Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 36

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 36
Börn í þræla- vinnu Samkvæmt pappírum Sameinuðu þjóð- anna eru í dag yfir 50 milljónir barna um víða veröld ; þrælavinnu upp á hvern dag. Sú tala er líkast til varlega áætluð því að í mörgum löndum, og þá í þeim löndum sem barnaþrælkun er hvað mest, eru ekki til neinar tölur um þessa hluti þannig að barnaþrælarnir eru örugglega mun fleiri. Já, það er ótrúlegt fyrir íslendinga að hugsa sér að um 50 milljónir barna striti myrkranna á milli fyrir svo til ekki neitt — og það á barnaári! Fjögur af hverjum fimm þessara barna eru í Asíu. En það er ekki hægt að setja öll þessi börn í sama hóp því lífsskilyrði þeirra eru mismunandi. Það er t.d. ólíkt líf hjá bónda- barninu sem hjálpar föður sínum dags daglega eða þá barninu í Manilla á Filipps- eyjum sem er sent út á öskuhaugana á hverjum degi til að týna það frá sem mögu- lega er hægt að koma í verð. Og ekki er það sældarlífið hjá börnunum sem gert er að stunda vændi öðrum til ábata, en slikt mun útbreiddast í S-Ameríku og Tælandi. Svo eru þeir til sem segja að börnin hafi Manilla: Leitað i sorphaugi. Það getur verið mikið gagn að bömum. ánægju af því að byrja að vinna svona ung og verða fyrir bragðið tekin alvarlega I samfélagi þeirra fullorðnu fyrr en ella. En unt leið berast fregnirnar um stúlkurnar í Asíu og Afríku sem vinna allt að þvi 74 tíma á viku við það að vefa teppi. Yfirleitt er ekki verið að hafa fyrir því að borga þessum börnum neitt kaup sem heitið getur, og á hverjum degi standa þau frammi fyrir þeirri hættu að skaða sjálf sig bæði á sál og líkama. En það er ekki verið að fárast yfir þvi — nóg er til af börnum. Manilla á Filippseyjum Börn í Manilla hafa sérstök forréttindi sem opinber yfirvöld hafa veitt þeim. Þau felast í því að börnum er frjálst að leita eins og þau vilja í sorphaugum borgarinnar og koma því í verð sem þau finna þar. í mörg ár hafa börnin í Manilla barist innbyrðis um réttinn til að fá að leita í sorp- haugunum og gengið á ýmsu eins og nærri má geta. Þar kom þó að yfirvöld útdeildu ákveðnum degi í viku hverri fyrir hvert hverfi í borginni og er öllu friðsamara í Manilla eftiren áður. Það eina jákvæða við starf þetta er að börnin hafa þó eitthvað upp úr krafsinu — allt upp í 800 kr. ísl. á dag, en það er í mörgum tilvikum meira fé en foreldrarnir fá fyrir skrifstofu- eða verksmiðjuvinnu. Þar sem lítið er um vatnslagnir i Manilla hafa börnin þann möguleika að hafa ofan í sig og á með vatnsburði og verða þá að rogast með 10 kg vatnsfötur langar leiðir. Oft slá þau saman og koma sér upp vagni á hjólum sem þau síðan draga í sameiningu, hlaðinn vatnsfötum, heim til viðskipta- vinanna. Fötluð börn hafa þann starfa að selja kerti og happdrættismiða á götum úti. 36 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.