Vikan


Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 10.05.1979, Blaðsíða 25
maður, sagði hann. Frí við Miðjarðar- hafið undir pálmatrjám, hugsaðu þér — heitar nætur, seiðandi tónlist og... — Sei, sei, þú segir nokkuð... Og Vilborgu leist vel á hugmyndina. — Bara að ég gæti farið, sagði hún. En ég er búin að ráðstafa fríinu mínu. Mágkona mín á von á tvíburum i næsta mánuði og ég hefi dregist á að gæta frænda míns meðan hún liggur á fæöingadeildinni. — Bjáninn þinn, sagði Hólmgeir, af hverju stakkstu ekki upp á helgarfríi í staðinn. Til Parísar eða Rómar, þið hefðuð getað tekið fáeina daga af sumar- fríinu aðauki. — Ég þoli ekki flugferðir, sagði ég aulalega og fann að Hólmgeiri ofbauð rolugangurinn í mér. — Nú skaltu taka eftir . . . hóf hann máls og svo sagði hann mér frá þessum stað hér. Fögrum vogi við sænsku ströndina, afbragðs hóteli í friðsælu og fögru umhverfi, frábærum kokki og fullkomnum vínkjallara. Þarna var ekkert sem gat truflað dvölina, annað en smábátahöfn í mátulegri fjarlægð. Vilborg var ekkert sérlega spennt til að byrja með. — Þú átt sannarlega skilið einhverja tilbreytingu fyrst þú ætlar að fórna sumarfríinu og vera barnfóstra. Ég reyndi að tala um fyrir henni og forðast að vera ágengur. — Ég er sannfærður um að bróðir þinn er mér sammála um að þú eigir það skilið. — Þú segir nokkuð, sagði hún loksins. Ég slæ til. Ég á reyndar tvo daga inni af fríi siðan í fyrra. Mig langaði mest að reka upp stríös- öskur og sveifla mér í ljósakrónunni, en stillti mig og brosti bara mínu blíðasta. Og svo pantaði ég herbergin og mælti svo fyrir um, að okkur yrði búinn hinn besti kvöldverður, þegar við kæmum á föstudagskvöldið. Þegar Vilborg fór heim um hádegið til að láta niður farangurinn, sýndist mér hún eftir- væntingarfull. Ég var því alveg undr- andi þegar ég kom til að sækja hana og hitti hana njðurdregna og dapra í forstofunni þar sem hún sat á töskunni sinni og andspænis henni sat lítill drengur á annarri tösku. — Símon, sagði Vilborg. Þetta er Tommi! IÐ litum hvor á annan tortryggnin uppmáluð. Hann virtist sjö-átta ára. Stillilegt upplit hans verkaði satt best að segja ekki sannfær- andi á mig. — Humm, það var og, sagði ég og reyndi að vera hlýlegur. — Hann er frændi minn — þú veist. Hann kom fyrir fimm mínútum síðan. Nú var ég að byrja að skilja. — Já, þessi sem þú átt að passa í næsta mánuði. Hún kinkaði kolli. — Já, nema það er núna sem ég á að gæta hans. Tvíbur- arnir voru ekki á því að bíða lengur. Mér þykir það leitt, Símon, en það getur ekkert orðið af helgarferöinni okkar. Ég hallaði mér þunglega upp að dyra- stafnum. Hugsa sér alla þessa fyrirhöfn til einskis! — Getur enginn tekið hann að sér yfir helgina? Bara þessa fáu daga? — Því miður. Eina manneskjan sem kemur til greina fótbraut sig. Hún datt á blautu þvottahúsgólfinu, þegar hún var að þvo fyrir mágkonu mína. — Og mamma æpti, skaut Tommi inn í. Pabbi segir að það sé því að kenna, að tvíburarnir koma of snemma. Skiljið þið það? — Þeir hefðu getað beðið framyfir helgi, tautaði ég afundinn. — Mér þykir það afar leitt, Símon, endurtók Vilborg. Ég sá að hún meinti það sem hún sagði. Vonbrigðin í rödd hennar leyndu sér ekki. — Já, en getum við ekki tekið Tomma með? Orð mín höfðu sannarlega áhrif. Vilborg þaut upp um hálsinn á mér. — Ó, Símon. Meinarðu það í alvöru? Á þessu augnabliki hefði ég getað með glöðu geði boðið heilum tug af frændum hennar með okkur. Ilmurinn úr hári hennar og hlýr vanginn við minn æstu heitar tilfinningar mínar í hennar garð. Það var fyrst á leiðinni yfir sundið, sem ég fór að iðrast göfugmennskunnar. — Ertu vinur Villu? spuröi Tommi sem riðlaðist á sófabakinu á bak við mig. Pabbi segir að vinur Villu sé svalur kvennabósi, mér finnst þú ekki þannig. Vilborg sat við hliðina á mér og skalf af innibyrgðum hlátri. — Ég vona að þú sért upp með þér, þetta átti að vera hól... — Svoleiðis, — já auðvitað, sagði ég og reyndi að brosa út í annað. Þú hefur ekki sagt mér að þú værir kölluð Villa. Ég kann vel við það. Mér fannst gælunafnið hæfa henni betur en hið virðulega Vilborgarnafn. Það var hálffráhrindandi. Villa, það minnti á stelpukrakka með tíkarspena og freknóttan nebba. ÓTELIÐ var eins og Hólmgeir hafði lofað. Virðulegt og stóð í fögrum stórum garði. Stígur lá niður að ströndinni gegnum vel hirtan skrúðgarðinn. Ég átti hálfpartinn von á að Tommi yrði andaktugur innan um flottheitin. En hann þrammaði bara um gangana, eins og heima hjá sér og virtist ekkert undrandi. Þegar ég spurði eftir aukaherbergi, leit afgreiðslumaðurinn á mig hálfhneyksl- aður. — Þvi miður, allt löngu full- bókað. En eftir lágvært hviskur hans og hótelstjórans bak við afgreiðsluborðið, kom í ljós að eitt herbergi hafði verið afpantað. — En það er tveggja manna herbergi! — Getum við ekki skipt öðru eins manns herberginu og tekið það, sagði ég hikandi. — Jú, ég vil gjarnan vera í herbergi með þér, Símon, sagði Tommi hátíðlega og skellti ferðatöskunni sinni ofan á ristina á mér. 1 einfeldni minni taldi ég að drengur á Tomma aldri, fengi sér mjólkurglas og nokkrar brauðsneiðar og svo beint í draumalandið og við Villa gætum svo notið máltíðarinnar í friði og ró. En mér skjátlaðist. Tommi var ekki svona. — Ég er glorsoltinn, sagði hann. Ég hefi ekkert fengið að borða i dag. Þess vegna var það, að lagt var á borð fyrir þrjá. Tommi var ekki matvandur. Þjónn- inn bætti aftur og aftur á diskinn hans. Ég var heillaður af Villu og reyndi að láta strákinn ekki pirra mig. Þó gat hann helst ekki þagnað og talaði með munninn fullan af mat, svo að erfitt var að greina orðin. Það var ekki fyrr en hann kom að eftirréttinum, að fór að draga af honum. Honum tókst ekki að klára. — Villa . . . ég . . . Villa! Vilborg var ekki lengi að sjá hvert stefndi. Hún stýrði stráksa gegnum salinn og þau rétt sluppu inn á snyrtinguna áður en slysið skeði. — Þú hefðir ekki átt að gefa honum kampavín, Símon, sagði hún síðar ásakandi. Þetta var þá mín sök allt saman! Ég varð að sitja á rúmstokknum hjá honum til miðnættis, tilbúinn með fötuna. Loks þegar uppköstin virtust liðin hjá var ég hættur að vera rómantískur. Vilborg bauðst til að sofa hjá drengnum og sagði að það stæði sér nær, en ég afþakkaði fórnfús. En ég iðraðist sáran þegar ég bylti mér síðar andvaka við hlið Tomma, sem braust um á hæl og hnakka, gnísti tönnum, hraut og talaði upp úr svefni alla nóttina. r G var rétt að festa blund, þegar gluggatjaldið var rifið til hliðar og sólin flæddi inn í herbergið. — Ég sé sjóinn, hrópaði Tommi himinlifandi. Þarna eru bátar á siglingu. Meira en hundrað. Getum við ekki fariö út að sigla, Símon? Ha, getum við það ekki, ha? Ég andvarpaði þungan. — Kannski, ef einhver ferð er héðan. Heyrðu karlinn, hvaö er klukkan eiginlega á þessum drottins degi? — Ég meina ekki svoleiðis siglingu. Bát með segli, það er svoleiðis sem ég meina. Hann þaut til min og rak armbands- úrið mitt upp að nefinu á mér. — Sko, hún er orðin sjö! Flýttu þér — við getum kannski pantað bát áður en við borðum morgunmatinn. Hvaö var ég búinn að þvæla mér út í. Ég stundi mæðulega. Klukkan sjö á laugardagsmorgni, það var þá vit! — Ég hefi ekki hugmynd um það hvernig á að sigla seglbát, Tommi. Ég myndi drekkja okkur. — Uss, það er enginn vandi, sagði Tommi. Maður á bara að draga upp seglin og snúa í rétta átt! — Svona komdu þér heldur í bað, sagði ég höstugur — áður en hann fengi fleiri flugur í kollinn. Hann glápti á mig. — Ég fór í bað í gær og auk þess verð ég strax skítugur aftur. Ég átti hálf bágt með að hlæja ekki þegar ég lét undan og sagði að hann skyldi þá þvo sér. Tíu sekúndum síðar stóð hann aftur frammi fyrir mér og sagðist vera búinn. — Hvað, ertu ekki kominn fram úr enn, sagði hann ergilegur. IL allrar hamingju barði Vilborg að dyrum eins og frelsandi engill. Hún var afskaplega aðlaðandi og virtist vel útsofin og hvild. Það sama varð varla sagt um mig. Ég dró andann sannarlega léttara, þegar það kom í ljós, að ekki var hægt að fá leigðan seglbát. Tommi varð að láta sér nægja róðrarbát. Honum fannst það auðvitað ómerkilegt samanborið við seglbát. En við sluppum nokkurn veginn frá þessu ævintýri. Tommi hékk vita- skuld allan tímann út yfir borðstokkinn og við vorum með lifið í lúkunum. Þegar viö komum aftur I land, ákváðum við að ganga rösklega nokkurn spöl, því það setti að okkur hroll. Tommi þurfti að spyrja um allt sem á vegi okkar varð og sífelldar spurningar hans þreyttu mig, enda tókst okkur Villu aldrei að ljúka nokkurri setningu okkar á milli. En svo þreyttist hann á okkur og hljóp I átt að klettaborg lengra fram- undan og hvarf þar á bak viö. Ég var búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki. Ég hafði því engin umsvif, heldur tók Villu I faðminn og eftir fyrsta kossinn var ég strax búinn að gleyma litla pottorminum. — Simon, mér þykir svo leitt að við skulum eyðileggja fríið þitt svona, hvíslaði Villa milli kossanna. — Eyðileggja . . . ummm, það get ég nú ekki sagt. — Þetta er a.m.k. ekki eins og þú hafðir hugsað þér... eða hvað? Ég brosti út í annað munnvikið. — Nei, satt að segja ekki. — En við eigum eftir að fara oftar í frí saman, Villa. Viö skulum fara hingað saman slðar, þegar Tommi er aftur I faðmi fjölskyldunnar. — Það væri dásamlegt, hvíslaði hún. Við vorum komin fyrir klettinn og fram- undan okkur lá ströndin auð svo langt sem séð varð. Vilborg sleit sig lausa og hrópaði upp yfir sig í skelfingu. — Tommi! Ó, Símon, við höfum alveg gleymt að líta eftir honum. Hvað í ósköpunum hefur orðið af drengnum? Við skimuðum I kringum okkur, hrópuðum og margkölluðum nafn drengsins, en án árangurs. 19. tbl. Vlkan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.