Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 30

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 30
Mig dreymdi Hann var holdvotur Kæri draumráðandi! 1 nótt dreymdi mig langan og flókinn draum sem ég mundi mjög ógreinilega þegar ég vaknaði, að undanskildu einu atriði sem stendur mér Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Bið ég þig nú að ráða fyrir mig þennan hluta draumsins. Undanfari hans var sá að ég var stödd með vinkonum mínum í íbúð sem við ætlum að búa í næsta vetur. Við vorum að taka okkur til fyrir ball. Ég átti í miklum erfiðleikum með að komast í bol sem ég ætlaði að vera í, hann var alsettur spennum og krœkjum sem þrengdu að og særðu mig. Á endanum minnir mig að ég hafi komist í bolinn með aðstoð frá vinkonum mínum, en var ekki allskostar ánægð, enda var þetta mjög óþægilegflík. Bolurinn var svartur og einnig var eitthvert vesen með gervi- tennur sem ég átti að vera með, þær særðu mig víst, en allt þetta man mjög óljóst. Er nú komið að fyrr- nefndum hluta draumsins. Eg þurfti eitthvað að bregða mér út og er ég kem út á götuna gengur út úr nœsta húsi strákur sem var skólabróðir minn fyrir nokkrum árum og ég var mjög hrifin af. í draumnum var hann dálítið ólíkur því sem hann er í raun, allar bólurnar og örin horfin af andlitinu og var hann kominn með alskegg sem fór honum bara vel. Við heilsuðumst glað- lega og ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki á ballið (þangað sem ég ætlaði). Hann játaði því og vissi ég ekki fyrr en ég rauk á hann og kyssti hann blíðlega á varirnar (þetta eina andartak sem við snertumst fannst mér hann vera holdvoturfrá hvirfli til ilja, en aðeins þetta eina andartak). Hann leit á mig eins og hann vildi biðja mig einhvers eða segja eitthvað og muldraði eitthvað í barm sér, en brosti til mín og sagðist tala við mig á ballinu. Eg vona að þú getir leyst eitthvað úr þessu. Með fyrirfram þökk. Rökkursál. P.S. Eg tek það fram að ég hef ekki séð þennan strák í marga mánuði og er löngu hætt að hugsa um hann. Draumurinn sem slíkur þarf ekki að standa í neinu sambandi við þennan tiltekna mann, en er líklega fyrirboði giftingar þinnar áður en mjög langt um líður. Gættu þin á vanhugsuðum skyndisamböndum við hitt kynið, þvi það getur orðið þér afdrifaríkt. Farir þú varlega í ákvarðanatökum ættirðu að verða ótrúlega lánsöm í framkvæmdum á næstunni. Andinn talaði við okkur Kæri draumráðandi! Vilt þú ráða fyrir mig þennan draum, en hann er svona: Mér fannst ég vera í kennslustofu með vinkonu minni. 1 stofunni voru 5 ára krakkar og allt upp í minn aldur, eða 16 ár. Eg og vinkona mín vorum að tala glaðlega saman þegar allt í einu einhver stendur við hlið okkar á hægri hönd, við sátum hlið við hlið. Þegar við horfum þangað er það skuggi, sem horfir á okkur. Hann skýrist óðum en var samt í þoku líkt og andi. Þessi maður var þrekinn og svo stór að hann náði upp undir loft. Svo tók hann að tala við okkur en þó meira við vinkonuna. Mér fannst hann áminna hana um að vera ekki svona sjálfsörugg. Ég vildi vera dugleg í augum þessa manns og hann var frekar góður andi, einskonar dómari, held ég. Þegar hann hafði talað við okkur, bað hann okkur að biðja og við tvær fórum með stutta bæn. Við litum upp er við höfðum lokið við að biðja en þá var hann horfinn. Krakkarnir í bekknum fóru líka með bæn en þau sáu aldrei andann, aðeins ég og vinkona mín. Draumurinn endaði svo þannig að við vorum báðar ákafar og í dálitlu uppnámi eftir þessa sýn. Með fyrirfram þökk. H.Ó. Ymislegt í draumnum bendir til að þið vinkonurnar ættuð að leggja ykkur meira fram við námið, svo þið verðið ekki fyrir slæmum vonbrigðum síðar. Andinn í draumnum er sennilega fylgja einhvers manns, sem vill ykkur vel, og væri ykkur happadrýgst að fara meira að hans ráðum. Sjalið ljókkaði skyndilega Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig þennan draum, þó nokkuð langt sé síðan mig dreymdi hann. Mig dreymir að dóttir mín kemur til mín með herðasjal svo fallegt að ég hefi aldrei séð nokkuð eins fallegt. Mér finnst hún segja: „Þú mátt hafa það eins lengi og þú vilt, því það mun enginn gera tilkall til þess. ” Eg lagði það yfir herðarnar á mér og það varð alltaf fallegra og fallegra, líkast sem það væri ofið úr silfri og silki. Mér finnst égsegja: „Ég verð að fara í íslenska búninginn minn. ” Síðan vildi égfara út til að sýna öðrum, hvað sjalið væri fallegt, og fannst mér því að ég tæki sjalið aftur og ætla að leggja það yfir mig. En þá bregður svo við að sjalið verður svo Ijótt, að ég hætti við að nota það. Mér fannst það verða eins og prjónað með garða- prjóni, úr alls konar bandspottum sem voru hnýttir saman og fannst mér druslurnar úr hnútunum lafa niður. Tek ég þá sjalið af mér og treð því niður í kommóðuskúffu og stóð svo fyrir kommóðunni til þess að enginn skyldi vita að svona Ijót fík væri til í húsinu. Svo var égalvegí vandræðum, hvernig ég œtti að koma því út. Eg vildi ekki láta það í sorptunnuna út af hræðslu við að þeir sem hreinsa tunnurnar myndu sjá hvað Ijót fík kæmi úr húsi mínu. Við það vakna ég. Sigurbjörg Samband þitt við ákveðna persónu er ekki alveg sem æskilegast fyrir þig sjálfa. Þarna gæti verið um samband við aðila af hinu kyninu að ræða. Ýmislegt því tengt tekur óvæntum breytingum og þú ættir að fara varlega í stofnun sambands við ókunnuga. Einfeldni í dómum um annað fólk gæti orðið þér mikill fjötur um fót og valdið þér sárum vonbrigðum. 30 Vikan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.