Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 34
STJÖRNUSPÁ llrúltirinn 2l.nnirs 20.jifiril Skipuleggdu tímann eins vel og þú getur þvi mikið annriki er fram undan. Allt er í sóman- um heim.i við, skapið með besta móti og því æturðu að njóta lil'sms áhyggjulaust. ViuliA 2l.-ipril 2i.niiii Hroki og kæruleysi er ekki besta aðferðin til að afla nýrra vina. Reyndu nú að vera eins og þu átt að þór, og fyrir alla muni gleymdu ekki að taka tillit til annarra. Ttibunirnir 22.m;»í 21.júni Rólegir tímar fara i hönd og þú nýtur lífsins í rikum mæli. Reyndar hefur þú átt við nokkra erfiðleika að striða undanfarið og átt því hvíldina fullkomlega skilið. kn'.bltinn 22. juui J.Vjúlí Vikan verður mjög viðburðarik og dugnaður þinn og áhugi er ódrepandi. Flest gengur sinn vanagang bæði heima fyrir og á vinnustað, en miklar likur cru á einhverju óvæntu um helgina. Eitthvað sem þú hafðir undirbúið fer á annan veg en ætlað var. En taktu það ekki nærri þér því vandinn leysist með timanum á óvæntan máta. Hafðu vakandi augu rneð öllu, sem gerist í kringum þig. Auknar líkur eru á þvi að þig hendi óvæntur gleði- atburður, sem gerir flest léttara en það hefði orðið. Varastu að gera þér of háar hugmyndir um vináttu og ást, þvi það gæti valdið þér sárum vonbrigðum seinna nieir. Um helgina skaltu njóta úliveru. Mikill lifsleiði hefur hrjáð þig undanfarið og hefur það haft slæm áhrif á framkomu þina gagnvart öðrum. Hresstu þig við og láttu Ijós þitt skina. Vinur þinn gerir þér ómetanlegan greiða. Virtu það við hann, því I raun og veru áttir þú þetta ekki skilið, þvi framkoma þin gagnvart honum hefur verið ámælisverð. Hvar sem þú ferð muntu vekja athygli og aðdáun fyrir dugnað og skemmtilega framkomu. Berðu höfuðið hátt þótt einhvern rógburð beri að eyrum þér, undir rótin er bara öfund. Vikan ntun byrja miður skemmtilega. Láttu það ekki á þig fá, þvi að seinni hluli vikunnar mun verða mjög ánægjulegur og hamingjusólin verður hátt á lofti. Undanfarið hefur þú haldið þig I einveru heima við með eigin hugsanir og heilabrot. Hresstu þig við og farðu út að skemmta þér, það gæti leitt af sér óvænta en ánægjulega atburði. Munið þið eftir því þegar rafmagnið fór af New York fyrir nokkrum árum og stórborgar- búarnir komust að því hversu háðir þeir i raun og veru voru rafmagninu? Eða getur það verið að atburður þessi sé sem betur fer gleymdur? Douggie McGregor frá Aberdeen gleym- ir honum aldrei — það er vist. Hann var staddur í stórborg- inni í viðskiptaerindum þegar 5 straumurinn fór af og sagan sem hann kann að segja af þvi er alls ;; ekki leiðinleg enda er hann ■ óspar á að segja hana hverjum j’ sem heyra vill á uppáhalds- kránni sinni, Ye Olde Hen. En látum hann um frásögnina. — Well, yes, gals and pals, ekki veit ég hvort þið hafið nokkru sinni búið á Hilton hóteli en slík hótel geta verið mjög stór og þar sem við Sandy McLeod og Hector McTavis bjuggum voru hvorki meira né ■ minna en hundrað og tvær hæðir. Við deildum eins manns herbergi á 88. hæð með góðu útsýni yfir Brooklynbrúna. Kvöldið sem hér verður til frá- I sagnar var líkt öðrum kvöldum, við vorum staddir á barnum í anddyri hótelsins og vorum ný- búnir að panta okkur viskí með þrem sogrörum og yfir þessu glasi ætluðum við að hanga það sem eftir lifði kvölds vegna þess að lífsins vatn er svo óheyrilega dýrt á þessum slóðum. Svo kom að því að barnum var lokað og við gengum í átt til lyftunnar og ætluðum upp á herbergið okkar. Við vorum ekki fyrr komnir inn í lyftuna en allt i einu .. . búms . . . öll ljós slokknuðu. Lyftudreng- urinn var snöggur að verða sér úti um kerti og maðurinn í mót- Itökunni fræddi okkur á því að rafmagnið hefði farið af hótelinu, og ekki nóg með það, rafmagnið hafði farið af allri borginni — að sjálfsögðu var lyftan ekki undanskilin þessu rafmagnsleysi. — Hver djöfu . . . umlaði Hector, hvernig komumst við þá uppá 88. hæð? — Notið tröppurnar herrar mínir! Við fengum allir lítinn kertis- stúf í hendur og gengum í átt að tröppunum. — Við slítum okkur upp að herðablöðum áður en við komumst hálfa leið, sagði Sandy. — Og hvað með skósólana? hvein í Hectori, sólning er dýr í dag. Við tylltum okkur niður í myrkrinu, fórum úr skóm og sokkum til þess að slita þeim ekki að óþörfu og snerum okkur síðan að því að klífa hótelið. Við hvíldum okkur í fyrsta sinn þegar við vorum komnir á 5. hæð og blésum duglega. — Ég kemst aldrei alla leið, stundi Hector, — 83 hæðir í viðbót. — Snúum við og fáum að sofa í anddyrinu á sófanum sem er þar, stakk ég upp á. — En hvað með herbergið sem við erum þegar búnir að borga fyrir, það er dýrt að nota það ekki, skaut Sandy inn í. — Við verðum að nota það, annað væri bruðl og þá gætum við eins hent peningunum út um gluggann. Hann fékk gæsahúð við tilhugsunina þannig að ég kom með nýja uppástungu. — Sjáið nú til félagar, sagði ég, við verðum bara að einbeita okkur að því að hugsa um eitthvað annað en þessar bölvuðu tröppur. Við verðum að sameinast um einhverjar aðrar hugsanir og þá verðum við komnir upp á 88. hæð áður en við vitum af. Ég sting upp á að við segjum hvorir öðrum sögur á leiðinni upp. Hector, þú ert ágætur í prakkarasögum þannig að þú segir okkur þær þangað til við erum komnir upp á 30. hæð. Þá tekur Sandy við og segir skotabrandara upp á 60. hæð en þar get ég tekið við með hryllingssögurnar mínar þar til takmarkinu er náð. Þetta féll í góðan jarðveg, Hector byrjaði strax á prakkara- 34 Vikan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.