Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 15
ég á öllum mínum andlegu kröftum og einbeiti mér af alefli að einu marki: för minni inn í annan heim. Þá líður ekki á löngu uns ég finn alveg óttalaust hvernig sviplíkami minn rífur sig lausan og hefur för sína. Ég sé hvernig jarðneski líkaminn verður minni og minni, eins og mér sé lyft upp í göng sem böðuð eru björtu ljósi. Reynslan hefur kennt mér að best er að beina sjónum upp á við því annars birtast mér hræðilegar sýnir á báðar hendur. Eftir því sem ofar dregur verða myndir þessar minna ógnvekjandi og að lokum er allt friðsælt og gott. Þá er ég komin á leiðarenda.” Þessi lýsing Helenar Aintree er í fullu samræmi við lýsingar fólksins sem til dæmis dr. Ktibler-Ross yfirheyrði. Hinar ógnvekjandi myndir á leiðinni stafa frá lægri sviðum sem hún virðist þjóta í gegnum. Lýsing þessi er ennfremur alveg samkvæm lýsingum tveggja frægra miðla, Edgars Cayces og Arthurs Fords. Þá er nú ekki úr vegi að við spyrjum Helen hvernig umhorfs sé á þessu sviði sem virðist hafa verið takmark hennar. Hún svarar okkur á þessa leið: „Þar ríkir kyrrð og friður. Veraldar- áhyggjur, barátta, þjáningar og eymd verða þar að engu. í þessu landi skiptast á fagrar hæðir og grösugir dalir þar sem eru gullnar glæsiborgir og broshýrt fólk. Birtan er ekki lík skjannabirtu sólar- ljóssins sem við þekkjum. Hún virðist fremur koma úr öllum áttum. Hún er einna líkust glampa eða geislum sem stafa frá öllu ogöllum. Um loftið berast undarleg hljóð — tónlist sem er ólík öllum mannanna smíðum. Það eru tónar náttúrunnar. Hún talar hér með rödd sem allir fá skilið. Við höfum vitanlega heyrt um samræmið í náttúrunni. En þarna skynjum við það sem dásamlega tónlist. Alls staðar hljómar hlátur og allt ljómar af gleði. Engin öfund er til og enginn þarf að berjast fyrir tilveru sinni því sérhverjum hlotnast það sem hann hefur sóst eftir. Timi er þar ekki til i okkar skilningi, aðeins eilífur og óþrjótandi vitnisburður um vald kærleikans.” Þetta er sannarlega fögur lýsing og gæti verið góðri manneskju tilhlökkunarefni. Ástæðuna til þess að hún þurfti ekki að deyja til þess að komast á þessa ódáinsakra skýrir Helen Aintree með þessum orðum: „Viss hluti af manninum er óforgengi- legur. Við köllum hann sál. Dauðinn skilur hina ódauðlegu sál frá jarðlikamanum og flytur hana yfir á æðri svið þar sem hún á heima. Ef þessi æðri svið eru raunverulega til þá fæ ég ekki séð að dauðinn þurfi endilega að vera eina leiðin til þess að komast þangað. Áköf þrá og einbeiting andans getur einnig gert það kleift. Og hið andlega afl er meira en nokkur maður getur gert sér í hugarlund. í heimi friðarins, sem bíður okkar allra, er okkur kleift að ná svo langt að við getum að nokkru leyti mótast að eigin vild. Við fáum hjálp og leiðsögn til að ná þeim andlegu markmiðum sem við keppum að. Tónskáld getur í öðrum heimi skapað fegurri tónlist en þá sem hann hafði á valdi sínu hér á jörð. Málari getur náð lengra í list sinni þar en hér. Allar sálir stefna smám saman að fullkomnun. Þær verða færar um að þekkja sannleik sem þeim var hulinn á lægri vitundarsviðum. En þeim er leiðin til fullkomnunar auðveldari sem í lífi sínu leitast við að létta byrðar samferðamanna sinna fremur en hugsa um eigin hag. Sá sem þannig hefur lifað stendur miklu betur að vígi en hinn sem svikið hefur og prettað eða jafnvel eyðilagt líf annarra. Það er eins með hinn andlega heim og þann sem við lifum í hér á jörðunni: við sköpum hann sjálf. En þar eru vitanlega engin neikvæð áhrif. Þar veitist okkur uppörvun, innblástur og viska. Með öðrum orðum: þar getum við ekki tapað neinu. Þar er allt að vinna.” Svo skulum við að lokum heyra Helen Aintree lýsa nýlokinni ferð inn í hinn andlega heim: „Frú Beale, sem orðið hafði ekkja fyrir skömmu, vildi fá að vita hjá mér hvar maður sinn væri og hvort hann væri hamingjusamur. Hún minntist á það af tilviljun að eftir lát hans hefði hún árangurslaust leitað að líftryggingar- skírteini sem hann hafði keypt mörgum árum áður. Ég vorkenndi þessari sorgmæddu, gömlu konu og lofaði að hjálpa henni. En ég gerði henni aftur á móti ljóst að beiðni hennar væri þess eðlis að ég gæti ekki lofað henni neinu um árangur í þeim efnum. Ég hef nefnilega skilið það svo að ekki sé hægt að finna ákveðna manneskju fyrir handan, fyrr en komið sé á æðsta sviðið. Á ferðum mínum lenti ég oft á öðrum sviðum og það gæti því tekið mörg ár að ná sambandi við hinn framliðna eiginmann hennar. Fólk sem lifað hefur kyrrlátu lífi og haft önnur markmið í lífinu en að safna auði og komast til áhrifa er oft að finna á lendum sem kalla mætti „garð friðarins.” Þar eru aðrar sálir fyrir sem búa hina nýkomnu undir frekari ferðir fram á við. En það getur verið mjög erfitt fyrir þessar verur að muna í einstökum atriðum jarðlíf sitt. Hið sama á við um jarðneska hluti sem þeim er eftir lifa virðast svo mikil- vægir. Bingóvinningur eða líftryggingar- skírteini er lítils virði í augum þessara sálna. Hamingjustundir, svo sem brúðkaupsferð eða góðra vina fundir, virðast lifa í endur- minningunni og sömuleiðis dýpsta örvænting — slík reynsla verður samgróin manninum. En ég var heppin þegar ég reyndi að hjálpa frú Beale sem meðal annars vildi fá upplýsingar um hvar umrædd skjöl væru niðurkomin. Sidney Beale var einmitt að reyna að ná sambandi við konu sína til þess að segja henni hvar skírteinið væri. Sú hugsun að það væri mikils virði hlýtur að hafa tollað honum í minni. Ég fann Sidney mjög fljótt vegna þess að þrá hans eftir að ná sambandi við konu sína var jafnsterk löngun minni til að finna hann. Hann sagði mér að skjalið væri neðst í gömlum skáp í garðhúsinu og bað mig að koma þessum upplýsingum áleiðis. Daginn eftir færði ég frú Beale þessi skilaboð í Brighton.” Hér lýkur frásögn Helenar. En þetta stóð allt heima. Frú Beale fann skírteinið á þeim stað sem Helen tilgreindi. Og ekkjan sagði: „Þetta er alveg ótrúlegt. Enginn vissi hvar skírteinið var niðurkomið og frú Aintree gat ómögulega hafa fundið það fyrir hugsanaflutning eða fjarhrif. Sidney var sá eini sem vissi hvar það var falið.” ^ En frú Helen Aintree verður aldrei undrandi yfir slíku og hún er einnig sannfærð um það að hún sé ekki eina manneskjan sem hafi hæfileika til þess að ferðast um ríki framliðinna. Endir 6. tbl. Vikan IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.