Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 31
Þó að fyrstu frægðarspor Donnu Summer séu stigin i Þýskalandi er hún borin og barnfædd í Bandaríkjunum. nánar tiltekið í Boston þann 31. desember 1948. Faðir hennar var slátr- ari en móðirin kennslukona. Það var þröngt í búi á uppvaxtarárum Donnu enda átti hún alls sjö systkini. Strax í æsku var Donna hrifin af söng og sú persóna sem hafði einna mest áhrif á hana var gospel-söngkonan Mahalia Jackson. Donna vildi líkjast henni og byrjaði 6 ára göntul að syngja í kirkjukór. 10 ára gömul var hún farin að hlaupa í skarðið ef einsöngvari veiktist. Eftir skólanám sitt fór Donna Summer til New York, því hún hafði heyrt að það væri verið að leita eftir söngfólki fyrir söngleikinn Hair. Hún fékk ekkert hlutverk í New York en svissneskur umboðsmaður réð hana til að leika í Hair í Þýskalandi og var frumsýningin í Múnchen. Hún ferðaðist víða um í Þýskalandi því Hair var sýnt þar i öllum stór- borgum. Þar kynntist hún lika manni sínum, leikaranum Helmut Sommers. Þau skildu eftir stuttan tíma. Donna hélt þó tvennu til ntinningar um hjóna- bandið. listamannsnafninu Summer og 5 ára dóttur þeirra hjóna, Mirni. í Múnchen hitti Donna líka plötu- útgefandann Giorgio Moroder. Hann gerði samning við hana og fyrsta plata hennar, Hostage, seldist eins og heitar lummur, sérstaklega í Hollandi. Það var á þessum árum sem Þórir Baldursson vann fyrir Donnu Summer og útsetti lög hennar. Næst kom plata sem átti eftir að slá öll met og festa Donnu Summer í sessi sem súperstjörnu, þ.e. Love to love you. Síðan er eins og allt sem Donna kemur nálægt verði að gulli, nýjasta plata hennar Bad Girls varð metsöluplata og ekki má gleyma því að Donna var ein þeirra sem gáfu allan ágóða af einu laga sinna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 30.tw!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.