Vikan


Vikan - 19.07.1979, Side 10

Vikan - 19.07.1979, Side 10
Pétur Ottesen og BJöm Aflelsteinsson. taka þær trúanlegar þar sem það opnar meiri möguleika til lántöku á erlendum mörkuðum. Og Norðmenn komust í þá klípu að taka of mikið af lánum sem svo þurfti að borga af vexti og annað án þess að framleiðslan yrði sú sem búist var við. Uppbyggingin hefur verið ákaflega dýr, þó að kostnaður á ýmsu hafi farið lækkandi með hinni öru tækniþróun. Sem dæmi má nefna að árið 1974 notaði eitt ameriskt fyrirtæki jafnmikið fé í hönnun á einum palli og norskt fyrirtæki eyddi bæði í hönnun og byggingu á samskonar palli 1978-79. Fyrirtæki tengd þessum iðnaði fá lika mikinn skattafrádrátt á meðan það er að greiða niður stofnkostnað. Að því loknu gefur ríkiskassinn auðvitað engin grið. Að öllu athuguðu verður það ekki fyrr en í kringum 1980 sem búast má við að verulegur hagnaður taki að skila sér af olíunni. Norðmenn voru heldur ekki ginnkeyptir fyrir fljótteknum olíugróða og kærðu sig aldrei um að veita svo miklu fé inn í þjóðfélagið á skömmum tíma að um gjör- byltingu yrði að ræða. Samkvæmt útreikn- ingi þeirra þolir efnahagurinn ekki meiri olíuframleiðslu en 90 milljónir tonna á ári og þar settu þeir mörkin. Þeim er enn ekki náð. Árið 1978 náði framleiðslan 30 milljónum tonna og á árinu 1981 er gert ráð fyrir framleiðslu á 60 milljónum tonna á þeim svæðum sem þegar eru i notkun. í fyrra nam olíuút- flutningur Norðmanna 22 milljónum tonna, þeir framleiddu þá 4 sinnum meira en til eigin neyslu. í ár munu þeir framleiða 5 sinnum meira en eigin neyslu. Nú byggja Norðmenn lika allar framtíðarspár á mati eigin stofnana en ekki olíufélaganna. Ekkert land hefur sett fram jafn strangar kröfur um öryggisreglur og Norðmenn. Olíufélögin eru að vísu sjálf ábyrg fyrir því að þeim sé fylgt, en Norðmenn hafa mjög strangt eftirlit með þeim. Fyrirtækjum eru einnig sett ströng skilyrði um frágang og hreinsun á hafsbotni eftir að hætt er við boranir, og verða þau að leggja fram skriflegt vottorð frá köfurum. Er þetta gert til verndunar fiski- miða enda eiga boranirnar ekki að hafa nein áhrif á þau. Óbeinn hagnaður Þó að framleiðslan hafi þannig ekki orðið jafnmikil í tölum og búist var við hafa Norðmenn mikinn óbeinan hagnað af olíunni. Hún hefur fleytt þeim í gegnum orkukreppuna og komið i veg fyrir atvinnu- leysi. Einnig ná þeir miklu inn í sköttum. Ef tekinn er sem dæmi olíubærinn sjálfur, Stavanger, hafa skattatekjur hans aukist um rúmar 4 milljónir norskra króna á sl. 10 árum, en á þeim tíma er olíuævintýrið hófst blöstu miklir erfiðleikar og atvinnu- leysi við þessum bæ. Olían í Norðursjó hefur ekki aðeins skapað mikla og arðbæra atvinnu á hafi úti heldur líka í landi. Eftir að skipasmíðar drógust saman hafa Norðmenn nýtt skipa- smíðastöðvar sínar til smiða á borpöllum og öðrum tækjum í sambandi við olíuna, og hefur olían þannig forðað mörgum af þessum stöðvum frá gjaldþroti og lokun. Norðmenn eru og þegar farnir að selja hluta af þessari framleiðslu sinni til annarra landa og lönd sem eru nýgræðingar í olíu- Þórhallur Fr. Guflmundsson ásamt eiginkonu ssmi, Hercfei Páisdóttur, og þremur dætnsn, Björgu, Svövu og Dóru. Egil Bergsager, forstöflumaflur rannsóknar- deildar Oliustofnunarinnar. Ame K. Lervik, jarflefllisfræflingur. vinnslu sækjast eftir að taka sér öryggis- reglur þeirra til fyrirmyndar. Þeir hafa líka lagt áherslu á að nota olíuna í þágu efnaiðnaðar, t.d. nota þeir nú olíu í plastframleiðslu. Allt er þetta auðvitað óbeinn hagnaður sem ekki verður svo auðveldlega reiknaður í tölum. lO Vlkan 29. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.