Vikan


Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 26.07.1979, Blaðsíða 29
—O? Og ENN KOM Annabella með nýjan vin i heimsókn. Frú Bennet var ósköp kvíðin. Hún tók varla eftir andliti hans, því hann var klæddur gallabuxum sem voru útataðar i málningarslettum og skyrtubol með litskrúðugri mynd af Mikka Mús á bringunni. Þetta var sannarlega tilbreyting. Hann var öðru- vísi en þau hin, ekki eins og yfirlætis- legur, grá augun hlýleg og röddin stillt og djúp. Annabella og hann höfðu verið í mót- mælagöngu og hún var þreytt og köld. Hún hvarf upp á loft til að farp i heitt bað og lét móður sina um að skemmta gestinum. Frú Bennet forðaðist eins og heitan eld að ræða um innanhússskreyt- ingar. Hann horfði á hana opinskátt og talaði við hana eins og jafnaldra. Þetta var tilbreyting. Það kom i Ijós, að Anna- bella hafði sagt honum eitt og annað um þeirra hagi, en þó ekki allt. T.d. hafði hún leynt hann þvi, að faðir hennar hefði yfirgefið þær. En frú Bennet sá ekki ástæðu til að leyna þessum einfalda sannleika og sagði honum allt af létta. Og þá sagði hann henni, að báðir foreldrar hans hefðu með stuttu millibili horfið úr lifi hans og bróður. Annabella kom nú ofan, heit og rjóð eftir baðið, klædd í gamla baðkápu. Hún var óánægðá svip. — Mamma, sagði hún ásakandi, hvað er þetta? — Það er baðsalt, svaraði móðir hennar, frú Johnson sendi mér þetta á afmælinu mínu. Baðsaltið var í glerstauk, formað eins og hundur i matrósafötum. Annabella stóð framan við arininn og skyndilega kastaði hún þessum litilfjörlega hlut inn í logana. Það kvað við hár brestur, þegar glasið splundraðist og brotin dreifðust út yfir blómsturmynstrað teppið. Það varð dauðaþögn. Frú Bennet kom ekki upp neinu orði, geðshræringin var að bera hana ofurliði. Hún fann tárin sviða bak við augnalokin. Henni sárnaði óskap- lega, ekki svo mjög að Annabella skyldi eyðileggja gjöf frá gamalli og góðri vinkonu hennar, heldur fremur sá fjand- skapur, sem hlaut að liggja að baki fram- komu dóttur hennar. Og þá talaði gestur þeirra. — Heimska, litla merkikerti, hvæsti hann að Önnubellu, ég hef alltaf haft grun um að þú værir kaldlynd og grunnfær, en nú held ég að þú sért nokkuð ennþá verra .... — Ég ... ég ... ó, mér datt ekki i hug að það myndi brotna, stamaði Anna- bella, ég hélt að þetta væri úr plasti. Mér þykir þetta leitt. — Eins og það skipti þá einhverju. urraði vinurinn. Hann sat á hækjum sér og tindi upp stærstu glerbrotin á gólf- teppinu. Þú og þínir líkar. . . þið haldið, að þið ein hafið á réttu að standa .... — Ég er ekki þannig, mótmælti Anna- bella gröm. — Jú vist ertu þannig. Þú og þessi makalausi grautarhaus, Pétur vinur þinn. Þið eruð svo sannfærð um að ykkar góði smekkur henti öllum og reynið að þröngva öðrum til að fara að ykkar ráðum. Ég gef skit í ykkar góða smekk. Móðir þin veit hvað henni finnst fallegast og hún veit hvernig á að höndla hamingjuna. Það er meira en þér mun nokkurn tima takast. F A RU Bennet var steinhissa á þessari óvæntu ræðu. Annabella var að bresta i grát og riddarinn var svo æstur, að hann skar sig djúpt í fingurinn á gler- broti. En frú Bennet sá að nú yrði hún að taka málin i sínar hendur. Hún gekk rösklega til verks, safnaði síðustu gler- brotunum saman, sagði Önnubellu að fara fram í eldhús og hita vatn i te og fór svo sjálf með gestinn upp til að búa um sárið. Frú Bennet hreinsaði sárið vandlega og bjó um það. Svo leit hún upp i andlit géstsins og inn i grá augu hans. Henni féll vel við hann. Hann er heiðarlegur piltur, hugsaði hún, heilbrigður. rétt- sýnn piltur. Það yrði sannarlega Önnu- bellu til góðs. ef þau yrðu einhvem tíma eitthvað meira en vinir. Annabélla var heldur niðurlút. þegar hún færði þeim teið eftir að þau komu aftur niður. Hún hafði greinilega grátið og var ennþá með ekka. Frú Bennet gekk strax til hennar og faðmaði hana að sér. ... og nú er Stína vinkona komin með kvef! — Fyrirgefðu, mamma, mér þykir þetta svo leitt, muldraði hún. — Skaðinn er skeður, sagði frú Bennet, við skulum drekka teið og gleyma þessu. — Rikarður hefur á réttu að standa, sagði Annabella, ég er afskiptasöm og ráðrik. — Það er rétt. en reyndu að losna við þessa ókosti ef við eigum að vinna saman. vinkona. sagði hann. Hún hafði ekki heyrt neinn segja „vinkona” á þennan hátt við Önnubellu, og hún hafði ekki heldur séð hana svona friðsama áður. Þessi ókunni piltur hafði greinilega sterk áhrif á hana. Hún leit upp og dáðist að skrautlegu litunum á bolnum hans. — Mikið er þessi græni litur sætur, sagði hún, svona skær og hreinn. — Já. það finnst mér lika. það var aðallega hann sem ég féll fyrir þegar ég valdi bolinn. Og svo brostu þau breitt til hvors annars fullkomlega sammála. Milli þeirra rikti djúpur skilningur. Afftí útileguna og útilífíd Póstsendum Útigrill Grilláhöld Grillkol Mjög vandaðir VEIÐIJAKKAR Létt göngutjöld 2ja, 3ja og 4ra manna frá KÆLIBOX 25 lítra, kr. 7500 Útllíf GLÆSIBÆ Sími 30350 30. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.