Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 23
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 9. hluti levndardómar gomla klaustursins ÞýÓ: Steinunn Heigadóttir „Nei, frændi. Ég reyndi ekki að elta fóta- takið í þetta skiptið, heldur leit ég út um svefnherbergisdyrnar. Og ég sá nunnu. Alveg greinilega. og Simon færði sig svo að þeir gætu komist fram hjá. James frændi hringdi eftir stofustúlkunni til að taka af borðinu. tók síðan upp dagblaðið og hélt í áttina til skrifstofu sinnar. Hann hikaði i dyrunum, eins og hann væri að hugsa um að rabba aðeins við okkur. En hann minntist aðeins á eitthvað sem viðvék búskapnum við Simon og gekk siðan í burtu. Ég lét fallast í stól sem var þarna rétt hjá og vonaði að Simon myndi fara að dæmi minu. En hann stóð áfram. ..Ó. Simon. hjálpaðu mér!" sagði ég æst. Hann leit áhyggjufullur á mig. „En, hvaðer að Della?” „Nunnan, sem ég sagði þér frá, gengur . . . aftur hér i húsinu, Simon! Ég sá hana í gærkvöldi og síðan var hún allt í einu horfin. Hvað á ég að gera? Ég er svo hrædd.” Ég flýtti mér að segja þetta ef einhverjum kynni að detta í hug að koma inn til okkar. Mér til mikillar skelfingar kom undar- lega tómlegur svipur á andlit hans, eins og hugur hans væri víðs fjarri. „Eyrir- gefðu Della, en ég minnist þess ekki að hafa heyrt þig segja neitt slíkt," sagði hann og hristi höfuðið dauflega. Ég lagði höndina biðjandi á handlegg hans. „Simon, þú hlýtur að muna eftir því. Ég sagði þér frá systur Josephine sem bað um að verða grafin í vígðri mold, þú veist að ég sagði þér það." Dauft samúðarfullt bros lék um varir hans. „Della mín, hvað hefurðu verið að gera? Lesið einhverja vitleysu? Dreymt eitthvað undarlegt?" Ég hristi rugluð höfuðið. Hann gat ekki hafa gleymt samræðum okkar svo fljótt. Nema. . . var slík gleymska eitt einkenna sjúkdómsins sem þjáði hann? Ef svo var, varðég að segja honum þetta allt saman aftur og reyna að rifja þetta upp fyrir honum. Ég byrjaði á því. „Daginn sem viðgengumsaman og ég talaði um að reyna... ” Hann greip blíðlega fram í fyrir mér með því að færa hendi mina áf handlegg sínum og segja: „Eyrirgefðu mér, Della, ég verð að fara að koma mér að verki. Við getum alltaf rætt um þetta ein- hvern tíma seinna. Ég flýtti mér að líta framan í hann en hann sneri sér frá mér og flýtti sér út um dyrnar. Hvað var þetta? Hvers vegna þrýsti hann höndina á mér á þennan undarlega hátt? Var það aðeins til að taka broddinn af því hve hann flýtti sér? Hann rakst næstum á James frænda, sem kom inn rétt í þessu. Þar sem ég gat ekki sagt Simoni frá þessu varð frændi minn fyrir valinu. Þetta virtist einmitt rétti tíminn, því að hann settist við hlið mér eins og hann hefði ekkert þarfara að gera. Hann virtist næstum því búast við að ég segði honum eitthvað. En hjarta mitt var sært vegna afskiptaleysis Simons og ég hikaði. „Og hvernig svafstu svo í nótt eftir að hafa tekið inn töfluna, vina mín! Ég vona að það hafi orðið til þess, að þú hafir ekki fengið fleiri martraðir?” Enn einu sinni fann ég hve undarlega glær augu hans voru, allt öðru vísi en Simonar, ég gat ekkert lesið úr þeim. Augu frænda míns voru svo glær, að þau liktust tveimur smáum speglum, sem gætu skyggnst inn í innstu fylgsni sálar minnar. Hann var svo góður og hugulsamur við mig og ég ákvað að segja honum frá öllu. þósvoég gæti reitt hann til reiði með því. „Fyrirgefðu mér frændi, en ég tók ekki töfluna. Ég var svo viss um að ég myndi ekki fá martröð og ég vildi ekki sofna svo fast að ég heyrði ekki ef ein- hver nálgaðist herbergið mitt. En það var einmitt það sem gerðist, því að ég vaknaði viðfótatak.” Ég vissi vel að frændi minn gæti fyllst réttlátri reiði vegna óhlýðni minnar en ég var ekki viðbúin þvilíkri bræði sem skein út úr andliti hans. Munnur hans varð að örmjóu striki og augasteinarnir stingandi eins og nálaroddar. Rödd hans var næstum kæfð þegar hann tók til máls. „Svo að þú óhlýðnaðist mér! Þú tókst ekki laudanumtöfluna sem ég lét senda þér. Hvers konar hegðun er þetta? Treystirðu ekki dómgreind minni? Þú ert undir minum verndarvæng, og þú ættir að vita að ég ber aðeins velferð þína fyrir brjósti.” Alltaf þegar faðir minn reiddist varð ég dálítið taugaóstyrk. En þetta var allt annað. Pabbi sagði vanalega það sem hann þurfti að segja, þó að það gæti verið óþægilegt, og síðan var málinu lokið. En ég fann það á mér. að frændi minn reyndi að halda aftur af reiði sinni og ég fékk ákafan hjartslátt. Ég talaði auðmjúklega til að reyna að blíðka hann. „Ég veit það frændi, ég er þér ákaflega þakklát fyrir góðmennsku þína og umhyggju. Ég viðurkenni að þú hefur rétt á að verða mér reiður vegna óhlýðni minnar. En þegar þú heyrir Létt göngutjöld dúnsvefnpokar frá inmmi Glæsibæ—Sími 30350 39. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.