Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 22
Nei, ég vildi meira. Eg ímyndaði mér hvernig það væri að láta hann halda utan um mig, liggja við hlið mér, gæta mín gegn öllum hættum og hugga mig. Ég þráði hann svo heitt að ég fann vanga mina roðna. Ég gat ekki leynt sjálfa mig þvi lengur að ég elskaði hann eins og fullorðin kona elskar, ekki eins og hvolpaástin, sem ég hafði borið til Vaughans. Þó vildu forlögin að ást mín til hans væri vonlaus. Það var ekki nóg með að hann vildi ekki gifta sig, vegna sjúkdómsins, heldur var það líka hin manneskjan, óþekkta konan, sem hann elskaði. ' Ég ýtti slíkum hugsunum frá mér og tók ákvörðun. Ég varð að gera Simon að trúnaðarmanni mínum, hvort sem hann yrði reiður eða ekki vissi ég að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að róa mig og rannsaka draugaganginn. /opnuð þessari vissu varð ég rólegri. Þó sofnaði ég ekki en lá tilbúin á koddanum og beið nýrrar truflunar. En allt var hljótt í húsinu til dögunar og ég heyrði að þjónustufólkið var komið á stjá og farið að vinna verk sín. Fimmtándi kafli Þó að ég yrði fegin að sjá að Simon var við morgunverðarborðið næsta morgun fann ég afbrýðisemina stinga mig. Hann yfirgaf næstum aldrei her- bergi sitt til að borða morgunverðinn. Var það vegna komu frú Buller- Hunter að hann gerði það í dag? Höfðu samræðurnar við hana, glæsileiki hennar og lífleiki hrifið hann svo? Ef ég hefði aðeins hæfileika hennar til að vera alvarleg eða glettin eftir því sem best átti við og gæti þannig heillað Simon, í stað þess að vera svona mikill klaufi. Égand- varpaði. Jafnvel þó frú Buller-Hunter hefði gert allt til að kenna mér efaðist ég um að ég myndi nokkurn tima verða neitt ljós hvað samræðum viðvék. En ef að Simon hefði lagt það á sig að borða með okkur þennan dag vegna frú Buller-Hunter varð hann fyrir von- brigðum því hún snæddi morgunverð sinn inni í herbergi sínu, eins og hún var vön, svo að hún hefði betri tima til að ;snyrta sig. Frændi minn las blaðið sitt, Clive og Vaughan ræddu um fyrirkomulagið við komu leikflokksins og Simon og ég, eftir að hafa sagt nokkur orð um veðrið, þögðum, þvi ég átti erfitt með að halda uppi kurteislegum samræðum eins og alltaf. Að loknum morgunverðinum flýtti ég mér þó til hans um leið og hann gekk út. „Simon!” Hann hafði náð til dyranna þegar mér tókst að stöðva hann. Hann brosti svo hlýlega til mín að það var eins og hann hefði lagt handleggina utan um mig til að hugga mig. „Já Della?” Clive og Vaughan voru enn í áköfum samræðum, þeir komu nú að dyrunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.