Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 44
i (Jtdráttun „Það er leitt, að þú skyldir hafa meiri áhuga á skjaldbökum en mér,” sagði Yves Gerald. Og satt var það, Jan hefði ekki verið i jafnslæmri aðstöðu, ef hún hefði sýnt Gerald meiri áhuga. Þá hefði hún ef til vill aldrei komist I tæri við sjúku skjaldbökurnar, sem urðu til þess, að hún fylltist grunsemdum af versta tagi. Og henni var nú orðið Ijóst, að skjaldbökurnar höfðu orðið fyrir geislavirkni vegna kjarnorku- tilrauna, sem ekki átti að vitnast neitt um. Yves Gerald og húsbóndi hans, Dubois, voru greinilega upp fyrir haus i vondu máli. Jan hefur fengið Hank Rudman til liðs við sig, en nú er allt útlit fyrir, að allt þeirra starf hafi verið unnið fyrir gýg. Jan er I óvina höndum, og hún er vondauf um, að Hank megi sin mikils gegn óþokkunum. En Hank er enginn aukvisi. Gerald hljóp að dyrunum. Byssan lá á borðinu næst þeim. Hann teygði sig í hana en Hank var þegar kominn inn í herbergið. Stökk, snöggt og hnitmiðað högg með annarri hendi og höfuð Geralds kastað- ist aftur. Hann skall í gólfið og lá kyrr. Hank beygði sig snöggt niður til að líta á hann, síðan rétti hann hægt úr sér. „Komdu,” sagði hann. Jan fór allt í einu að skjálfa óskaplega. „Er allt í lagi með þig?” Hún kinkaði kolli og barðist við að ná stjórn á sjálfri sér. „Bara dauðhrædd.” Skyndilega tók hann fast utan um hana. „Meiddi hann þig?” Jan hristi höfuðið og hallaði sér þakk- lát að honum meðan skjálftinn dvínaði smátt og smátt. Hann þrýsti enni hennar varlega að öxl sinni og hélt henni þétt þar til skjálftinn var horfinn. Þá sleppti hann henni. „Komum okkur nú!” Hann dró Gerald inn I litla herbergið, læsti dyrunum og setti lykil- inn í vasann. Þau hlupu út í runnana án þess að líta við. Þegar þau voru komin um borð í Haf- goluna héldu þau út á haf. Þegar þau voru komin nokkuð langt út kom Jan með rjúkandi kaffi inn í stýrishúsið. Þetta var mjög vel af sér vikið,” sagði hún hljóðlega. „Ég vissi ekki að þú kynnir karate. Né að hægt væri að nota það á hunda.” „Fyrirgefðu aö þú þurftir að bíða svona lengi,” sagði hann. „Það var aldrei að vita hvenær þeir kæmu aftur.” „Ég sá hvað þeir gerðu við skjaldbök- una. Þeir settu kranann saman á bryggj- unni, hífðu hræið út í aflmikinn dráttar- bát og tóku svo kranann i sundur. Ég bjóst við að ég kæmist í íbúðarhús- ið á undan Gerald en hann flýtti sér heil ósköp.” „Þeir minntust á brennsluofn,” sagði hún. „Og Dubois sagði að þeim væri best að koma sér til eyjarinnar.” „Ef þeir eru að reyna að losna við skjaldbökurnar er brennsluofn það rétta,” sagði Hank. „Þeir hljóta að hafa bækistöðvar ein- hvers staðar þarna úti,” sagöi hún hugs- andi. „Ef þeir hafa sett upp rannsókna- stofu þá er hún ekki á plantekrunni — skyldum við geta fundið hana?” „Ég hef reynt það,” skaut hann inn í. „Ég ætla alls ekki að reyna aftur . . .” Hann þagnaði snögglega. Einhvern veginn voru þau hætt að taln um skjaldbökur. „Hvað gerðir þú?” spurði hún. „Ég eyddi þrem árum í skógunum í Norður-Mózambique. Gerði svo sem eks: mikið. Reisti litla lækningastofu. Ruddi veg svo við gætum náð í birgðir ef ekki rigndi.” „Ég og vinur minn. Hann kenndi ei- lítið í lestri. Eilítið i skrift. Ég plægði JUNE VIGOR DAUÐINN ÚR DJÚPINU „Já, en þaðer fáránlegt.” „Það má líka vera það!” Rödd hans varð aftur reiðileg. „Mér er borgað fyrir að veiða skjaldbökur, ekki svara spurn- ingum.” Jan var snarringluð. Hann hafði hald- ið henni svo þétt að sér. Hún hafði hald- ið að þau hefðu náð að snertast en hindr- anirnar voru nú allar á sínum stað. „Standa samningarnir ennþá?” Hann hugsaði sig um smástund. „Ekki ef við eigum að byrja aftur að sigla í hringi. En ef við hefðum ein- hverja hugmynd um hvar brennsluofn- inn er, þá er allt i lagi. Það gæti verið að Beauvais vissi það.” Hank vildi ekki að hún færi í Iand með honum en hún krafðist þess og þau reru þegjandi í myrkrinu. Ströndin virtist vera mannlaus. Þau lögðu af stað, Hank á undan, og smeygðu sér fyrir kofahornið. Nokkrir menn sátu við eldinn. Þeir þögðu, kannski voru þeir sofandi. Þau heyrðu Hann hélt á einhverju í annarri hendi — riffl- inum sínum — og sveiflaði honum um leið og hann gekk. Nú átti það að gerast. Núna. Hank var dáinn. Hún starði á manninn, sem nálgaðist þau, lömuð, nú fyrst trúði hún því, að þeir ætluðu raunverulega að drepa hana. baunabeð. Sýndi þeim hvernig áburður getur hjálpað til. Ekkert mikið. Þetta var bara dag’ inn' ..lla daga vikunnar ” „En þeir veittu þér ekki orðu,” sagði hún biturlega. „Svo þú gafst upp.” „Það er satt, ég hætti! Þegar þeir voru búnir aö brenna lækningastofuna og skólabygginguna og höfðu elt okkur í gegnum skóginn hálfa leið til Beira. Ég komst alla leið en ekki hann. Þá hætti ég, fyrir fullt og allt.” Hann leit ekki á hana en Jan starði á hann lengi, að því er virtist. „Hvað ert þú þá að gera hér?” spurði hún að lokum. Það var ómögulegt að lesa nokkuð úr svip hans. „Vinna mér inn nóga peninga til bess að komast til Madagascar.” stunur sem virtust koma frá kofa Beau- vais. Hank lagði andlitið að kofaveggnum og kallaði hljóðlega: „Beauvais — Beau- vais.” Stunurnar hækkuðu í hræðsluhljóð en hættu svo. Stór og þrekinn maður kom skyndi- lega fyrir hornið. „Hver er þar?” Þau sögðu til sín. Hann færði sig inn í skuggann til þeirra og beindi þeim frá kofanum með annarri hendi. í hinni hélt hann á dálk. Þetta var Noel, elsti sonur Beauvais. „Við vildum tala við föður þinn,” sagði Hank. „Hann er dáinn. Við fundum hann á veginum. Hann hafði gengið spölkorn frá þorpinu. Kannski datt hann — kannski ekki — á stað þar sem er mikið um steina, brotna og hvassa.” „Okkar vegna?” spurði Jan og hana hryllti við tilhugsuninni. „Hver veit? En það er skritið, eftir að hafa þraukað sextíu ár, að hann skyldi deyja daginn sem hann minntist á skjaldbökur.” „Því fyrr sem við förum því betra,” sagði Hank. „Við höldum að þeir séu með aðalstöðvar á eyju. Getur þú hjálp- að okkur? Veistu hvaða eyju?” „Ég veit lítið,” hvíslaöi Noel. „Frændi minn var ráðinn til ókunnugra fyrir nokkrum mánuðum. Hann er vélvirki, var í góðu starfi á verkstæði í Port Louis, en hann hefur aldrei á ævinni hlustað á nokkurn mann. Etienne kom einu sinni aftur. Fín vinna. Lítið að gera. Svo fallegar vélar, svo hraðskreiðir bátar. Hann sagði mér að á aðeins þrem klukkutímum færu bátarnir þeirra héðan og til eyjarinnar þar sem þeir væru að koma sér fyrir. Litil nafnlaus eyja.” ’ „Heldur þú að eyjarnar séu í norður?” spurði Hank. „Meira til norðausturs. Og ég kem með ykkur,” sagði Noel. „Hann var faðir minn.” Þau fóru þrjú aftur til Hafgolunnar. Jan gat ekki hugsað um annað en Beau- vais gamla. Þegar þau komu í bátinn kleif hún um borð og fór beint i kojuna, hnipraði sig saman í myrkrinu og grét. Mennirnir tóku gúmbátinn um borð, undu upp segl og sigldu burt frá eyjunni. Jan heyrði þá tala saman í stýrishúsinu. 1 fjóra daga sigldi báturinn ákveðna stefnu, eins og dráttarhestur, sem plægir akur. Tilbreytingarleysið og spennan voru lamandi. Að morgni fimmta dags, þegar dökkur blettur sást við sjóndeildarhring- inn, starði Jan lengi á hann áður en hún spurði Hank, sem var viö stýrið, hvort hann sæi ekki eitthvað á stjórnborða. Hann kinkaði kolli og breytti um stefnu. Innan hálftíma sáu þau nokkuð stóra eyju, hún var láglend en öll vaxin pálmum, öðrum trjágróðri og runnum. Er þau nálguðust sigldu þau fram hjá nokkrum smáeyjum, sumar voru ekki SÖGULOK Þýð.: Emi! örn Kristjánsson nema kóralsker, sem sýndu hvar langt rifið lá I boga. Það tók ekki langan tíma að sigla kringum eyjaklasann en þar var ekkert að sjá. Varlega þræddu þau leiðina gegn- um rifið og þangað sem þau höfðu byrj- að. „Ég fer nú samt í land,” sagði Jan. „Þetta er líklegur varpstaður.” Þau vörpuðu akkeri og Hank bjóst til þess að taka gúmbátinn til en hrasaði næstum þvi. „Nei, ekki þú!” í ákafa greip hún í hönd hans til þess að stöðva hann. „Ég skal vekja Noel. Hann er búinn að sofa vel en þú ert úrvinda.” Hank skeytti þessu engu og beygði sig til þess að lyfta gúmbátnum fyrir borð- stokkinn. Tilfinning, einkennilega lík reiði, kom upp i henni þegar hún sá að hann var næstum of þreyttur til þess að geta lyft bátnum. „Viltu hlýðnast skipunum!” hrópaði hún. „Ég vil ekki að þú komir með.” Hann lét bátinn falla og fór niður, hann hrasaði í lúguopinu. „Það var kominn tími til þess að hann sofnaði,” sagði Noel þegar þau reru til eyjarinnar. Við liggjum við akkeri þar til hann hefur hvílst vel,” sagði Jan. „Hann vaknar ekki næstu klukkutímana.” Þau reru gegnum mjótt sund milli tveggja eyja og fyrir lítinn odda, á verði fyrir hverri vísbendingu um mannaferð- ir, en allt var kyrrt. Þau reru meðfram ströndinrii i tíu mínútur eða svo þegjandi áður en Jan uppgötvaði rót i sandinum aðeins lengra I burtu. „Skjaldbökuför! Noel, þarna!” „Förin liggja yfir á næsta sandblett,” sagði Noel og reri nær. Klettarnir byrgðu sýn á næstu sand- fjöru. Þau reru hratt fyrir það. „Snúðu við!” sagði Jan og tók andköf. Noel tók kröftuglega í aðra árina til þess að snúa gúmbátnum við. Það var rétt að þau sæju mennina í fjörunni. Málmhljóð, skothvellur og byssukúla smaug í gegnum aðra hlið gúmbátsins. Botninn linaðist og hliðarnar lögöust saman. Tveir menn hlupu niður fjöruna meðan Jan og Noel börðust við að losna úr linum gúmbátnum. Maðurinn með riffilinn kom rétt á eftir þeim og haföi byssuna tilbúna. „Komið í land,” hrópaði hann. „Hægt, hendur á hnakka.” Hinum megin við Alan, sem hélt á byssunni, var dráttarbátur dreginn upp á 19. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.