Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 62
POSTURM Tvær óvinsælar að austan Elsku Póstur minn! Viö erum hér tvœr sveitapíur og okkur langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Þannig er mál meö vexti að við erum búnar að vera hrifnar af tveimur strákum í eitt og hálft ár, en þeir líta ekki við okkur. Ekki segja okkur að bíða í nokkur ár. Við getum það ekki því að við erum að deyja úr ást. Jæja við vonum að bréfið lendi ekki í hinni frægu Helgu og sendum henni karamellu. Bæ, bæ. jvær óvinsælar píur að austan. 2575-1368 og 8431-9621 Ekki kemur Póstinum til hugar að segja ykkur að bíða í nokkur ár, miklu fremur að láta nú hendur standa fram úr ermum og — reyna við einhverja tvo aðra! Það er engin ástæða til að binda sig við einhverja áhuga- lausa ungherra þegar hópur annarra bíður á næsta götu- horni. Vonandi kemur heilræði Póstsins ekki svo seint að ótíma- bæran dauða ykkar hafi þegar borið að höndum! Svona annars í fyllstu alvöru, það er engin hætta á að þið verðið ekki hraustari og kappsfyllri með hverju nýju „ólæknandi og banvænu” ástarævintýri. Munið bara að taka ykkur sjálfar ekki allt of hátíðlega og njótið lífsins á meðan þið eruð enn ungar. Helga þakkar karamelluna og biður ykkur að senda næst eitthvað sem dregur ekki fyllingar úr tönnum og veldur hræðilegri tannpínu. Pcnnavinir Áslaug Gunnarsdóttir, Suöurgata 64, 220 Hafnarfirði. Ég er 15 ára Hafnfirö- ingur og langar til að komast í bréfa- samband við stráka á aldrinum 15-16 ára. Áhugamál eru margvísleg t.d. tón- list og að hanga seint úti á kvöldin. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. HÚSTJÖLD Glœsibœ—Sími 30350 Við foreldrarnir og eldri systkini hans . . . Kæri Póstur! Þó mér virðist sem þessi þáttur miðist yfirleitt við unglinga, langar mig til að koma með fyrirspurn, þó ekki væri nema til að vekja unglingana til umhugsunar um vandamálið. Yngsta barnið mitt er drengur á gagnfræðaskólaaldri. Eg hef miklar áhyggjur af honum, þar sem hann sýnir námi eða öðrum skyldum ekki nokkurn einasta áhuga. Hann vill heldur slæpast um með „klíkunni” eins og þau kalla sig, alla daga og öll kvöld. Eg myndi ef til vill sætta mig við þennan námsleiða, ef hann sýndi einhverju öðru áhuga, eins og íþróttum faðir hans var mikið í frjálsum íþróttum hér áður fyrr) eða einhverju öðru tómstundagamni. Þegar ég reyni að vekja máls á þessu, segirhann ruddalega að ég reyni ekkert að skilja hann og geri kröfur til hans sem hann ráði ekki við! Gallinn er að hann gerir engar kröfur til sín sjálfur og hefur engan metnað! Við foreldrar hans áttum bæði auðvelt með nám og eldri systkini hans hafa staðið sig með stakri prýði á sinni skólagöngu. En í staðinn fyrir að gera sér grein fyrir því, hvað nám hefur mikla þýðingu í lífinu, vill hann kasta öllu frá sér og byrja að æfa með hljómsveit! Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta bréf er, að ég held aðfleiri mæður sem eiga börn á svipuðum aldri, eigi I svipuðum erflðleikum og ég. Hvað er það sem gengur að þessari kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi? Hvernig halda þau að lífsbaráttan gangi fyrir sig? Með von um svör, ekki einungis frá þér, Póstur góður, heldur einnig frá öðrum unglingum sem flnnast þau mis- skilin. Eg vil nefnilega ekkertfrekar en að reyna að skilja. Ráðvillt móðir. P.S. Eg vil að lokum þakka marga góða þætti í Vikunni, hún er alltaf að verða betri og betri. Þótt ef til vill séu unglingar í meirihluta þeirra, sem Póstinum skrifa er það þó engin algild regla og í því efni engin ákvæði um aldur gildandi. Það er alltaf erfitt þegar barn svarar ekki þeim væntingum, sem foreldrar og aðrir ættingjar hafa til þess, en líklega er sonur þinn alveg fulikomlega eðlilegur unglingur, sem þarf aðeins að finna sitt eigið lífsform sjálfur. Láttu hann gera það sem hann langar sjálfan, því þetta er nú einu sinni hans líf, sem um er að ræða. Hann er ekki á gamals aldri ennþá og því nægur tími til stefnu. Það er aðeins ef um er að ræða mikla óreglu samfara því lífsformi, sem hann kýs sjálfur, sem þið ættuð að grípa inn í þróun mála. Nám hefur vissulega mikla þýðingu í lífinu, en það er fleira, sem talist getur nám og menntun en það sem fram fer innan veggja skólanna. Viðhorf hans til þeirra hluta getur líka breyst, ef hann finnur ekki lengur stöðugan þrýsting í þá átt frá fjöl- skyldunni. Ertu alveg viss um að hann geri engar kröfur til sjálfs sín og hafi engan metnað? Hvað segir hann sjálfur um hljómsveitina og allt sem henni fylgir? Hefur hann ef til vill meiri metnað á því sviði en ykkur hjónunum hefur til hugar komið? Og getur hann talist alveg laus við áhuga á öllu tómstundagamni, ef hann er orðinn fær um að ganga í hljómsveit? Þar hlýtur þó tónlist að vera megininntakið. Hugsaðu þig vel um, ef til vill hefur hann ekki fengið mikinn skilning, hvað þá stuðning, frá fjölskyldunni reyndu alls ekki að þrýsta honum út í nám eða íþróttaiðkun, aðeins vegna þess að faðir hans gerði það hér áður fyrr. 62 Vlkan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.