Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 40

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 40
Vikan prófar léttu vínin 6. Hvít Bordeauxvín Vín sem ekki eiga erindi til íslands MORGUNVERÐUR ÁSAVOY Celia samþykkti það. „En ég er glaður yfir að hafa kynnst þér. Mér likar mjög vel við þig." sagði hann. Á föstudagskvöldið var Poul orðinn þreytulegur strax í fyrstu syrpunni sem hljómsveilin spilaði. Þau höfðu ætlaðaö halda upp á kvöldið. en jiegar sterkt kaffi dugði ekki til að hressa hann við ákváðu þau að fresta því til laugar- dagsins. Þegar Celia kont á Savoy daginn eftir beið Poul eftir henni. Þau brostu hvort til annars. „Það er indælt að sjá þig. Þú litur allt öðruvisi út i dagsbirtunni.” sagði hún. „Mér finnst líka indælt að sjá þig nú þegar ég er almennilega vakandi. Ég heföi átt að taka ntér fri i siðustu viku. Þessi skýrsla var ekki svo mikilvæg að ég þyrfti að Ijúka henni sjálfur. En nú ætla ég að taka frí á mánudag og þriðjudag. Við komum til með að skemmta okkur vel." „Ég þarf að fara heini á morgun." svaraði hún og rcvndi að hafa stjórn á rödd sinni. „Mig grunaði þetta.” sagði Poul eftir langa þögn. „Ég var hræddur við að spyrja hvenær þú færir þvi að ég vissi að það yrði fljótlega. Við gerðum ekkert af því sem við gætum hafa gert því að ég vildi ekki að kynni okkar yrðu okkur of mikilvæg. En þau urðu þaðsamt." „Ég sagði þér ekki frá þessu af söntu ástæðu.” Elún hafði enn stjórn á rödd sinni. Þau horfðust i augu. Hann laut að henni. „Ekki fara heini á morgun.” Celia hugsaði til foreldra sinna sent áttu von á henni og til Brians sent myndi sækja hana á stöðina. Einnig unt öll verkefnin sem nú biðu á borðinu hennar á skrifstofunni. Og hún hugsaði unt þann möguleika að ef til vill sæi hún ekki Poul frarnar. En ef hún frestaði heimförinni yrðu það ef til vill ntistök sem yrðu enn sárari en þessi með Dennis. Hún yrði að segja Brian sannleikann, en það yrði enn erfiðara að sannfæra sjálfa sig um að hún ætti ekki að treysta Poul. Það var hræðileg tilhugsun að lifa öruggu en leiðinlegu lífi og vera sífellt að hugsa um það sem hún hefði getað upplifað. Poul tók hönd hennar í sína og Celia brosti til hans. „Ég hringi heim og segi að ég ætli að vera nokkra daga i viðbót. Allir verða að laga sig eftir ntér i þetta skiptið." „Fint. Ég á nokkra fridaga inni á þessu ári. Myndir þú vilja sýna mér Ncwcastle?" „Meðánægju." Poul kyssti hana. „Fáum okkur nú að borða," sagði hann. Endir Rauðvínsland, ekki hvítvínsland Héraðið umhverfis borgina Bordeaux við Biskayaflóa er mikilvægasta rauðvínsland í heiminum. Þar er líka búið til mikið af hvítvíni, en minnst af þvi jafnast í gæðum á við rauðvínið. Í Rikinu fást sex rauðvín frá Bordeaux og fimm hvítvín. Þessi hlutföll eru ekki skynsamleg. Eðlilegra væri að hafa hvitvinin tvö og rauðvinin níu. Mætti þá fjölga góðum Medoc rauðvinum á kostnað suntra hvilvinanna. Venjuleg hvítvín má fá ódýrari og betri frá öðrurn hlutum Frakklands, svo sem Loire-dal eða Alsace. Það sem Bordeaux hefur upp á að bjóða untfram önnur svæði, eru örfá góðvín frá Graves og Sauternes. Eitt vin af hvorri tegund væri nægilegt fyrir islenska markaðinn. Þurru hvítvínin eru best frá Graves Graves er mikið vinræktarhérað. sem liggur að borginni Bordeaux sunnan- verðri. Þetta er flatt malarland, þar sem skiptast á vinakrar og skógar. Ræktuð eru einkum berin Sauvignon Blanc og Semillon og gerð úr þeim þurr vin og fölgul, með málmkenndu bragði. Þessi vin eru sjaldnast góð. Bestu vinin frá Graves eru raunar rauð, svo sem frá Chateau Haut Brion, einu af sjö frægustu vínbúum Bordeaux-svæðisins. Eitt besta hvítvínið er frá Chateau Laville Haut Brion, einnig frá Domanine de Chevalier og Chateau Cantebau Couhins. Vin af þvi tagi mætti gjarna vera á boðstólum hér i Rikinu. Það yrði að vísu dýrt. En Rikið hefur lika á boðstólum meira en nóg af vínum, sem eru ódýr i innkaupi. Það eru góðvínin, sem skortir. Og hin sætu eru best frá Sauternes Syðst i Graves er sveitin Sauternes. Þar eru ræktuð sömu vinber, en vínið unnið á annan hátt, sem minnir á þýska vingerð. Berin eru látin rotna, svo að þau verða sérstaklega sykurrik. Venjuleg Sauternes-vin eru ekki merkileg. Þau eru þægilega sæt og dálitið notuð fyrir og eftir mat, en ekki með mat. í slæmu árferði verða þessi vín einkarmisheppnuð. Það eru örfá vínbú i Sauternes, sem framleiða hin frægu vin, sem einu sinni var hellt á gullbryddar kristalsflöskur handa rússneskum erkihertogum. Fremst í flokki er vinbúið Chateau d’Yquem. Þessi vín verða óhjákvæmilega dýr, því að vinnsluaðferðin er einkar flókin. Miðað við fyrirhöfn bændanna er verðið samt hagstætt. Upplagt væri að hafa eitt slíkt vin á boðstólum hér og þá á hálf- flöskum, því að af svona vínum drekka menn lítið i einu. Nú er víst komið nóg af spjalli um, hvernig hlutirnir ættu að vera, og kominn timi til að snúa sér að raunveru- leikanum. Tvö sæt með sex í einkunn SAUTERNES, af árgangi 1976 frá Bichot, fæst í Rikinu og koslar 2.300 krónur. Þetta er nokkuð góður árgangur. Vinið reyndist bærilegt í gæðaprófun Vikunnar. Það var dísætt og ilmaði ekki alveg nógu vel. Það fékk sex i einkunn. LOUPIAC, af árgangi 1975, frá Bichot. var annað vinið í gæðaprófun Vikunnar á hvítvínum frá Bordeaux. Flaskan kostar 2.000 krónur. Árgangurinn er með hinuni allra bestu. Loupiac er sveitin andspænis Sauternes, handan árinnar Garonne. Vínið er búið til á svipaðan hátt og Sauternes. í prófuninni reyndist vinið svipað og Sauternes, ilmaði heldur betur, en var ekki alveg eins gott á bragðið. Sykurinn var of áberandi. Loupiac fékk sex i einkunn. Vegna verðsins geta talist góð kaup i þvi. IMPERIAL HANAPPIER. án árgangs. frá Hanappier. er eina vínið i Ríkinu frá Graves og kostar 1.850 krónur. 1 gæðaprófun Vikunnar reyndist þetta vín lélegt. Það var sódavatnslykt af þvi, og bragðið var allt að þvi vínsúrt. Skást var að drekka það mjög kalt. Á miðanum segir. að vinið sé „dry”. Eins og oftar er sú merking villandi. því að vinið reyndist mitt á milli þess að vera sætt og þurrt. Þetta vin fékk fjóra i einkunn. Enginn árgangur og engin stað- færing MONOPOLE DE LUZE, án árgangs og án sérstakrar staðfæringar innan Bordeaux-svæðisins, frá Luze, kostar 2.000 krónur i Rikinu. 1 gæðaprófun Vikunnar þótti þetta vín lélegt og var ekki laust við, að oliulykt væri af því. Það fékk fjóra í einkunn. 40 Vikan 6. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.