Vikan


Vikan - 19.04.1979, Qupperneq 29

Vikan - 19.04.1979, Qupperneq 29
Gráðaostur er sterkur og bragðast vel sem lokaþáttur í góðri máltíð. Myglan í honum er skaðlaus. En það sama verður ekki sagt um alla myglu. Varið ykkur til dæmis á myglaðri saft eða mygluðum ávöxtum. EKKI ER ÖLL MYGLA SKAÐLAUS myglan getur hafa skotið rótum út um alla flösku eða krukku. Það er heldur engin lausn að sjóða upp sultu eða saft, þar sem myglueitrið eyðist ekki við það. Það er ekki nein aðferð þekkt til að eyða eitrinu öðruvísi en að eyðileggja matinn um leið. Heimatilbúið myglar fyrr Heimatilbúin sulta og saft myglar fyrr en verksmiðjufram- leidd. Það er vegna þess, að rotvarnarefni eru síður notuð við niðursuðu heima fyrir. Sykur varnar þvi, að mygla nái að myndast. En hvað eiga þá þeir að gera, sem vilja ekki sætar sultur og saft? Þeim er ráðlagt að notfæra sér rotvarnarefni, sem fáanleg eru, en um leið bent á að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Sumir hafa verið á móti slíkum efnum, en ekki er vitað um neinar hliðar- verkanir, ef farið er vel eftir leiðbeiningum, þar sem aftur á móti er nú ljóst, að myglueitur getur verið krabbameins- valdandi. Sé um mygluð ber að ræða, nægir að henda þeim skemmdu, en í lagi að nota þau, sem virðast þurr og þétt í sér. Myglu í ávöxtum á að skera rækilega í burtu, og sé ávöxturinn laus í sér og vatnslegur, ber að henda honum öllum. Innfluttar vörur geta verið myglaðar Mygla þrífst best i raka. Við hér á norðurhveli jarðar eigum þvi við lítil vandamál að stríða í þessum efnum miðað við heitari löndin. En vörur frá heitari löndum geta hugsanlega borið með sér myglu. Það kom t.d. i ljós eftir víðtækar rannsóknir í Svíþjóð, að innfluttar hnetur, svokallaðar parahnetur, voru oft myglaðar. Við nánari rannsóknir fannst í þeim myglu- eitrið aflatoxin, sem fyrr er getið. Þessar niðurstöður vöktu mikla athygli, og árið 1974 voru sett lög um eftirlit með þessum innflutningi, sem hafði þau áhrif, að nú er þessu vandamáli rutt úr vegi, hvað Svíana varðar. En ekkert vandamál hefur aðeins eina hlið. Dökka hliðin á hnetumálinu er sú, að þær þjóðir, sem rækta og flytja út hnetur, eru yfirleitt fátækar, og landsmenn hreinlega neyðast til þess að borða sjálfir þær hnetur, sem þeir geta ekki selt til útflutnings. Þetta fólk er svo í þokkabót oftast með lélega mótstöðu gegn þeirri óhollustu, sem það neyðist til að láta ofan í sig. Hættulegra en blý? Hættan, sem mygla í mat getur haft í för með sér, er nú viðurkennd víða um lönd. í Bandaríkjunum eru víðtækar matvælarannsóknir, sem miða að því að draga úr sjúkdómum, sem geta orsakast af fæðu- neyslu. Þar hafa rannsóknir á myglueitri nú verið teknar fram yfir rannsóknir á kvikasilfri, blýi og kadmium. Höf: Carina Lundgren, Rád & Rön. Þýð.:K.H. Birt í samráði við Neytendasamtökin. 16. tbl. Vikan 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.