Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 41
langa Linda Acaster Einu sinni hafði hún verið stúlka sem gat hlegið, stúlka sem elskaði og var elskuð. Skyndilega var því öllu lokið, dag nokkurn fyrir fjórum árum . . en á morgun myndi hún brosa aftur — ef hann væri þar, við ferðalokin. menn voru grunsamlega hljóðir i návist hins hvíta manns. Það var þegar byrjað að leysa hestana frá þegar majór kom að. Hann talaði við leiðangursstjórann og lét síðan ferða- fólkið um að koma sér fyrir. Eftir kvöldverðinn var rýmt til svo hægt væri að dansa. Tónlistin dró að sér marga af hermönnunum, sem annars myndu hafa verið í vínstofu kaupmann- anna, og þeir yngri ræddu um það hverjir þeirra ættu að bjóða upp stúlkunum sem svo óvænt voru mitt á meðal þeirra. Joseph Lockwood, fimmtán ára gamall, sá elsti af I.oekwood bræðr- unum, bauð Lauru feimnislega upp i dans. Hún þáði boðið tigulega og gekk léttilega yfir sandinn. Hún var ekki eins og hinar ungu konurnar. Laura Harris brosti ekki. Ef til vill var það vegna þess að hún var eldri í anda, eða vegna þess að hún beið þolinmóð eftir því að hennar stund rynni upp, eins og hún vissi að frið- samlegir indíánarnir biðu. Annar maður bauð henni upp í dans. Það var ungur liðsforingi, hreinlegur og iklæddur eina pressaða einkennis- búningnun sem hún hafði séð. Hann hneigði sig aðeins og rétti henni handlegginn kurteislega. Hún tók boðinu með sama tíguleika og áður, en núna brosti hún. En jafnvel þetta bros var falskt, falskt í virðingarskyni við stöðu hans. Hann myndi vita hvort upplýsingar hennar væru réttar. Hann myndi segja henni hvort hún hefði ferðast til einskis. Svo var ekki. Næsta dag var nóg að gera hjá ferða- mönnunum. Meðan konurnar þvoðu fötin, gerðu mennirnir við hjólin og endurnýjuðu matvælabirgðirnar, jafnvel þó verðið væri miklu hærra en nokkurn hefði órað fyrir. Laura Harris þreif vagn Lockwood feðga stafna á milli og stagaði í litla rifu sem komið hafði á strigann. Hver einasta pjatla var þvegin, straujuð og brotin saman. Það gat enginn sagt að hún hefði ekki sinnt skyldum sínum. Kvöldmaturinn sem hún eldaði fyrir þá var svo góður að þeir töluðu allir um það, meira að segja hann Danny litli, en þó ekki fyrr en einn af eldri bræðrum hans hafði hnippt í hann. Hún brosti til hans og í þetta sinn var brosið ekki falskt. Þegar dimmdi og börnin voru komin i rúmið, fór hún inn í vagninn til þess að klæðast fallega rauða kjólnum sem hún hafði keypt fyrir þetta tilefni, kjólnum sem liktist svo mjög þeim sem hún hafði klæðst fyrir löngu síðan. Hún stansaði fyrir utan dyrnar á vínstofu kaupmannanna og vafði ljós- blátt og gult sjalið þéttar yfir axlirnar. Samtalskliðurinn sem barst út um dyrnar var allur frá karlmönnum, engin kona sem virti mannorð sitt einhvers steig fæti inn fyrir þröskuldinn. Hún dró djúpt andann, gekk inn um dyrnar inn í reykfyllt herbergið og bar höfuðiðeins hátt og hún gat. Skvaldrið hljóðnaði undireins og eitt andartak heyrðist ekki hljóð utan þess þegar menn drógu stólana eftir gólfinu svo þeir sæju betur. í loftinu var ódaunn af áfengi, tóbaksreyk og svita og hún varð að taka á til þess að fitja ekki upp á nefið. Lágt blistur barst henni til eyrna og hún fann fyrir öllum þeim augum sem hvíldu á henni. Hægt gekk hún áfram og leit á hvert andlit sem ekki tilheyrði einkennisklæddum manni. Mörg þeirra voru úr vagnalestinni og hvert þeirra starði á hana á móti. „Ertu að leita að einhverju, ungfrú Harris?” spurði rödd innan við afgreiðsluborðið, sem var laus plata lögð á tvær tunnur. Hún hafði vonað að hr. Lockwood væri ekki þarna, hún hafði átt svo náið samneyti við hann og syni hans síðan þau höfðu haldið frá St. Joseph. Hún stillti hönd sína með því að draga sjalið nær hálsinum. „Ég leita að manni að nafni Cornel, hr. Lockwood. Ég held að hann sé kaupmaður hér.” Akfeitur maður með alskegg og snjáðan óhreinan hatt sneri sér við og spýtti um leið tóbakslegi i næsta spýtu- bakka. Það small i bakkanum I þögn- inni. Hann lét vinkönnuna fyrir framan sig og smellti saman vörunum. „Þaðer ég,” tilkynnti hann. Hópurinn sneri sér við i átt til konunnar og beið. Hún gekk hægt milli borðanna þar til hún stóð augliti til auglitis við hann. Hann hafði brett upp ermarnar á slitinni rauðri skyrtunni svo að sást I óhreina nærtreyjuna. Hann virti hana fyrir sér þar sem hún stóð fyrir framan hann, tók upp könnuna og fékk sér vænan sopa. Hann skellti könnunni á borðið. „Þekki ég yður, ungfrú?” „Ég iieiti Laura Harris og já, þér þekkið mig,” svaraði hún rólega. Hún var sjálf undrandi á orðum sinum. Þegar hún gekk yfir herbergið hafði hún barist við tilfinningar þær sem hún bar til þessa manns, tilfinningar sem hún hafði stöðugt haldið niðri siðastliðin fjögur ár. Núna þegar hún stóð fyrir framan hann í seilingarfjarlægð, þá fann hún ekki til neins og hún gladdist yfir því. Augu Cornels litu aftur upp eftir líkama hennar. „Ég hef legið með mörgum stúlkum um ævina.” Sumir mannanna hlógu, aðrir ekki. Hún fann ekki til neins. Núna var hennar stund runnin upp. „Þér láguð ekki með mér,” sagði hún. „Það gerðu Arapaho indíánarnir. Eftir að þeir höfðu ráðist á múldýralestina sem faðir minn Nei, hann er nú sofandi — er þaö eitthvað áríðandi? stjórnaði, sært hann og drepið tvo aðra — þér og hinir dróguð mig frá honum og bunduð mig á vagnhjól. Þegar faðir minn reyndi að stöðva ykkur börðuð þér hann til bana og skilduð mig eftir ásamt fullum vagni af vörum til þess að tefja fyrir þeim meðan þið lögðuð á flótta." Þögnin sem á eftir fylgdi var yfir- þyrmandi. Hún gat heyrt sinn eigin hjartslátt. Eftir þetta sem hún hafði nú sagt myndi enginn maður líta á hana framar, nema á sama hátt og þeir litu á vændiskonur. Lygunum var lokið. Sannleikurinn var kominn fram í dags- Ijósið. Þetta var raunveruleikinn. Hún mátti ekki brotna niður. Eftir alla þessa bið mátti hún ekki gráta. Cornel, sem hélt enn um vínkönnuna, japlaði á tóbakinu. „Þér segið nokkuð,” muldraði hann ósnortinn, en enginn hló. Undan sjali sínu dró hún fram Derringer smábyssu og miðaði á höfuð hans. Nú gerðist allt snögglega. Menn og stólar ultu allt i kringum hana. En Cornel yfirgaf ekki stólinn sinn. Augu hans stækkuðu af ótta, augu hennar urðu að rifum og fingur hennar herptust um gikkinn. Litla byssan kipptist til og hár hvellur heyrðist. Cornel féll aftur á bak úr stól sínum og lá hreyfingarlaus á gólfinu. Á þessu færi, færinu sem hún hafði svo oft æft sig á, gat hún ekki komist hjá því að hitta. „Ungfrú Harris,” sagði einhver lágt fyrir aftan hana. Hún sneri sér hægt við og leit á hr. Lockwood. Án þess að hugsa rétti hún honurn byssuna. Hún var ánægð, ekki með það sem hún hafði gert, heldur hvernig henni leið. Hún fann ekki til neinnar sigurgleði, ekki neins léttis. Hún fann ekki til neins. Rétt eins og ekkert af ftessu hefði gerst. „Vildir þú vera svo vænn að fylgja mér til majórsins?” spurði hún hljóðlega. „Vitanlega, ungfrú Harris." Hún tók um útréttan handlegg hans og saman gengu þau út úr reykmettuðu herberginu. Á tröppunum, sem nú voru fullar af forvitnu fólki sem dreif að, klappaði hr. Lockwood hlýlega á hönd hennar og brosti til hennar. Bros hans var ekki falskt og það var brosið sem hún sendi á móti ekki heldur. Endir Það er reynsla mín að það sé lífið sem sé langt og listin stutt... 39. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.