Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 39
hún li mann grfpa um háis móður •innar. Hún faldi sig f þvottakörfu og siapp, an hún glaymdi aldrei andlfti morðingjans ... veit það núna, að mamma var vændiskona og að hún veitti aðeins heldri mönnum þjónustu sina. En þá hafði ég enga hugmynd um það, við höfðum það gott, áttum næga peninga, og mamma brýndi oft fyrir mér, að ég mætti aldrei tala um þessar undarlegu heimsóknir, sem hún fékk. Þetta kvöld vaknaði ég við það, að mamma talaði hátt við einhvem. Ég læddist að svefnherbergisdyrunum hennar og sá, að hjá henni stóð hár maður. Hún var hálfnakin, og þau rifust um peninga. Ég sá andlit hans jafn greinilega og ég horfi á yður núna. Hann tók fast utan um háls hennar og sagði: — Þú skalt aldrei fá að lifa nógu lengi til að kjafta frá, bölvaður fjárkúgarinn þinn! Ég sá, að mamma hneig niður á gólfið og hann greip um úlnlið hennar. Hann þreifaði eftir púlsinum til að vera 'viss um, að hún væri dáin. Veronica sagði Moloney frá því, að hún hefði læðst til baka, inn í herbergið sitt, en hún skalf af hræðslu yfir því, sem hún hafði séð. Einnig var hún hrædd um, að maðurinn myndi leita í íbúðinni til að sjá, hvort fleira fólk væri þar. Þess vegna hljóp hún út á ganginn og faldi sig i stórri þvottakörfu, sem stóð þar. í gegnum smáar rifurnar á körfunni sá hún, að maðurinn kikti varlega í kringum sig, um leið og hann læddist út úr herberginu. Siðan smeygði hann sér út um útidyrnar og hraðaði sér burt. Hann notaði ekki lyftuna, heldur hljóp niður alla stigana. Þá fyrst vogaði barnið að hreyfa sig, og hún barði á dyrnar hjá nágrannakonunni, frú Ellen Veronica Kincaid var sex ára, þegar hún var vitni að því, að móðir hennar var myrt. Hún vissi, að hún myndi aldrei geta gleymt andlitinu á manninum, sem framdi verknaðinn. Tólf árum seinna sá hún manninn aftur og hafði samband við lögregluna ... Eftirfarandi grein segir frá einstæðri uppljóstrun í morðmáli. Griffin, og sagði henni frá því, sem gerst hafði. Frú Griffin flýtti sér að hringja í lögregluna, sem fann Gloriu Kincaid látna. Dánarorsök var kyrking. Amma og afi Veronicu tóku hana að sér, og hún fluttist heim til þeirra. Afi hennar dó 1951, og eftir það hafði hún búið ein með ömmu sinni. Veronica hafði einmitt lokið frásögn sinni, þegar síminn hringdi. Það var lögreglan í Jacksonville. Þeir höfðu fundið öll gögn um Kincaid-morðmálið. Það hafði verið afgreitt sem „óupplýst”. En það kom í ljós, að lögreglan hafði fundið greini- leg fingraför á ölglasi í svefn- herbergi hinnar myrtu. Fingraförin____________________ Morðdeildin í Jacksonville hafði leitað uppi marga af fyrr- verandi viðskiptavinum hinnar látnu, en enginn þeirra reyndist vera sá seki. Enginn þeirra átti fingraförin, sem höfðu fundist í svefnherbergi Gloriu, svo það var augljóst að þan hlutu að vera fingraför morðingjans. En nú hafði Moloney tekist að fá upp nafn og heimilisfang eiganda hins bláa Oldsmobile. Hann reyndist vera Maximilian Willock, 39 ára sölumaður, giftur og átti tvö börn og bjó í glæsilegu einbýlishúsi í norður- hluta borgarinnar. Hann var hvergi á lögregluskýrslum, svo hann virtist aldrei hafa gert neitt, sem braut i bága við lögin. Veronicu var ekið heim í lögreglubíl á sama tíma og Moloney og annar lögregluþjónn óku heim til Willocks. Hin aðlaðandi kona Willocks kom til dyra og hrópaði siðan á mann sinn. — Herra Willock, sagði Moloney. Því miður höfum við ákæru á hendur yður þess efnis, að þér hafið ekið um bæinn og reynt að lokka litlar telpur upp i bílinn til yðar. Ég er hræddur um, að þér verðið að koma til yfirheyrslu niður á lögreglustöð. Hafið þér nokkuð á móti því? Hneykslaður og gramur sór Willock allt slíkt af sér, en féllst á að fara með lögreglu- þjónunum á lögreglustöðina, þar sem honum var vísað til sætis fyrir framan skrifborð Moloneys. Þá fyrst fékk hann að vita, fyrir hvað hann var eiginlega ákærður. — Ég vildi ekki segja neitt í nærveru konu yðar, sagði Moloney. — Ef ákæran virðist byggð á fölskum forsendum, skal ég fara með yður heim og útskýra fyrir konu yðar, að ekkert sé hæft í þeim ásökunum, að þér hafið reynt að tæla litlar telpur. Það var einungis sagt til þess að sleppa við að segja sannleikann i áheyrn hennar. En áður en svo verður þurfum við að fá fingraför yðar. Síðan skal ég segja yður, af hverju þér eruð hér. Moloney, sem hafði feng- ið afrit af fingraförum morðingjans, sem fundist höfðu í svefnherberginu, útskýrði nú málið fyrir Willock og spurði hann, hvort hann hefði ein- hvern tíma þekkt konu að nafni 19. tbl. Vlkan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.