Vikan


Vikan - 26.07.1979, Side 31

Vikan - 26.07.1979, Side 31
Þó að fyrstu frægðarspor Donnu Summer séu stigin i Þýskalandi er hún borin og barnfædd í Bandaríkjunum. nánar tiltekið í Boston þann 31. desember 1948. Faðir hennar var slátr- ari en móðirin kennslukona. Það var þröngt í búi á uppvaxtarárum Donnu enda átti hún alls sjö systkini. Strax í æsku var Donna hrifin af söng og sú persóna sem hafði einna mest áhrif á hana var gospel-söngkonan Mahalia Jackson. Donna vildi líkjast henni og byrjaði 6 ára göntul að syngja í kirkjukór. 10 ára gömul var hún farin að hlaupa í skarðið ef einsöngvari veiktist. Eftir skólanám sitt fór Donna Summer til New York, því hún hafði heyrt að það væri verið að leita eftir söngfólki fyrir söngleikinn Hair. Hún fékk ekkert hlutverk í New York en svissneskur umboðsmaður réð hana til að leika í Hair í Þýskalandi og var frumsýningin í Múnchen. Hún ferðaðist víða um í Þýskalandi því Hair var sýnt þar i öllum stór- borgum. Þar kynntist hún lika manni sínum, leikaranum Helmut Sommers. Þau skildu eftir stuttan tíma. Donna hélt þó tvennu til ntinningar um hjóna- bandið. listamannsnafninu Summer og 5 ára dóttur þeirra hjóna, Mirni. í Múnchen hitti Donna líka plötu- útgefandann Giorgio Moroder. Hann gerði samning við hana og fyrsta plata hennar, Hostage, seldist eins og heitar lummur, sérstaklega í Hollandi. Það var á þessum árum sem Þórir Baldursson vann fyrir Donnu Summer og útsetti lög hennar. Næst kom plata sem átti eftir að slá öll met og festa Donnu Summer í sessi sem súperstjörnu, þ.e. Love to love you. Síðan er eins og allt sem Donna kemur nálægt verði að gulli, nýjasta plata hennar Bad Girls varð metsöluplata og ekki má gleyma því að Donna var ein þeirra sem gáfu allan ágóða af einu laga sinna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 30.tw!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.