Vikan


Vikan - 19.07.1979, Page 29

Vikan - 19.07.1979, Page 29
BJÖRN baðherbergisgluggann og leit sigrihrós- andi niður til hennar. — Nú stekk ég niður og opna fyrir þér. Yfir baðkerinu héngu sokkabuxur til þerris og þarna hékk eplagræni sloppur- inn hennar. Ilmur hennar lá í loftinu, það var bæði yndislegt og truflandi. I eldhúsinu sá hann kaffibollann hennar og i stofunni stóð vasi með túlípönum — og þarna hékk fallegi, grái pelsinn hennar i forstofunni. Honum hafði hún klæðst þegar hann hitti hana fyrst. Hjartað sló ört í brjósti hans, hann opnaði forstofuhurðina og hrópaði niður: — Núkem ég! Og vissulega gerði hann það. Á efsta þrepi skrikaði honum fótur og sentist niður tröppurnar næstum beint á hausinn. — Björn! Björn! — hvað er að gerast þarna? Svaraðu, i guðs bænum drengur, svaraðu! Eins og úr öðrum heimi heyrði hann högg hennar dynja á útihurðinni. Hann langaði til að fá hana til að hætta þessum þarsmíðum, höfuðið var að klofna og hræðilegar kvalir heltóku hann. En hann gat ekki staðið upp, fæturnir neituðu að hlýða. — Geturðu ekki reynt að opna, Björn? Hann vissi aldrei hvernig honum tókst að skríða að hurðinni og opna, hann vissi ekki af sér aftur fyrr en hann lá með höfuðið í skauti hennar. — Heldurðu að þú sért brotinn? Ó, að ég skyldi gleyma lyklunum. Þetta er allt mér aðkenna. Hún laut yfir hann og kyssti hann létt á vangann. Svo létt að hann fann það varla, en samt hvarf nú allur sársauki eins og dögg fyrir sólu. Þvílik endalok fyrir hetju! Hann hefði glaður látið lífið fyrir hana. En það leið bara yfir hann. Hann vissi ekki mikið af sér næstu klukkustundirnar, ýmist fannst honum hann vera I fanginu á Lisu eða i sófanum hjá frú Anderson. En þegar hann kom fyllilega til sjálfs sín lá hann í sófanum heima í dagstofunni þeirra og pabbi stóð álútur yfir honum. En hann fann ilminn hennar Lísu. Hún var þá þarna hjá honum. Hann heyrði ógreinilega raddir þeirra, ýmist langt frá eða nærri, háværar eins og þau héldu að hann væri heyrnarlaus. Ó, mig auman, hugsaði hann. — Ég held að hann sé óbrotinn, sagði rödd hennar. — Þetta er bara vægur heilahristing- ur, sagði rödd föður hans... — „Bara” — jú, takk. Þetta gat hann sagt, ekki vissi hann hvílíkar þjáningar hann leið... — Hann þarf bara að hvíla sig, þá jafnar hann sig strax. — Þetta var eingöngu mér að kenna, sagði rödd hennar og strauk létt um vanga hans. — Ég held að hann sofi, sagði faðir hans. Nú hita ég kaffi. Honum fannst kólna í kringum sig þegar fótatak þeirra fjarlægðist. Hann var ekki sofandi, en gat samt ekki opnað augun til að horfa á eftir henni. Svo heyrði hann bollaglamur framan úr eldhúsi og rödd hennar: — Leyfðu mér að gera þetta, eigum við ekki að fara með bakkann inn í stofu, svo að við getum verið hjá Birni þegar hann vaknar? Svó gat hann ekki heyrt orðaskil, regnið streymdi niður fyrir utan cluseann oe kaffivélin suðaöi, líklega hafði hann sofnað, því nú var rokkið í stofunni. Hann glaðvaknaði, þegar hann heyrði raddir þeirra rétt hjá sér. Eaðir hans sagði: — Það er eins og þessi stóll hafi beðið eftir því að einmitt þú kæmir og settist i hann. Og hún sagði: — Ég var búin að hugsa mér þetta heimili alveg eins og það er, það sést aðeins inn í stofuna úr eldhúsglugganum mínum — einu sinni gleymdir þú að slökkva á lampanum og það logaði ljós alla nóttina. Hann langaði ekki til að heyra meira. Hann lá hér eins og illa gerður hlutur — fölur og fár og algjörlega varnarlaus. Hann, sem var orðinn fullorðinn, nú voru þau að klæða hann aftur úr hamnum — nú var hann bara þessi sami gamli strákgepill, sem hann hafði þurft að dragnast með síðustu fimmtán árin og sjö mánuðina. Það var þá bara pabbi, sem skipti hana Lisu einhverju máli... — Mér sýndist hann vera að vakna, sagði Lísa. Hann vill kannski fá eitthvað að borða. Og rödd föður hans sagði: — Hafðu engar áhyggjur, ef hann Björn er svangur lætur hann svo sannarlega i sér heyra. Strákar á hans aldri éta eins og hross get ég sagt þér og þeir þegja ekki ef þá langar í bita. Björn kreisti augun fast aftur, hann fann hvernig tárin leituðu fram í augna- krókana. Hann ætlaði ekki að láta þau sjá sig gráta, menn á hans aldri grétu ekki. Lítið við hjá Vifía Þór HÁRSNYRTING VILLA ÞÓRS ARMULA 26 - REVKJAVIK PANTIÐ TIMA I SÍMA 34678 29. tbl. Vlkan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.