Vikan


Vikan - 19.07.1979, Side 13

Vikan - 19.07.1979, Side 13
r Pétur: Ég hef þá trú að sá tími komi að olía verði unnin á íslenska landgrunninu. Vegna hinna erfiðu aðstæðna verður sennilega borað frá fljótandi pöllum og öllu stjórnað frá hafsbotni nema sjálfri borun- inni. Sé rekís á leiðinni þarf þá ekki annað en að taka upp borstengurnar og keyra pallana í burtu. Síðan er hægt að koma þeim aftur fyrir á nákvæmlega sama stað og halda áfram. Ef Islendingar ætla að halda því fram að þetta skaði fiskimiðin ættu þeir að líta á þær rannsóknir er Norðmenn gerðu í vor á fiskimiðum í Norðursjó. Þar kom í ljós að nú er að byggjast upp stór og sterkur fiski- stofn í kringum borpallana. 1 kringum þá reyndist 90% meira af fiski en annars staðar í Norðursjó. Frá hótalpallinum á Ekofisksvæðinú. herbergi og stjórnarherbergi. Á þakinu er þyrluþilfar og biðstofa fyrir farþega. Nú eru konur orðnar algengur starfskraftur á borpöllum í Norðursjó, en þær starfa aðallega sem hjúkrunarkonur, ritarar og við önnur þjónustustörf. Philipsfyrir- tækið hefur verið ásakað fyrir að vera tregt til að ráða til sín konur, en blaðafulltrúi þeirra fullyrti að það væri aðeins vegna þess að enn væru híbýli ekki þannig hönnuð að þau væru ætluð báðum kynjun- um. — En þetta stendur allt til þóta, sagði hann. — Konum í okkar þjónustu fjölgar stöðugt eða eftir því sem aðstæður leyfa. Sem dæmi um álit hins almenna borgara í Stavanger um áhrif olíunnar á bæjarlífið leitaði blaðamaður Vikunnar til Magne Nesvik starfsmanns KFUM: „Hilton" hótelið á Ekofisksvæóinu Hótelpallurinn á Ekofisksvæðinu jrar sem Philips starfrækir olíuvinnslu er einhver dýrasta „hótelbygging” sem um getur, en heildarkostnaður á henni var um 600 milljónir norskra króna. Enda kallar starfs- fólkið þetta sín á milli „Hilton” hótelið. Þarna eru 106 tveggja manna herbergi með sérbaði. I borðstofunni geta rúmlega 100 manns nærst í einu og einnig eru sér- stök hvildarherbergi og kaffistofur. Til að stytta sér stundir hefur starfsfólkið aðgang að bókasafni og lestrarsal, tveimur þægilegum setustofum, billiardherbergi, leikfimisal og kvikmyndasal. Einnig er þarna kapella til guðsþjónustu, sjúkra- herbergi, námskeiðsherbergi, fundar- — pao voru mogur ar nvao atvinnulit snerti í Stavanger er olían kom til sögunn- ar og ef litið er á alla þá uppbyggingu sem hún hafði í för með sér eru áhrif hennar tvímælalaust jákvæð. — En auðvitað er alltaf eitthvað sem má gagnrýna. T.d. hefðu margir bæjarbúar óskað að þetta hefði ekki gerst svona hratt. Þú mátt þó ekki skilja mig sem svo að Stavanger sé einhver Klondyke, það er langt í frá. Einnig hefði í upphafi átt að sjá um að þetta dreifðist á fleiri byggðarlög. Nú er nánast ógjörningur að breyta þessu eða fá eitthvert olíufélaganna til að skipta um aðsetursstað. — Við þetta hefur skapast mikill þrýst- ingur á Stavanger, sérstaklega hvað húsnæðismál snertir. Fasteignaverð hefur hækkað gífurlega og hinn almenni launþegi er alls ekki samkeppnisfær við olíufélögin með greiðslugetu á leigu. Þetta eru kannski augljósustu neikvæðu áhrifin. Þar sem lífskjör hafa batnað svo mjög á stuttum tíma hefur einstaklingurinn líka sjálfur lagt sitt af mörkum til að steypa sér út í hringiðu óhollrar samkeppni. Fólk vill ekki standa hallari fæti en nágranninn hvað lífsgæði og stöðutákn varðar og bindur sér því oft fjárhagslega bagga sem erfitt er að standa undir. Hér búa nú margir erlendir sérfræðingar 29. tbl. Vlkan 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.