Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 7

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 7
heldur eins konar skrípi, sem getur engan veginn sinnt því hlutverki, sem mennta- skólar eiga að gegna, en það er að undirbúa fólk undir háskólanám. Og ef litið er til baka til laganna frá 1946 kemur í ljós, að þar hefði mátt gera allt, sem menn eru að reyna að innbyrða í þetta hræðilega plagg, sem nú heitir framhaldsskólafrumvarp. En þá var enginn skilningur á þessum málum, og kostnaðurinn óx mönnum í augum. Frœflslukerfið er sótt til Svta. — Fjölbrautakerfið hefur margt til sins ágætis, ef menn eru þeirrar skoðunar, að það eigi að vera einhvers konar mannrétt- indi, að nemendur geti hreyft sig aftur á bak og áfram og út á hlið í skólakerfinu. Og sé það keppikefli, að nemendur þurfi sem allra síðast að gera það upp við sig, hvað þeir raunverulega vilja, þá er punktafyrirkomulagið alveg prýðilegt. — Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að þetta fjölbrautafyrirkomulag, sem jafnhliða krefst samræmdrar námsskrár og að gerðar séu samræmdar kröfur eftir hvem áfanga, sé dálítið hættulegt. Slík námsskrá og slíkar kröfur hljóta að miðast við einhvern miðlung, og hann kannski á lægri stigunum, til þess að kerfið geti yfirleitt starfað. Þetta þýðir, að bestu bóknáms- nemendurnir fá alls ekki næga kennslu, og mælikvarðinn fer sífellt niður á við. Þetta skýtur dálítið skökku við á sama tima og Háskóli íslands kvartar undan því, að stúdentar komi ekki nægilega vel undir- búnir út úr menntaskólunum eins og þeir eru í dag. Þess vegna hryllir mig við þeirri tilhugsun hvernig ástandið verður, ef opna skal gáttirnar enn þá meira. Fyrirgjöf á normalkúrfu samræmdu prófanna segir i sjálfu sér ekkert annað en það, hver staða nemandans er miðað við aðra i hans árgangi. Við sækjum flest- ar okkar fyrir- myndir til Svía, þó það sé vitað mál, að þeir eru búnir að eyði- leggja sitt skóla- kerfi. — Nú er mikið rætt um það að láta nem- endur vinna sem mest í skólanum og sem minnst heima. Það er í sjálfu sér alveg ágætt, ef hægt er að fylgja því eftir í skól- anum, að þau vinni, og kennarar hafa tök og tíma til að sinna því eftirliti. En þetta er i raun og veru óframkvæmanlegt í skóla- kerfinu eins og það er í dag, með sína fjöl- mennu bekki, og sannar enn einu sinni, hversu hættulegt er að grípa kenningarnar hráar og demba þeim að óreyndu út í kerfið. — Tilhneiging stjórnmálamanna og fjármálaráðuneytis til að troða sífellt meira í bekkina er ósköp skiljanleg. Þeirra er að spara og fara vel með almannafé. En því þá að taka upp stefnu, sem gerir enn þá erfiðara að kenna í svo fjölmennum bekkjum? Ég er ekki viss um, að þetta sé heldur svo mikill sparnaður. Þó það kostaði í einum meðalskóla einum eða tveimur bekkjum meira að hafa hóflegar bekkjar- deildir, er alveg ljóst, að árangur verður meiri. Og við verðum að meta árangur í námi til fjár. Þeir fá þannig meira fyrir peningana en þeir fá með því að hrúga alltof mörgum nemendum saman. — Það er enginn efi á því, að reksturinn á því mikla bákni, sem hið sænskættaða framhaldsskólafrumvarp gerir ráð fyrir, verður miklu dýrari en á því kerfi, sem ríkir í dag. Og dökku hliðarnar eru margar. Tökum t.d. nemanda, sem á heima í bæjar- eða sveitarfélagi, sem rekur fjölbrauta- skóla. Samkvæmt þeim kostnaðarskiptum, sem eru í lagafrumvarpinu, á hann ekki minnsta möguleika á að sækja hefð- bundinn menntaskóla fyrr en eftir fyrstu tvö árin. Hann er tilneyddur að sækja skóla í sínu hverfi þau ár, sem bæjar- eða sveitar- félagið á að hafa hönd i bagga með skóla- kostnaði. Vilji hann sækja menntaskóla annars staðar, fær hann ekki dreifbýlisstyrk og verður sjálfur að standa straum af kostnaði. Þessu má beinlínis líkja við átthagafjötra og hlýtur að stuðla að mismunun. Þetta er líka ættað frá Svíþjóð eins og annað i okkar skólakerfi, þó það sé vitað mál, að Svíar eru búnir að eyðileggja sitt skólakerfi. Skyldi landsfeðr- unum lítast á blikuna, ef ís- lenskir stúdentar verða ekki lengur gjaldgengir í erlenda háskóla? — Sænskt stúdentspróf er ekki lengur tekið gilt til inngöngu í háskóla i Þýska- landi og Frakklandi og sjálfsagt víðar á meginlandinu, enda hugleiða Svíar nú að stofna einkamenntaskóla fyrir þá nem- Varfla ialanakir stúdantar akki lengur gjaldgengir i arianda hásköla? 19- tbl. Vlkan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.