Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 44
„Allir geta gert það,” sagði Betty. Henni fannst framkoma hans tilfinn- ingalaus, þó hann hefði enga samúð með Kate gæti hann að minnsta kosti vor- kennt manninum sem hún var með. „Nei, það geta ekki allir. Sumir sem við höfum greitt laun fyrir það hafa gert of mikið — tekið upp of margar jurtir og raskað rótum þeirra sem eftir urðu, svo maður minnist nú ekki á þegar þeir hafa gengið á þvi öllu saman,” sagði Jack. „Hún á eftir að koma nokkuð oft ef þau hafa verið gripin,” sagði Betty. „Hann á eftir að yfirgefa hana — bíddu bara — hann reynir að bjarga hjóna- bandi sínu." „Heldur þú það?” „Auðvitað. Hann veit að Kate getur ekki farið frá móður sinni núna. Auk þess getur ekki verið að hann vilji kvæn- ast henni, hann hefði þá verið búinn að því áðuren frú Wilson varðsvona ósjálf- bjarga. Þó að hún hafi alltaf verið það þá er hún verri núna því nú hefur raun- verulegur sjúkleiki bæst ofan á allan leikaraskapinn. Nei, viðhaldið hennar Kate hefur það gott,” sagði Betty. „Hann hefur brauðsneiðina smurða á báðum hliðum. Ég vissi að hún færi illa út úr þessu i lokin, vesalings Kate. Hver ætli hann sé annars?” Gary athugaði fjárhag sinn. Hann hafði eytt miklum peningum í eldsneyti síðustu daga en þó notað lánskortið sitt til að greiða nokkuð af því. Hann gæti falsað útgjöld sín til að vinna upp mest af því á næstu vikum. Hann átti ennþá milligreiðsluna siðan hann seldi Escort- inn. Hana hafði hann fengið i reiðufé en jekki i ávísun, skynsamle^ ráðstöfun því reiðufé var ekkert vandanfál. Hann gæti greitt fyðr'herbergi á Svarta svaninum. Hann kom þangað siðdegis og meðan hann skrifaði í gestabókina fékk hann tækifæri til að lesa nafnið sem var nokkrum linum ofar. Hann hafði ekki mislesið neitt. Frú K. Havant, Hæðabýl- ið, Chodbury St. Mary, Glos., stóð þar skrifað með fínlegri rithönd. Hann yrði að greiða tíu eða tólf pund fyrir herbergi, algjörlega að óþörfu, en var of ringlaður til þess að fara að afsaka sig eitthvað. Hann skráði sig, tók við lyklinum að herbergi nr. 32 og bar skjalatöskuna sína þangað upp. Þegar hann kom inn reif hann af sér bindið og fleygði sér á rúmið. Úrvinda féll hann í mjög djúpan svefn og vaknaði ekki fyrr en konan, sem bjó um rúmin, bankaði á dyrnar. Þar sem hún fékk ekkert svar við banki sinu, kom hún inn en sneri við um leið og hún sá Gary liggjandi á rúm- teppinu. „Afsakið herra,” sagði hún sjálfkrafa. Það væri búið um rúm gestanna ef ein- hver gisti herbergið. Ef hún hefði hitt illa á þætti henni það leitt. „Nei — það er allt i lagi.” Gary reyndi að komast úr djúpi meðvitundarleysisins sem hann hafði fallið i. Hótelið var ekki stórt, það gæti verjð að þessi herbegis- 44 Vlfcan 39. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.