. Kannski var stillinn ekki 100%, en það gat varla skipt svo miklu máli. Eða hvað? Jú. það skiptir víst ekki svo litlu máli. Svo mikið iærðum við þó á fyrsta degi, að það er sannarlega ekki nóg að komast niður brekku án þess að detta, það er sko ekki sama, hvernig hallinn er á kroppnum. hnébeygjan skal vera rétt, og sé olnboginn ekki á vísum stað, er ekkert lof að fá hjá skíðakennaranum. Og hafi einhver álitið, að það sé einfalt mál að stinga niður skiðastöfum eða halda skíðunum rétt saman með annað ögn framar, þá veður sá hinn sami í villu og svíma. Það var ekki hátt á manni risið eftif fyrsta daginn, en þetta smálagaðist hjá flestum, enda voru skíðakennararnir ólatir við að drífa mannskapinn áfram. Fyrstu dagana var þetta reyndar hálf- gerður barningur, þvi vegna veðurs var ekki hægt að skiða á besta staðnum. í Fannborginni, þar sem er ágæt diska- lyfta. heldur urðum við að notast við kaðlalyftur á skjólsælli stöðum. En allir erfiðleikarnir voru bara eins og krydd í tilveruna, og menn kunnu enn betur en ella að meta bliðviðrisdagana, sem komu í lok námskeiðsins. Tómas og Eirikur stjórna fjöldasöng. Bússur og riddaraeðli Og svona leið tíminn þessa ágætu viku: Menn voru almennt komnir á ról kl. 8-9 á morgnana og nutu staðgóðs morgunverðar, áður en Tómas frændi (sögufrægur langferðabíll, sem dugir betur en hann litur út fyrir) hóf að ferja menn upp í skíðalöndin um 10-leytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.