Vikan


Vikan - 19.07.1979, Side 45

Vikan - 19.07.1979, Side 45
Svitastraumur rann niður eftir enni Nicks. Hann þerraði hann af með silki- klútnum. „Allt i lagi. Athugum bensíntankinn, Lilli,” sagði hann hás. Stóri maðurinn fór út úr bílnum. Honum hafði létt og nú teygði hann úr stórum stífum útlimum sínum. Skyrtan hans var klesst við líkamann, en spennan í andlitinu hafði dvínað. Hann glotti vandræðalega til Barböru. „Hvernig finnst yður að láta ræna yður?” sagði hann í glensi. „Dauft,” svaraði hún. Með votti af brosi hélt hún áfram: „Þér hefðuð átt að verða kappaksturs- maður, hr. Selkirk.” „Mig langaði til þess en þeir gátu ekki búið til bíl sem ég passaði i.” Þegar hann var búinn að athuga tank- inn aftur gekk hann varlega út að ganga- mynninu og leit út. Fætur Barböru líktust brauðfótum, þegar hún stóð upp í fyrsta sinn síðan hún fór að heiman, og fötin hennar voru rök. Hún strauk úr skyrtunni með fingurgómunum og sneri sér síðan að hárinu. Hún var að festa hárbandið þegar hún fann að Nick Dexter horfði á hana úr nokkurra metra fjarlægð. „Saknið þér þægindanna að heiman, frú Farson?” spurði hann. Hún var ekki viss um hvort hann ætlaði að vera móðgandi eða ekki svo að hún kaus að svara ekki spurningunni. „Lenda þeir,” spurði hún. Hún var sér skyndilega mjög meðvitandi um aðstæður. Nick reyndi að reikna stöðu þyrl- unnar eftir hljóðinu. Hann hristi höfuðið. „Þeir myndu ekki hætta á það,” sagði hann með áherslu. „Þar að auki þurfa þeir þess ekki í bráð. 1 því liggur okkar vandi.” Hún fylgdist með þegar hann benti eftir rykugum veginum. Skær birtan fékk hana til þess að píra augun. Hann virti hana vandlega fyrir sér og reyndi að sjá hana fyrir sér með eigin- manninum í einhverju hanastélsboðinu hjá ríkisstjórninni. Þessa stundina virtist hún mjög varnarlaus. „Hvers vegna starið þér, hr. Dexter?” Nick yppti öxlum og tók vindlingana upp úr vasanum. Hún afþakkaði og hann stakk pakkanum aftur í vasann. „Þér verðið að losa yður við þessi föt,” sagði hann. „Hvað!” „Frú Farson, í garðveislu væru þessi föt stórkostleg. Þér eruð hrífandi. En þangað sem við förum...” Lilli kom til þeirra. „Þyrlan flaug aftur í vestur, Nick. Hlýtur að vera á leið til aðalstöðvanna.” „Þá komum við okkur,” sagði Nick. „Viljið þér fara úr þessum fötum, frú Farson? Vinsamlegast!” Áður en hún gæti mótmælt hélt hann áfram: „Þér hafið gert eins og ég sagði við yður í símanum og komið með eitthvað meðfærilegt?” „Auðvitað, en —” „Allt i lagi, þér getið skipt um aftur í bílnum. Við erum nærri því eldsneytis- lausir og verið því reiðubúnar i göngu- ferð.” „Hr. Dexter!” Barbara Farson gerði uppreisn. „Þetta er ekki hersýning. Og ég tek ekki við skipunum frá yður. Auk þess yrði ég ánægð ef þér gætuð reynt að vera svolítið herralegri þann tíma sem við neyðumst til þess að vera í félagsskap hvors annars.” Rólegur horfði hann á hana frá hvirfli til ilja. Með hendur á mjöðmum var hún þrjóskan uppmáluð. „Ég hef aldrei talist vera mikill herra- maður, frú Farson. En þér skuluð gleyma því hvernig er að vera frúarleg. Þetta er ekki sú Afríka sem þér eruð vanar og það verða engir þjónar í þessu ferðalagi. Þér eruð í minni umsjá þar til ég skila yður heilli á húfi til eiginmanns yðar. En þangað til verðið þér að gera það sem ég segi yður að gera.” Hann snerist á hæli, tók farangur hennar út úr bílnum og lét hann detta á jörðina. „Veljið yður nokkrar nauðsynjar, frú Farson, en aðeins það sem þér getið borið í pokanum þarna.” „Yður til upplýsingar, þá er þetta snyrtitaska, hr. Dexter.” „Snyrting,” sagði hann glottandi, „er ekki beint það sem þetta ferðalag gengur útá.” Hann gekk að mynni ganganna til þess að líta á veginn. Lilli kinkaði hug- hreystandi kolli til Barböru. „Þetta er rétt hjá honum, frú Farson. Við erum í klemmu og það á eftir að þyngjast róðurinn. Þetta er yður fyrir bestu.” „Þurfið þér að hlaupa til i hvert skipti sem hann smellir fingrum, hr. Selkirk?” „Ég myndi fylgja honum til vítis, frú Farson,” sagði hann hreinskilnislega. „Ég á honum líf mitt að launa. Nick Dexter er með fimmtán þumlunga stórt ör eftir byssusting á brjóstinu, frú Farson. Það var norður-kóreanskur byssustingur ætlaður mér. Hefði Nick ekki stokkið ofan i rétta skotgröf á rétt- um tima væri ég dauður núna.” Hann gerði smá hlé á máli sínu. „Ég held að yður væri best að skipta núna.. ” Hún mótmælti ekki. En áður en hún fór að bílnum sneri hún sér að Lilla aftur. „Þér mynduð hafa gert það sama fyrir hann, hr. Selkirk. En þér eruð öðruvísi. Ég held að þér hafið ekki hvöt til þess. „Að drepa?” botnaði Lilli. „Já.” „Þangað til í morgun hafði Nick Dexter ekki skotið á neinn síðan í Biafra. Og trúið mér, Biafra veldur honum ennþá martröð.” „Biafra? En hvers vegna?” Lilla gafst ekki tóm til þess að svara. Nick kallaði til þeirra frá mynninu. „Lilli! Viljið þið flýta ykkur. Ég sé rykið.” Hann hljóp aftur til þeirra. Barbara Farson var þegar farin að fást við ferða- töskuna sína. Það var sjóðandi heitt aftur í Land- Rovernum þar sem Barbara valdi úr fötum sínum. Hún fór í gallabuxur, bómullarskyrtu og einu flatbotna skóna sem hún hafði tekið með sér í flýtinum þegar hún pakkaði niður. Hún hrökk við þegar hún leit í spegil- inn. Það var enn roði í andlitinu þar sem Nick hafði slegið hana. Meðan hún greiddi hárið heyrði hún málaliðana tala saman lágum rómi i nokkurri fjarlægð, en skyndilega urðu raddir þeirra hvassari eins og þeir væru i rifrildi. Hún stífnaði og reyndi að greina það sem þeir voru að segja. „Nei, Lilli, nei. . sagði Dexter ákafur. „Þetta er brjálæði! Annaðhvort höldum við saman eða við sitjum hér einfaldlega og bíðum þess að við séum hirt upp.” „Nick! Talaðu af viti, maður!” Rödd stóra mannsins lækkaði strax, eins og hann vildi ekki láta heyrast í sér. Nick Dexter greip hvað eftir annað æstur fram í fyrir honum. „Ég veit að við erum með konu með okkur, en við losnum ekki við hana. Það er ábyrgðarhluti, en hún verður bara að fylgjast með okkur. Vegna hennar er Stef dáinn.” Hjarta Barböru sló hraðar. En reiðin minnkaði vegna þess hve sárt hana tók til Pólverjans. Þegar hún hafði hagrætt íii Kane Milli heims og helju Ný vasabrotsb6k frá Prenthúsinu á næsta blaúsölustad 29. tbl. Vlkan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.