Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 16

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 16
fVRIR Gf.ii SETJUM brautir & ^ gluggatjöld Ármúla 42 Símar: 83070 82340. Þegar þessar tvær vikur voru liðnar gerði þjónninn sér erindi inn til baróns- ins. Baróninn fann að honum lá eitthvað þungt á hjarta. Þjónninn hafði einu sinni kvartað undan Crescenz, sem hann kallaði með fyrirlitningu „Tyróla-frenj una”, en baróninn hafði ekki viljað sinna kvörtunum hans og verið snöggur upp á lagið, þegar þjónninn slakk upp á þvi að hann segði henni upp. 1 það skiptið hafði þjónninn látið sig, hneigt sig hógværlega og farið, en nú ætlaði hann ekki að gefa sig. Hann var næstum vandræðalegur á svip og stamaði, að baróninn mætti ekki hlæja að sér, en. . . ja, liann gat ekki tjáð sig fyllilega . . . en hann var hræddur við hana. Þessi' þögula. innhverfa kona var óþolandi og baróninn hafði sennilega ekki grun um hversu hættulega manneskju hann hefði í húsinu. Baróninum varð mikið um. Hvað átti hann við, hvað gaf hann eiginlega í skyn? Svo varð þjónninn rólegri, sagði að hann gæti ekki nefnt neitt ákveðið, en hann hefði það á tilfinningunni, að þessi manneskja væri villidýr — henni væri trúandi til að leggja hendur á fólk. 1 gær hefði hann t.d. snúið sér að henni til að gefa henni fyrirmæli, og þá hefði hann horfst i augu við hana — það var kannski ekki mikið mark takandi á augnaráði, en honum fannst hún horfa þannig á sig, að hana langaði mest til að rjúka á sig og kyrkja sig. Hann var svo hræddur við hana, að hann þorði ekki að snerta á matnum sem hún bjó til. „Baróninn veit ekki,” lauk hann máli sínu,” hve hættuleg hún er. Hún segir ekkert og hún gerir ekkert, en ég held að þessi manneskja geti myrt mann með köldu blóði." Baróninn starði skelfingu lostinn á þjóninn. Kannski hafði hann heyrt eitthvað? Kannski hafði einhver gefið eitthvað í skyn við hann? Hann var skjálfhentur og lagði frá sér vindilinn til að dylja það. En hann sá ekkert í svip gamla mannsins, sem gat gefið til kynna að hann grunaði eitthvað — nei, hann vissi ekkert. Baróninn hikaði. Svo tók hann ákvörðun og sagði: „Við verðum að bíða. En ef hún veldur þér óþægindum aftur, þá máttu segja henni upp fyrir mina hönd.” Þjónninn hneigði sig djúpt og barón- inum fannst þungu fargi af sér létt. Hvert sinn. sem hann var minntur á þessa óhuggulegu ófreskju, lagðist skelfingin yfir hann eins og mara. Nú ætlaði þjónninn að frelsa hann frá henni. Best væri ef það gerðist þegar hann væri að heiman, hugsaði hann, um jólin t.d. Tilhugsunin um að losna við hana var honum hugsvölun. Já, það hentaði vel um jólin, ákvað hann með sjálfum sér, þegar ég verð að heiman. En strax næsta dag, þegar hann var kominn inn i herbergið sitt eftir morgun- verð, var barið að dyrum. Annars hugar leit hann upp frá blaðinu og kallaði: „Kom inn.” Um leið opnaðist hurðin og inn drattaðist þessi hataða mannvera, þungum skrefum, skrefum sem fylgdu honum í vöku og svefni. Hann kipptist við. Hún var eins og draugur, gráfölt andlitið og skinin beinin minntu á beina- grind. Vottur af meðaumkun bland- aðist andúð hans og ógeði á henni, þegar hún stansaði hrædd, auðmjúk og um- komulaus frammi við dyr. Til að dylja vandræði sín reyndi hann að 'tala til hennar i vingjarnlegum og léttum tón. „Jæja, Crescenz, hvað var það?” spurði hann. En honum tókst ekki að gæða rödd sína gæsku, hún var fráhrindandi og hvöss. Crescenzhreyfðisigekki. Hún starði niður fyrir fætur sér. Loksins sagði hún: „Þjónninn hefur sagt mér að fara. Hann segir að húsbóndinn hafi fyrirskipað það." Orðin hrutu eins og högl. Baróninn stóð upp, honum varð illa við. Hann hafði ekki átt von á þessu strax. Hann stamaði og reyndi að tala rólega til hennar. Þetta var nú ekki meint bókstaflega, en hún varð að reyna að láta sér semja vel við starfsfólkið. Hann reyndi að segja eitt og annað til að bliðka hana. En Crescenz stóð grafkyrr og starði niður í gólfið. Hún leit aldrei upp, tók ekki eftir vingjarnlegum orðum hans, beið bara þrjósk eftir einu orði, sem ekki kom. Og þegar hann þagnaði, uppgefinn og hálfargur yfir að þurfa að standa og dekstra svona þjónustustúlkuna, stóð hún enn jafn þver og þögul. Svo sagði hún heiftuglega: „Ég vil bara vita hvort baróninn sjálfur hefur gefið Antoni fyrirmæli um aðsegja mér upp?” Hún varpaði þessu fram, reiðilega og af hörku. Baróninn mátti ekki við þessu. Var hún að hóta honum? Vogaði hún sér að storka honum? Allt í einu var öll meðauntkvun og ragmennska horfin út í veður og vind. Óvildin og viðbjóðurinn sem hafði þjakað hann blossaði upp með auknum þunga, nú þráði hann að ljúka þessu af. Hann sneri blaðinu við. Með kuldalegri, embættismannslegri röddu, sem hann hafði lært að beita í ráðu- neytinu, játaði hann að það væri reyndar rétt, hann hefði gefið þjóninum frjálsar hendur hér í húsinu. Hann vildi henni bara vel sjálfur og skyldi reyna að fá þjóninn til að draga uppsögnina til baka.En ef hún héldi uppteknum hætti. að sýna þjóninum fjandskap, ja — þá yrði hann þvi ntiðuraðsegja henni upp. Hann ætlaði ekki að láta hana hræða sig og meðan hann sagði siðustu orðin horfði hann fast á þessa voluðu mann- veru, sem hann bjóst við hinu versta af. En hann hrökk í kút. Augu hennar minntu á hundelt dýr, í þeim speglaðist örvæntingarfullt vonleysi og djúp sorg. „Takk..tautaði hún. „Ég skal fara. .. ég skal ekki kvelja herrann lengur.” Og hægt, án þess að snúa sér við, drattaðist hún til dyra. Um kvöldið þegar baróninn kom heim frá óperunni og greip póst dagsins á skrif- borðinu, rak hann hendurnar i eitthvað hart. Hann kveikti ljósið og kom þá auga á klossað tréskrín. Það var ekki læst. Allir smáhlutirnir, sem hann hafði gefið Crescenz. láu snyrtilega í skrininu, nokkrar myndir úr veiði- ferðum, tveir leikhúsmiðar, silfurhring- ur og auk þess búnt af peningaseðlum og á milli þeirra mynd, tekin fyrir tuttugu árum í Týról, blossinn hafði greinilega gert henni illt við, þvi að augu hennar voru angistarfull og galopin. Alveg eins og fyrir nokkrum tímum, þegar hún talaði við hann. Baróninn var gjörsamlega ráðvilltur, hann lagði skrinið til hliðar og fór fram til að spyrja þjóninn, hvað þessir hlutir væru að gera á skrifborðinu hans. Þjónninn bauðst samstundis til að sækja sinn erkifjanda til yfirheyrslu. En Crescenz var hvergi að finna, hvorki i eldhúsi eða neinsstaðar annars staðar í vistarverum hússins. Það var ekki fyrr en næsta dag, þegar lögreglan tilkynnti að kona um fertugt hefði framið sjálfs- morð með því að stökkva af brúnni í Dóná, að þeini varð Ijóst hvert Leporella hafði farið. Endir. 16 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.