Vikan


Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 08.02.1979, Blaðsíða 25
ið. En auðvitað gæti ég látið sem svo, að skeytið hefði ekki borist mér í tæka tíð. Klara vissi til hvers hann ætlaðist. Ekkert var honum mikilvægara en starf- ið. — Nei. André, þú veist vel að það gengur ekki. Þú hefur unnið lengi að undirbúningi þessa samnings, en við getum auðvitað farið bæði saman til Parísar og snúið hingað aftur, þegar samningurinn er undirritaður. Þú getur þá vonandi tekið þér nokkurra daga frí. Hann settist í einn hægindastólinn, kveikti í vindlingi og sagði: — Ef ég ek af stað i kvöld, kemst ég til Parísar i fyrramálið. Á mánudag, þegar málið er frágengið, ek ég strax hingað aftur og verð kominn aftur síð- degis, eða um kvöldið. Síðan getum við dvalið hér saman eins lengi og þú sjálf kýst. — Ég vil heldur fara með þér... , — Ferðin yrði alltof þreytandi fyrir þig, greip André fram í fyrir henni. — Þú þarft ekki að hræðast neitt. Þorpið er ekki langt héðan. Hann stóð upp og gekk til hennar. — Ég lofa því að snúa hingað aftur svo fljótt sem verða má. Ég get sjálfsagt lagt af stað strax klukkan tíu á mánudag og þarf ekki að tefja neitt á leiðinni, ef ég kaupi mér nestispakka til að borða i bíln- um. Svo getum við notið samverunnar í friði og ró þegar ég kem aftur. Skömmu síðar var hann á burt. Þau höfðu fengið sér tesopa við litla borðið í eldhúsinu, og hún hafði gefist upp við að nauða í honum. Það var tekið að skyggja, þegar hún fylgdi honum út að bilnum. Hann settist við stýrið, og hún brosti til hans, neyddi sjálfa sig til að vera glaðleg á svip. Hann kyssti hana, skellti aftur bílhurðinni, ræsti vélina og ók burtu. Klara stóð lengi fyrir utan og horfði á rauð Ijósin. þar til þau hurfu að lokum við bugðu á veginum. Og svo var hún alein. HúN gekk aftur inn í húsið, húsið sitt. André hafði lagt þunga áherslu á, að þetta væri hennar hús. Gjöf hans til hennar. Hún hengdi upp frakkann sinn, tók upp úr töskunni og bjó um rúmið. Hún háttaði sig og lagðist til hvílu. Henni gekk illa aðsofna. Hugsanirnar snerust í höfðinu — undarlegar hugs- anir, framandi og vöktu henni ugg. Því hafði André viljað kvænast henni á sínum tíma? Hvað hafði heillað hann, hún sem var svo hversdagsleg og feimin. Hún lá með augun aftur og leit yfir < farinn veg. Hún hafði verið einmana í æsku og táningaaldurinn hafði verið henni mesta kvöl. Og svo kom André innílífhennar. ( Hann var tíu árum eldri. Heimsvanur og töfrandi. Hann var myndarlegur maður, var i góðri stöðu og hafði háar tekjur. Allar ungar stúlkur hefðu verið stoltar yfir áhuga slíks manns. Hún minntist þess, þegar þau döns- AHENGI- FLUGSINS BRÚN uðu saman i fyrsta sinn. Hann hafði þrýst henni þétt að sér. Það hafði verið spennandi og blóðið hafði ólgað í æðum hennar, því þetta var í fyrsta sinn, sem nokkur snerti við henni á þennan hátt. SíÐAR um kvöldið kyssti hann hana, fast og ruddalega, hún mundi það glöggt núna, en þá hafði hún verið uppnumin af hrifningu. — Ég vil eiga þig, Klara, hafði hann sagt. -r- Ég vil að þú tilheyrir mér. Viku síðar bað hann hennar. Þau giftu sig nokkrum dögum síðar. Það var ekki eftir neinu að bíða. Það var ennþá ljós á náttborðslamp- anum. Hún hnipraði sig saman i rúm- inu. Það var einhver undarlegur beygur í henni. Þó virtist ekkert vera að hræðast. Hún var þreytt og loksins sofnaði hún. Næsta morgun vaknaði hún snemma, borðaði léttan morgunverð og fékk sér göngu. Það var sólskin, en svalt i veðri og hún var ekki lengi úti. GAR hún kom heim aftur, settist hún við gluggann og blaðaði í blöðum, sem hún hafði tekið með. Einhvern veg- inn varð hún að fá tímann til að líða. Helmingur tímans var þegar liðinn, og þó henni leiddist, gat hún ekki kvartað. Ekkert ógnvekjandi hafði skeð, og með hverri minútu styttist biðin eftir André. Loks kvöldaði á ný og dimmdi. Myrkrið seig hægt yfir og kyrrðin var svo algjör, að henni fannst hún næstum áþreifanleg. Það hafði lygnt. Hún fékk sér snarl standandi við eld- húsbekkinn og sneri baki að hurðinni fram i stofuna. Svo afklæddist hún, skreið upp í rúmið og reyndi að sofna. Hún sagði aftur og aftur við sjálfa sig, að ekkert væri að óttast, en fann ekki frið. Og einmitt þá heyrðist hljóð. Fimm högg á útihurðina, sem bergmáluðu í næturkyrrðinni. Hún saup hveljur og kveikti Ijósið, lá kyrr skamma stund, en svo stökk hún út úr rúminu og þreif til sín sloppinn. Hún fann kaldan gust leggja inn gólfið og sá að hurðin opn- aðist hægt. Klara stóð steinilostin. hún starði út í myrkrið og hlustaði eftir hljóði, horfði eftir hreyfingu. En nú var aftur jafn- kyrrtogfyrr. GT gekk hún til dyranna. Það var eins og einhver dulinn kraftur neyddi hana áfram út úr húsinu, fram af hengifluginu. Eitt skref og hún myndi sogast niður í hyldýpið, kremjast til bana við klettótta ströndina. Henni fannst einhver annar stjórna hreyfingum sínum. Hún gekk berfætt í mölinni, fæturnir særðust og hún nam staðar. Hún sneri sér aftur að húsinu. Gegnum opnar dyrnar barst Ijósið, inni var hlýtt og þar gat hún fundið öryggi. Eða svo fannst henni nú. Hún þvingaði sig til að ganga til baka, þetta voru ekki mörg skref, en hún varð að berjast gegn því að snúa ekki aftur að hengifluginu. Eoks náði hún til dyranna, hún gekk inn og skellti hurðinni á eftir sér og fullvissaði sig um að hún væri læst. Hún reikaði yfirkomin af angist að stól og hneig niður. Þá kom hún auga á köttinn! ARTUR köttur lá á ntiðju rúminu og horfði á hana. Hann lá grafkyrr. Það var eins og hann hefði skyndilega stigið út úr skuggunum. Hann hafði ekki af henniaugun. Þetta var ótrúlegt og dularfullt, en það hlaut að vera einhver skýring. Sennilega hafði kötturinn skotist inn án þess að hún heyrði til hans. Hún ætti að fagna félagsskapnum, hún elskaði reyndar ketti. Kettir fundu á sér ef hætta steðjaði að. Þessi köttur virtist rólegur og leið greinilega vel. Þegar Klara strauk honum um hausinn, byrjaði hann að mala og sleikja loppurnar. Svo geispaði hann, stökk út úr rúminu og gekk í átt aðeldhúsinu. Hann hlýtur að vera kunnugur hér, hugsaði hún. Kannski átti fyrrverandi eigandi hússins þennan kött. Henni leið strax betur og elti köttinn til að gefa honum mjólk i skál. En þegar hún kom fram í eldhúsið, stóð kötturinn þegar og lapti mjólk úr skál, sem stóð á gólfinu. VAR hún orðin brjáluð, hafði hún kannski verið það lengi? Hver hafði sett mjólkurskálina þarna? Gat hún hafa gert það sjálf án þess að muna það? Hvað hét aftur þessi sjúkdómur, sem lýsti sér í þvi, að fólk gleymdi því sem það gerði? Minnisleysi, fyrsta stig geð- veiki. Hún hafði verið lögð á spitala vegna langvarandi þunglyndis. En hún var ekki geðveik. Hún taldi sig fullkomlega heilbrigða á sálinni. Hún beygði sig niður að kettinum og strauk mjúkan feldinn. Tárin leituðu fram í augnakrókana og hún brast í grát. Henni leið illa, fann til ógleði og langaði að selja upp. Þegar hún reis upp, hring- snerist allt fyrir augunum, hún hélt að ætlaði að liða yfir sig. Kötturinn straukst við fætur hennar og mjálmaði lágt. ' Hún gekk hægum skrefum inn i bað- herbergið, kveikti Ijósið og starði von- leysislega í kringum sig. Þar var ekkert sem ógnaði henni, ekkert dularfullt eða voðalegt. Hún þvoði hendur og andlit með köldu vatni og brá greiðu i hárið. Hún gekk aftur til stofu. Ósjálfrátt beygði hún sig niður og leit undir rúmið, eins og hún hafði gert sem barn. En þar var ekkert annað en kusk. Enginn morðingi gat falist þama i húsinu. Hvorki i eldhúsinu. baðinu eða stofunni. Húsið var litið og ekki auðvelt aðfela sig. 6. tbl. ViKan 2S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.