Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 14
TlJNGLIÐ varpaði birtu sinni yf- ir villtan gróðurinn, þegar Luke Owen sveigði jeppanum inn á afleggjarann. Dekkin ýlfruðu í nóttinni, þar sem hann ók af greiðfærum aðalveginum og inn á torfæruslóðina, sem lá að búgarði föður hans. Munnur hans var eins og beint strik, og aðeins ein hugsun komst að i huga hans: Láttu ekki föður minn deyja, áður en ég kemst til hans. Jeppinn hristist og skókst á ójöfnum troðningnum. Luke bölvaði í hljóði. Hann gat ekki að því gert, en samviskan nagaði hann nú vegna þess að hann hafði í ríkum mæli notið sin í kokkteilboði Don Fallons, þar sem hann hafði haft fagurmótað andlit Eleanor Fallon svo nálægt sinu, þegar hann hafði verið sóttur í símann með hraði. Kareema, svarta bústýran, sem litið hafði eftir föður hans, hafði virst á barmi taugaáfalls. „Herra Luke, þú koma heim fljótt! Herra Enoch vera hræðilega veikur!” Hann greip ósjálfrátt fastar um stýrishjólið, þegar hann allt í einu kom að krappri beygju. Útlínur búgarðsins voru greinilegar I næturbirtunni, þar sem Luke ók með ofsahraða inn á einka- bilastæði Owens. Jeppinn stansaði svo snögglega, að mölin þeyttist undan dekkjunum. Joshua, garðyrkju- maðurinn, var þá þegar mættur við úti- dyr aðalbyggingarinnar. Luke hljóp orðalaust framhjá honum. Hann staðnæmdist við svefn- herbergisdyr föður síns. Síðan dró hann djúpt að sér andann og barði kurteislega að dyrum, áður en hann gekk inn. Kareema lá á hnjánum í síðum lit- ríkum bómullarkjól á geitarskinninu við rúm Enochs. Hún hélt þétt utan um hægri hönd hans með báðum sínum. Henni varð litið á Luke. „Herra Luke!" Luke færði sig hljóðlaust að hinni hlið föður ' síns. Kareema leit á hann skelkuðum augum. „Pabbi?” Rödd Lukes skalf. Andlit föður hans var öskugrátt þar sem hann lá með lokuö, innfallin augu og höfuðið niðri i koddanum. Varir hans voru litlausar, og andardráttur hans kom i sársaukafullum rykkjum. LuKE þreifaði eftir vinstri hendi föður síns. Hún virtist litil og veikburða. Á sínum yngri árum hafði Enoch Owen verið kolanámumaður, risi að vexti, harðleitur, sterkur og grófur. Nú, þegar hann hafði dvalist I þrjátíu og fimm ár langt frá heimaslóðum sínum i Wales, undir eilifri birtu hitabeltissólar Afríku, virtist hann svo óumræðilega litill. Og yfir þvert nef hans var ör frá námuárunum. Það líktist blárri tattóveringu. „Ertu búin að hringja í dr. McHendry?" hvíslaði Luke. Kareema kinkaði kolli og tár glitruðu á svörtum glansandi kinnum hennar. Ný framhaldssaga eftír Ma/co/m Wif/iams Pílagrímsferð til fortíóar- „Læknir koma fljótt, herra Luke, en ekki nógu fljótt.” Luke kinkaði kolli. „Allt í lagi, Kareema. En hvað gerðist?” „Ég las fyrir hann ljóð....” hún hristi höfuðið undrandi, „eins og herra Enoch vill að ég geri.... þá lokar hann augunum, hann er veikur — svona.” Luke fann allt í einu til með henni. Kareema hafði verið trygg bústýra. Enoch hafði tekið hana til sín, eftir að öll fjölskylda hennar hafði verið myrt og hún staðið ein eftir. Á margan hátt virtist slíkt góðverk af hálfu hins harða Enochs Owens harla ótrúlegt. Hann hafði byggt upp búgarðinn í þessu hrjóstruga, villta landi, með svita í augum og járnharðri þrjósku. Og að lokum hafði honum tekist þetta ætlunarverk sitt. Luke vissi betur en nokkur annar, hvaða kröfur slíkt verk gerði til mannsins. innar Tilfinningar þær, sem Enoch hafði sýnt Kareemu, voru einstæðar. Þar sem Luke var móðurlaus, hafði hann kynnst fjölda þjónustukvenna. Hann bar virðingu fyrir föður sínum, en óttaðist hann einnig. Þeir höfðu sjaldan sýnt hvor öðrum neina tilfinningasemi. En framkoma föður hans við Kareemu var öll önnur. Eftir að gamli maðurinn varð rúmfastur, hafði ljóðalesturjnn orðið að fastri reglu. Luke beygði sig yftr rúmið. „Pabbi.” Þurrar varir föður hans bærðust, en ekkert hljóð kom. Luke starði hjálpar- vana niður á manninn, sem um allt héraðið hafði vakið lotningu fólks vegna hugrekkis sins og styrks. Allt í einu fann hann heit tár brenna í augum sér. Hann sleppti hendi föður sins og sneri sér við, um leið og hann heyrði vélarhljóð fyrir utan húsið. Hann beið óþolinmóður á veröndinni, þegar dr. McHendry stökk út úr bílnum. Læknirinn var harla ólíkur sjálfum sér, þar sem hann nálgaðist þarna klæddur safarijakka utan yftr náttfötin. 14 Vikan 19. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.