Vikan


Vikan - 10.05.1979, Side 62

Vikan - 10.05.1979, Side 62
PÓSTIRIW Hvers vegna í andsk...? Hæ Póstur! Við erum hér tvær stelpur, sem langar að spyrja tveggja spurninga. Við rákumst á Vikublað frá 15. febrúar, þar sem spurt er um heimilisfang og símanúmer Ruthar Reginalds, og því var ekki svarað. Hvers vegna í andskot- anum eruð þið að birta bréf, sem þið viljið ekki svara? Gætirþú þá sagt okkur, hvað pabbi hennar Ruthar og mamma heita? Er það rétt, að þau Agnetha og Björn í Abba séu skilin? Jæja, við vonum, að bréfið verði birt. Tveir æðisgengnir aðdáendur. Hvers vegna skyldi Pósturinn nú annars vera að birta bréfið ykkar? Sennilega í sama tilgangi og fyrir honum vakti með því að birta hitt bréfið, sem sé að reyna að gera ykkur ljóst að jafnvel poppstjörnur verða að fá að hafa einkalíf sitt í friði. Sama gildir um foreldra Ruthar Reginalds. Hvað ABBA-fólkið varðar veit Pósturinn lítið meira en þið, en dagblöðin hafa verið að birta fréttir af skilnaði þeirra hjóna undanfarið. Pennavinurinn týndist Kœri Póstur! Ég œtla að byrja á því að þakka Vikunni fyrir allt gamalt og gott. Ég œtla að biðja þig um hjálp, en ekki út af ástamálum, því það er ansi slæmt að þurfa að láta aðra ráða fram úr þeim málum fyrir sig, en þú hlýtur að vera ansi reyndur í því. En það er nú annað mál. Ég er búin að eiga marga pennavini og þar á meðal stúlku frá Kanada. Svo var ég að flytja á milli staða og glataði nafninu. Ég man fyrra nafnið og heimilisfangið, en man ekki eftirnafnið. Ekki getur þú, kæri Póstur, geflð mér upp nöfn á einhverjum dagblöðum þar, ef ég reyndi að skrifa út. Heldurðu, að það mundi ekki duga? Hún á heima í Prince Rupert, B.C., Canada. Ég þakka bara fyrirfram fyrir hjálpina, og ég vona, að þú getir hjálpað, en ég skal ekki biðja þig að lesa úr skriftinni eða segja mér, hvað ég er gömul, því ég er komin hátt á þrítugsaldur og er frek og illgjörn og sjálfselsk. Þá læt ég þetta nœgja. Kær kveðja. Rúna Satt að segja hefði Pósturinn nú bara reynt að senda henni bréf án eftirnafnsins, fyrst þú hefur heimilisfangið hennar í höndunum. Gangi það ekki væri reynandi að hafa samband við kanadísku aðalræðismanns- skrifstofuna, Skúlagötu 20. Að vísu baðstu ekki Póstinn að lesa úr skriftinni neitt annað en þú lýsir svo fagurlega sjálf, en það væri samt freistandi að bæta því við, að þú ættir að hafa meiri reglu á hlutunum, því þér hætti til að týna hinu og þessu. . . „... en ég hef ekki áhuga" Hæ! Áður en romsan kemur, vil ég þakka allt gamalt og gott efni í Vikunni, til dæmis myndasögurnar Skugga, Gissur og Andrés önd. Þannig er mál með vexti, að éger 15 ára og þekki mjög vel mann, sem er 26 ára, og við skulum kalla hann X. Við X erum ágœtir vinir, en það er verst, að hann er alltaf að spyrja mig, hvort ég vilji vera með sér, en ég hef ekki áhuga, og ég veit ekki, hvað ég á að gera til þess að losna við hann. Ég les alltaf Póstinn í Vikunni, en ég hef ekki fundið neitt, sem ég gæti notað gegn honum. Elsku Póstur, ég vona, að þú geflr mér einhver ráð. Ég tek fram, að ég er hrifln af strák, sem er einu ári eldri en ég, en éger 15 ára. Ein í vanda. Þakka þér kærlega góð orð um þetta elsta efni Vikunnar sem virðist sígilt ef marka má af vinsældunum. Það ætti ekki að verða þér erfitt að losna við frekari ágang frá þessum vini þínum, ef þú tekur það bara skýrt fram að þér finnist hann alveg hund- gamall miðað við þina jafn- aldra og hafir aðeins litið á hann sem góðan vin, frænda, afa eða eitthvað þess háttar. Ef allt annað bregst verður þú að Hann lætur eins og ég sé ekki til Kæri Póstur! Nú þarf ég svo sannarlega á ráðleggingum að halda. Ég er 19 ára og er með strák sem er ári eldri en ég. Hann er alltaf mjög góður við mig þegar við erum ein en ef vinir hans eða einhverjir aðrir sjá til kemur hann fram við mig eins og ég vœri ekki til. Stundum förum við saman í partý og þá talar hann aldrei við mig og lætur eins og hann sjái mig ekki. Það hefur líka komið fyrir, ef ég hef farið á snyrtinguna, að hann er farinn ásamt vinum sínum þegar ég kem til baka. Þetta hefur gerst oftar en einu sinni og mér flnnst hann vera að sýna mér lítilsvirðingu með þessu. Hann vill alls ekki segja mér hvers vegna hann gerir þetta, heldur hlær bara. Heldur þú að hann sé að reyna að losna við mig? Kœri Póstur, segðu bara eitthvað því ég er alveg að falla saman út af þessu ogflnnst að allir séu að gera grín að mér. Með fyrirfram þökk. Ein sár og vond Það er engin furða að þú sért niðurdregin og finnist allt ganga þér í móti, því framkoma drengsins er vægast sagt leiðinleg. Hins vegar þarf alls ekki að vera að hann ætli sér að losna við þig. Ástæðan fyrir þessari hegðun hans gæti verið að honum finnist hann þurfa að gera sig að meiri manni í augum kunningjanna. Þú segir að þetta komi einungis fyrir þegar aðrir sjá til og það bendir frekar til að þá sé þetta aðalorsökin. Hann langar til að sýna kunningjunum að hann sé nú ekki aldeilis bundinn einhverri stelpu og geri bara það sem honum sýnist. Þetta getur orðið mjög erfitt viðureignar og líklega er það eina sem þú getur gert að reyna að ræða málið við hann. Segðu honum þá jafnframt að ef þetta komi fyrir aftur farir þú ekkert með honum í partý framar. Ef það jafnar sig ekki með tímanum og drengurinn áttar sig ekki áttu varla nokkurn kost á að breyta þessu nema segja honum upp. Þú hefur varla mikið að missa, ef þetta gengur svona áfram, og hann hefur ekki annað en gott af því að vita að það eru fleiri fiskar í sjónum en hann sjálfur. verða öskureið og sýna honum svo ekki verði um villst að þér mislíki þetta stórlega. 62 Vlkan 19* tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.