Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 47
„Þú hittir allar manngeröir við bensíndælurnar?” skaut Firth að. „Það er satt," samsinnti Clark. Hann hafði rekið þessa stöð sína í tíu ár með hjálp fjölda pilta og konunnar sinnar. „Stundum undarlegar.” „Einhverjar lauslátar?” „Ö, já. Það er að segja ef maður getur dæmt eftir útlitinu. Flestar eru að flýta sér en sumar eru til í tuskið.” „Þetta er ekki rétti staðurinn til þess, er það?" „Nei.” „En þessi stúlka var ekki svoleiðis? Daðurgjöm?” spurði Firth. „Mjög viðkunnanleg stúlka. Heiðvirð stúlka,” sagði Clark ákveðinn. „Vel klædd en ekkert áberandi.” Hann var ekki ungur maður. Umsögn hans var líklega rétt, hugsaði Firth. „Gaf mér meira að segja þjórfé fyrir að líta á hjólbarðana. Tuttugu pence,” sagði Clark. „Flestir eru ekki að hafa fyrir því.” „Eg er viss um að þú lætur flesta um að gera það sjálfa, er það ekki?” sagði Firth. „Jú, reyndar,” sagði Clark, hann var að jafna sig eftir heimsóknina í líkhúsið og tókst að þvinga fram bros. „Ekki þó hinar fallegu.” Firth gladdist yfir þvi að Fiatbifreið Söndru King var þegar komin í rann- sókn, hann myndi láta þá athuga vara- dekkið og lyftuna sérstaklega vel. Vanalega leit Kate á blaðið meðan hún át hádegisverð sinn i flýti inni í eld- húsinu. En á þriðjudaginn kom hún ekki heim eftir að hafa verslað fyrir móður sina og sá það ekki fyrr en um kvöldið. 1 fyrstu gat hún alls ekki skilið hvers vegna stúlkan á myndinni virtist kunn- ugleg. „Lítil, blá Fiatbifreið hinnar látnu stóð fyrir utan fjölbýlishúsið alla helgina meðan lík lá ófundið,” las hún. Blár Fiat. Stúlkan með sprungna hjól- barðann. Bjalla frú Wilson hringdi en Kate hélt áfram að lesa, í annað sinn, fréttina og áskorunina á hvern þann sem hefði séð stúlkuna að gefa sig fram. „Talið er að henni hafi verið kyn- ferðislega misboðið,” stóð í blaðinu. Eins skýrt og myndin í blaðinu stóð nú andlit mannsins, sem hafði stansað til að hjálpa stúlkunni, fyrir hugskotssjón- um Kate. Brún augun sem var fremur stutt á milli, þykkt jarpt hárið og sjálf- umglatt brosið. Ef hún hefði ekki skilið þau ein eftir þá hefði þetta ekki gerst. Hún gat heyrt sinn eigin hjartslátt. Hann hlaut að hafa farið heim með henni og — en — nei, það gat'ekki verið. Jarphærði maðurinn hafði hjálpað henni að skipta um hjól, annað var það ekki. Hún hlaut að hafa hitt einhvern siðar. Maðurinn sem hjálp- aði henni myndi gefa sig fram þegar hann læsi hvað gerst hafði. Það var aðeins hræðileg tilviljun að Kate hafði séð stúlkuna og þennan mann með henni, það var allt. Móðir hennar hringdi aftur og Kate fór upp til þess að vera skömmuð fyrir seinagang. „Hvað er eiginlega að þér? Ert þú veik?” sagði frú Wilson, jafnvel hún tók eftir þvi hvað Kate var föl. „Ég er búin að hringja og hringja,” skrökvaði hún svo þvi hún hafði aðeins hringt tvisvar. „Mér liður dálítið illa,” sagði Kate, eins og satt var. Móður hennar langaði ekki til að heyra neitt um það. Það var kominn tími til að Kate hjálpaði henni að hátta og i náttkjólinn svo hún gæti farið í rúmið hvenær sem hún vildi þegar hún væri búin að snæða kvöldverð og horfa á sjónvarpið. Gamla konan gekk í átt að baðher- berginu meðan Kate fletti sundur gamal- dags legghlífunum og þykku sokkunum og hengdi upp hlýja hneppta kjólinn sem var svo auðvelt að bregða sér í. Síðan fór hún niður til að útbúa kvöldverðinn: Eggjaköku, spínat og kartöflur i kvöld ásamt perum í sýrópi í eftirmat. Sandra King fór ekki úr huga hennar meðan hún útbjó kvöldverðinn. Hún, Kate Wil- son, hafði séð látnu stúlkuna ásamt jarp- hærða manninum og það var skylda hennar að tilkynna það. Maðurinn var ekki morðinginn en þrátt fyrir það varð að segja lögreglunni frá honum ef svo færi að hann segði ekki til sin sjálfur. Þeir myndu þá hreinsa hann af öllum grun. Hann gæti verið tregur til, eins og hún, að flækja sér í málið og því, þó sak- laus væri, ekki segja neitt. Reyndar hljómaði þetta eins og eiginmaðurinn væri grunaður um að hafa framið glæp- inn. Hinar fáu staðreyndir sem getið var um runnu út og inn í huga Kate sam- timis hugleiðingum um hennar þátt í málinu. Hún ætlaði að hitta Richard og segja honum frá þessu. Hann myndi segja að þetta væri allt í lagi og hún þyrfti ekkert að aðhafast, það var það sem hún vildi heyra. Hún myndi bregða sér til hans þegar móðir hennar hefði lagt sig. Hún hafði aldrei komið þangað áður óboðin. En hvers vegna ætti hún ekki að gera það? Richard hlaut að vita undir eins að hún hlaut að hafa mikilvæga ástæðu til þess að koma og hann myndi finna þeim tækifæri til að vera ein, án Cynthiu, hún myndi láta sem hún kæmi vegna gervi- fótar hans gamla hr. Donkins. Hún hafði frétt það frá sjúkrahúsinu að þeir ætluðu að gera honum nýjan I dag. Það 25 LITRA KÆLIBOX Póstsendum Verö kr. 7.800.- 1 Glœsibœ—Sími 30350 „Geröu þaö sjálfur“ meö Porsa álkerfinu. « Hjólaborð, Borð í ófal geröum og atæröum • Skrifborð • Fiskabúr • Sjónvarpsborð • Hótalaraborð • Verslunarinnréttingar Nýborg i. ÁRMÚLA 23, SÍMI 82140. FUNA rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNADAR Rafhituna.rkatlar af öllum stærðum með og án noysluvatnsspírals. Gott varð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftirlits og raffangaprófa.na ríkisins. Eingöngu framleiddir með fullkomnasta öryggisutbúnaði. FUNA OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454 39. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.