Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 18
Hann leit allt í einu á úrið og stóð upp. „Afsakaðu, Luke, en ég lofaði móður Eleanor að fara með hana í þjóðgarðinn í dag. Hún er alveg vitlaus í að taka myndir af dýralífinu, síðan ég gaf henni myndavélina í afmælisgjöf.” „Já.” Luke stóð einnig upp „Ég verð að fara að koma mér aftur heim.” Don brosti. „Ég held ekki, að þú sleppir heim alveg strax, Elly bíður aðeins eftir aö við séum búnir að ræða saman. Hann brosti til Luke og gekk síðan inn i húsið. Luke tók handklæði upp af einum körfustólanna og gekk að barmi sund- laugarinnar. Hann beygði sig niður og bauð Eleanor hönd sina til að hjálpa henni upp úr lauginni. Hún hristi sitt, glansandi hár sitt, þegar hún var komin upp úr. Luke lagði handklæðið um herðar hennar. Hann elti hana, þar sem hún gekk hægt upp að veröndinni og horfði á hana fullur athygli. „Eru hugsanir þínar leyndarmál?” spurði hann. Hún sneri sér við og leit á hann. „Það get ég nú ekki sagt. Þú hefur bara verið eitthvað svo einkennilegur upp á síðkastið. Ég veit —” hún rétti fram höndina og stöðvaði hann. „Þú ert ekki búinn að ná þér eftir lát föður þíns, og það er enn stutt síðan. En það er líka eitthvað annað, er það ekki?” Hún beið í ofvæni. Hann skoðaði andlit hennar, að hálfu baðað sól og að hálfu i skugga. Einhvern veginn virtist það táknrænt fyrir tilfinningar hans til hennar. „Það er ég, er það ekki?” spurði hún lágt. Luke hreyfði sig vandræðalega. „Eleanor, ég er bara svo rótlaus sem stendur.” „Það er skiljanlegt. Þú ert líka þreytu- legur. Enginn missir föður sinn nema einu sinni. Hvernig svo sem —" „Faðir þinn lagði til, að ég færi í ferðalag,” sagði Luke allt í einu. Þetta virtist ekki vera henni undrunarefni. „Hvað viltu gera Luke?” Hann starði yfir fallegan garðinn, þar sem fuglarnir gengu um I vel hirtu grasinu. Umhverfis hann var allt það fallega og vel þekkta. Og við hlið hans stóð falleg kona — Eleanor Fallon. En hann varð aðeins enn órólegri. „Heyrðu nú, Luke.” Rödd hennar var hlýlegri núna. „Hvað er að?” Luke brosti og leit niður á hana. „í augnablikinu,” sagði hann, „er það freistingin, sem fólgin er í þvi að flatmaga hér í staðinn fyrir að fara heim og koma einhverju í verk.” Hann þrýsti hönd hennar. „Við sjáumst annað kvöld.” „Á ég að koma heim til þín?” spurði hún. Hann hristi höfuðið. „Nei, ég sæki þig hingað.” Þar sem hann ók heim á leið, gat hann ekki hætt að hugsa um ljóðlinurnar, sem Don Fallon hafði farið með: Ég kom til lands hinna látnu vona, sjá viðáttur þess skína. En bjarta vegi, þá ég áður gekk, sé ég hverfa og dvína.... LlJKE sat við gamalt skrifborð föður síns. Þegar hann opnaði skápa þess, sá hann raðirnar tvær af dag- bókunum, og undarleg sorg greip hann. Dagbækurnar voru þrjátíu talsins. í fyrstu hafði Luke ekki vitað, hvar hann átti að byrja. Að síðustu hafði hann þó ákveðið að byrja aftan frá, á dagbók síðasta árs. Til að hressa upp á minnið, fletti hann í gegnum síðurnar, sem fjölluðu um síðustu mánuði gamla mannsins. Að mestu leyti voru það þýðingarlitlar athugasemdir um hið daglega lif. En það sem vakti mestan áhuga Lukes, voru línurnar, sem oft rændu hann nætur- svefni. Nú, fremur en nokkru sinni áður, gerir sársaukinn vart við sig. Hann brennur í brjósti mér eins og hnifsblað. Ennþá, eftir öll þessi ár. í fyrstu hafði Luke álitið föður sinn eiga við líkamlegan sársauka. Nú vissi hann, að sársaukinn hafði verið innra rneð honum, sálrænar kvalir. En hvers vegna? Luke hélt áfram að lesa. Skriftin var smágerð og nákvæm. Hann kom að enn einni síðu, og líkami hans stirðnaði um leið og hann las það sem þar stóð: Sonur minn, Luke, er sonur, sem allir væru stoltir af að eiga, sérstaklega ég. Þó get ég ekki sýnt honum tilfinningar mínar. Við getum aldrei orðið nátengdir. Að vera nátengdur einhverjum, er að vera veikur fyrir, og guð einn veit, hve veikur ég hef verið fyrir. Hann mun Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðsiunni: Bíll: Sölutilkynníngar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðiðafgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. i i BIAOB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, simi 27022 ir. ISVlkan X9.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.