Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 46
DAUÐINN UR DJÚPINU sandinn og hreyfingarlaus skjaldbaka í reipum. Jan og Noel stönsuðu í flæðarmálinu. Hvorugt þeirra veitti neina mótspyrnu þegar mennirnir tveir ýttu þeim á undan sér og bundu þau með handleggina krosslagða yfir brjóstið. Mennirnir snreru sér aftur að skjald- bökunni til þess að festa reipi um hana. Þeir voru í síðum blýhúðuðum gúmmí- svuntum og með háa gúmmíhanska og fóru að öllu varlega. Þegar búið var að ganga frá böndun- um festu þeir þau i skut dráttarbátsins og ýttu honum á flot. „Upp í með ykkur,” Alan veifaði riffl- inum. „Hvar er báturinn ykkar?” spurði hann þegar dráttarbáturinn var kominn á ferð og dró á eftir sér þunga skjaldbök- una. Hvorugt þeirra svaraði og hann hló. „Engar áhyggjur. Við finnum hann. En fyrst fer ég með ykkur til Dubois.” Dubois starði á Jan án þess að mæla orð, síðan sneri hann sér að Alan. „Hvernig?” Hann hlustaði með áhuga á frásögn Alans og kinkaði við og við kolli. „Það sögðu allir að það hefðu verið maður og kona,” sagði Alan. „Nú virðumst við hafa náð þeim báðum.” „Hvað með bátinn?” spurði Dubois. „Sástu hann? Jæja, farðu nú, taktu Ralph og Etienne með þér. Finndu hann, farðu með hann á mikið dýpi og sökktu honum.” Hann leit á Jan. „Það furðar sig eng- inn á þvi þó að smábátur týnist á hafi úti og það spyrjist ekki frekar til áhafnar- innar. Farðu með þau upp eftir, Alan, og komdu þér svo af stað.” Meðan hinir mennirnir voru að losa dráttarreipin frá bátnum kom Steiger. „Aðeins ein? Það er gott. Ég held að þetta sé að taka enda.” Það marraði í vindunni þegar menn- irnir sneru henni. Jan og Noel gengu á undan Alan og Dubois kallaði: „Komdu með, Steiger.” „Ég kem. Aðeins hjartað og heilann og kannski lifrina,” kallaði hann yfir öxl sér til mannsins þegar hann gekk af stað. Inni í kofanum leit Jan á eitt andlitið af öðru meðan Alan batt hana við stól. Þegar Noel hafði einnig verið bund- inn niður fór Alan og skellti hurðinni á eftir sér. Hinir tveir stöldruðu aðeins við, órólegir. „Ég hef aldrei hitt eins þrjóska konu,” tautaði Dubois. Steiger brosti með sjálfum sér. „Bíðum eftir Gerald,” sagði hann. „Hann veit hvað á að gera. Við eigum hvort eð er ekki nóga olíu til brennslu. Hvað um að fá sér kaffisopa á meðan. Þegar dyrnar höfðu lokast leit Jan á Noel. Hann horfði í augu hennar en þau höfðu ekkert að segja. Hljóðið í bátnum, þegar hann sigldi út úr víkinni, fékk hana til þess að hugsa um Hank. Hún kyngdi. Alan hefði ekki mikið fyrir þvi að finna Hafgoluna og Hank var úrvinda af þreytu, hann svaf eins og rotaður selur. Skyldu þeir koma með hann hingað? hugsaöi hún köld af ótta. Eða skilja hann eftir í bátnum? Hún óskaði þess að hann vaknaði. Hún klemmdi aftur augun og óskaði þess að kraftaverk gerðist svo að hann gæti þó bjargað sjálfum sér að minnsta kosti. Undir kvöldið heyrði hún kröftugt vélarhljóð. Hún gat séð bátaskýlið og hluta af læginu i gegnum virnetshurðina. Stór bátur, sem hún hafði ekki séð áður, rann hægt í átt að bryggjunni og stansaði. Um leið og báturinn hafði verið festur var breið renna fest við skutinn og mennirnir byrjuðu að velta stórum málmtunnum niður hanaog upp í skúrana. Þá kom hún auga á Gerald þar sem hann stóð aftan til í bátnum og fylgdist með. Stuttu síðar gekk hann niður renn- una og hélt upp fjöruna. Þá kom Dubois I augsýn og gekk hratt á móti honum. Hún sá að Gerald leit til kofans meðan Dubois talaði við hann. Þeir gengu í átt til kofans, töluðu og böðuðu út höndunum. „Náðu í Steiger,” var það fyrsta sem hún heyrði Dubois segja. Noel leit upp. „Hlustaðu?” hvíslaði hann. Jan hélt niðri í sér andanum meðan vélarhljóðið hækkaði og starði út um hurðina. Nú sá hún dráttarbátinn. Alan stóð í stafni og hélt á reipi, annar maður hall- aði sér letilega að borðstokknum, meðan sá þriðji, með aðra höndina á mótorn- um, minnkaði hraðann og beindi bátn- um inn í bátaskýlið. Strax á eftir kom einn þeirra út með eitthvað i höndunum og hljóp í átt til skúranna. Steiger og Gerald komu til Dubois. „Tilbúnir?” spurði Gerald. „Það er best að fara með þau út úr búðunum,” sagði Steiger þegar þeir voru allir komnir inn. Gerald leit kuldalega á Jan en sneri sér síðan að Noel, án þess að segja orð, og byrjaði að leysa böndin sem héldu honum við stólinn. Hann var með flatt svart sliður á annarri mjöðminni. Dubois beygði sig yfir Jan og fór að fitla við hnútana. „Ég vildi að ég hefði aldrei hitt þig,” sagði hann illilega meira við sjálfan sig en hana. „Mér þykir þetta leitt en ég á ekki annarra kosta völ.” Hann leit snöggt upp. „Hvar er Alan? Er hann ekki ennþá kominn? Ég ætla að tala við hann áður en .. .” Hann opnaði dyrnar og gekk niður þrepin. Steiger gretti sig með viðbjóði. „Hann skelfur eins og gömul kerling. Mig undr- ar að hann skuli hafa getað haldið þess- ari starfsemi gangandi.” „Hann er að sýna þeim,” hnussaði í Gerald, „hann er að sýna öllum að þeir vanmeta hann. „Þeim er svo mikið í mun að halda þessu leyndu að borgunin verður eins mikil og hann ætlast til.” Hann lauk við að leysa Jan. „Stattu upp,” skipaði hann. Hún stóð stirðlega upp. Steiger þreif Noel á fætur og þau eltu Dubois út úr kofanum. Þegar Jan gekk niður þrepin sá hún Alan koma út úr bátaskýlinu. Hann dró hattinn niður fyrir andlitið og gekk í átt til þeirra. Hann hélt á einhverju í annarri hendi — rifflinum sínum — og sveiflaði honum um leið og hann gekk. Nú átti það að gerast. Núna. Hank var dáinn. Hún starði á manninn sem nálgaðist þau, lömuð, nú fyrst trúði hún ^UXAi^ NANCI HELGASON SNJALLAR ELDHUSHUGMYNDIR Baunasúpur eru góflar, en til að gera þœr enn betri er snjallt afl hrœra vel i þeim með þeytispafla rótt éflur en þœr eru frambornar þvf þá er engin hœtta ð að þœr verfli of þykkar efla of þunnar. Það vill gjarnan brenna vifi þegar baunasúpur em annars vegar. Til afl gera matvöru eins og gervikartöfiustöppu, pönnu- kökur o.þ.h. bragðmeiri er snjallt rðfi afi bsata s.s. 2-3 matskeifium af þurrrjöma (eins og notaður er f kaffi) út f deigið efia annafl sem vifiá. Það er snjallt ráfl afl henda ekki tómum sultukrukkum. Því sðu þær hristar mefl heitu vatni þannig afl afgangurinn af sultunni blandist heita vatninu, mð nota þann vökva sem bragfl- bæti (sósu) út á margs konar eftirrðtti. Þafl er snjallt réfl afl safna saman sirópinu sem notað er sem niflursufluvökvi mefl margs konar nifiursufiuvöru. Hann má nefnilega nota sem hráefni f sósu ó engrferbrauð, kaffibraufl efia hnetubraufi svo eitthvafi sð nefnt Blandan: 2 bollar niflur sufiuvökvi, 1 matskeið smjör, 1 matskeifl sitrónusafi. Hitifl upp afl suflu. Gert afl þykkni mefl 2 matskeifium af hveiti. Notifi súra mjólk (gamla) í stafl nýmjólkur f gervikartöf lustöppu. Látifl afgangskartöflustöppu f vel smurt kökuform, stráið papriku og ostspæni yfir. Smyrjifl mefi smjöri. Bakifl f 1/2 klukkustund þar til kakan er orflin brún og bólgin. Hrísgrjón verfla bragfimeiri sáu þau soflin i floti af grænmeti. Þafi er hægt að búa til eftirrétt mefi þvi afl skera gamalt braufi niflur f teninga og hella yfir þá heitri mjólk sem blönduð hefur verið mefl sítrónusafa og sykri. Þegar brauflifl er orfiið vel gegn- sósa þá dýfifi þifl þvi ofan i eggjahræru og steikið þafl siðan f lítilsháttar oliu þar til báflar hliðar eru orfinar brúnar. Stráið sykri efla hunangi yfir ráttinn sem skal framborinn heitur. Þifl getið komist af mefl afl nota helmingi minna smjör þegar þifl blandifl það grænmeti mefl þvi að hita það áfiur. Við hitunina kemur smjörbragflk) sterkar i Ijós. Hellið ítölskum eða frönskum legi (dressing) yfir grænar baunir sem orfiifi hafa afgangs á mefian þær enn eru volgar. Geymifl þannig f fsskáp f 1 dag efla svo. Berifi fram kalt mefl lauk og tómötum. Þið skuluð setja saltið út í pottinn EFTIR afl þifl hafi sofiið þurrar baunir. Ef þifl setjifi þafl ÁÐUR þá verfla baunirnar harflar og suflan tekur lengri tima. Ef þifi erufl að skreyta margra laga köku, þá skuluð þið smeygja 2-3 spaghettistöngum á milli laga — þafl kemur f veg fyrir afi lögin renni til á meflan á skreytingu stendur. 46 Vikan 19. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.