Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 51
af því sem hún sagði mér. Hún hélt því alltaf fram, að Þjóðverjar myndu tapa stríðinu. Meðan veldi þeirra stóð sem hæst og allir hugðu þeim sigurinn vísan, var Kristín sjálfri sér samkvæm. Að mínum dómi var engin leið fyrir nokkra mennska veru að sjá fyrir, hvernig þessum mikla harmleik lyki. En Kristín var aldrei í neinum vafa um það. „Þjóðverjar verða króaðir inni og reknir aftur,” sagði hún ákveðin. „Þýskaland verður sundurlimað. Danmörk og Noregur fá aftur frelsi sitt. Rússarnir biða. Þeir eru að sjá hvernig fara mun, og eru að hugsa sig um. Bandamenn grunar ekki hvað liggur á bak við, né hve ágengir þeir verða eftir striðið.” Þetta sagði hún allt meðan ólgan var sem mest, meðan engum getum varð að þvi leitt hvernig stríðinu lyki. Það voru áreiðanlega margir vantrúaðir á þessar forspár. En hún sagði þetta af svo miklum sannfæringarkrafti, að þeir sem hugsuðu til hinna kúguðu hernumdu frændþjóða öðluðust veika von. Kristín sagði ennfremur að England yrði ekki eins mikið stórveldi eftir þetta stríð. Allt sem hún sagði fyrirfram viðvíkjandi síðari heimsstyrjöldinni er löngu komið fram. Enda var Kristín auk þess að vera bæði skyggnimiðill og transmiðill gædd fjölþættum dulræn- um hæfileikum.” Ég hef minnst á það hér að framan, að oft sá Kristín Kristjánsson fyrir atburði, sem henni stóðógn af og ollu henni mikilli vanliðan. Ekki varð það sist þegar hún sá fyrir stórslys. Nokkrum nóttum áður en franska hafrannsóknar- skipið Pourquoi Pas? strandaði upp við Mýrar, sá Kristín það á þeim stöðvum þar sem það strandaði. Nóttina sem skipið fórst, svaf hún sama og ekkert. Hún sá yfir landið og upp á Mýramar og þekkti stað- hætti. Það var skelfileg sjón sem bar fyrir augu hennar. Hún sá mennina fleygja sér fyrir borð einn af öðrum og vera svo nær dauða en lífi að brjótast um i Mýrabugtinni. Henni leiðákaflega illa. Þegar Kristín var komin á fætur morguninn eftir ráfaði hún um herbergin heima hjá sér í einhverrii leiðslu. Þá kom til hennar maður, en hún var þá svo utan við sig að hún mundi ekki síðar hver það var. Þessum manni sagði hún frá því hvað hefði borið fyrir sig um nóttina. En hann sagðist ekki hafa frétt um neinn skipskaða. En Kristín sagði: „Því er ver að þetta mun koma fram og verður þess ekki langt að bíða." Þennan dag komu fleiri gestir til Kristinar og sagði hún þeim einnig frá sýn sinni. Hún sagði að það hefði verið ægileg sjón að sjá skipið reka af einu skerinu á annað. Hún hélt því fram, að skipverjar hefðu ekki áttað sig á því hvar þeir voru staddir og villst vegna myrkurs og ofviðris. Síðar þennan dag þann 18. september 1936 kom svo fréttin um þetta ægilega sjóslys. 38 manns fórust, og aðeins einn skipverja komst af, en því hafði Kristín ’.innig spáð. Endir 39. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.