Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 3

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 3
KRISTNIHALD UNDIR HEIMAKLETTI: „Það eru alttaf sömu þættir sem valda g/eði og sorg" mikill tími presta fer í það að tala á milli hjóna og reyna að afstýra hjónaskilnuðum. Svo er messað hvern helgan dag og ég nota mest kvöldin og næturnar í það að skrifa predikanir.” Vandi predikarans „Vandi predikarans er að túlka fagnaðarerindið inn í samtímann og gera það raun- hæft,” segir Kjartan þegar hann er spurður að því hvort hann þurfi að hafa staðhætti í huga þegar hann skrifar ræður sínar. „Það er sama hvar maður hittir mann, það eru sömu þættirnir sem valda gleði og sorg og í þeim efnum eru Vestmannaeyjar engin undantekning. Ungum presti getur verið hollt að glugga í gamlar og góðar predikanir, en þær eru margar til, og þó hann noti þær ekki óbreyttar þá getur hann endursagt lungann úr þeim með sínum orðum, trúr þeim gömlu sannindum að góð vísa sé aldrei of oft kveðin — og það sama á við um góða predikun.” — Kirkjusókn? „Við eigum afskaplega fallega og góða kirkju hér í Eyjum, sem á 200 ára afmæli á næsta ári, og á öllum stórhátíðum má segja að fullt sé út að dyrum. Við almennar messur fer fjöldinn sjaldnast niður fyrir 130 manns. Það er athyglisvert að kirkju- sækjendur eru upp til hópa gamalt fólk eða þá unglingar. Það er eins og það vanti alla árganga sem nú eru á milli þrítugs og fimmtugs — um ástæðuna skal ég ekkert segja. Við undirbúning fermingar- barna hef ég reynt eftir mætti að fæla þau ekki frá kirkjunni, bólusetja þau ekki gegn henni, Prestsdóttirin í Vestmannaeyjum ásamt föður sinum við skrifborðið þar sem predikanir eru færðar á blaö. heldur frekar gætt þess að þau eigi aðeins góðar minningar frá undirbúningnum og viti að þau geti leitað hingað aftur hvenær sem er — ef þau vilja og þurfa. Ég get ekki sagt að við, fulltrúar þjóðkirkjunnar, stöndum í einhverri samkeppni við sértrúarflokka, þó hér sé töluvert stór hópur hvítasunnu- manna sem mynda Betelsöfn- uðinn. Það hafa ekki orðið neinir árekstrar og við lifum hér í sátt og samlyndi. Það má geta þess að hér varð vakning þegar hópur ungs fólks úr Reykjavík, sem nefnir sig Ungt fólk með hlutverk, skaut rótum hér í Vestmannaeyjum. Þeim varð töluvert ágengt í boðun fagnaðarerindisins því nú hafa tugir ungmenna hér í Eyjum myndað hliðstæð samtök sem þau nefna Ungt fólk í Landa- kirkjusöfnuði. Við höfum átt góð samskipti og þetta unga fólk aðstoðar mig við sunnudaga- skólann. Nei, ég geng ekki í hempunni daglega, ekki einu sinni þegar ég geng frá heimili mínu og niður í kirkju til að messa. Ég læt mér nægja að hafa fataskipti þar niður frá og þykir alveg nóg. Svo má ekki gleyma þvi að við eigum alveg sérlega góðan kirkjukór sem syngur ágætlega og ekki er organistinn síðri. Hægur austan 12 Ég er sjálfur frá Siglufirði þó ég geti rakið aðra ætt mína hingað til Eyja, og mér finnst mannlífið hér ósköp áþekkt því sem þar var. Fólk hér er opið og auðvelt að kynnast því og veldur þar eflaust einhverju hversu mikið gegnumstreymi af fólki er hér. Mikið er um að aðkomufólk komi hingað í atvinnuleit og flestir túristar, sem til landsins koma, líta hér við dagstund eða svo. Það sem ég tel mestan ókost við eyjarnar er veðráttan sem að skaðlausu mætti vera betri. Hér er yfirleitt mjög hvasst og þegar rokið er hvað mest þá segja Vestmanneyingar hinir rólegustu: Hvað? Þetta er hægur austan 12, og þykir ekki mikið. En í slíkum vindi stend ég, auðmjúkur þjónn Drottins hér á þessum eyjum, ekki uppréttur....” EJ 39. tbl. Vikan 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.