Vikan


Vikan - 04.10.1979, Qupperneq 17

Vikan - 04.10.1979, Qupperneq 17
Það fyrsta sem þú tekur eftir við Robert Grange er að hann er í rauninni miklu laglegri en hann virðist vera sem Victor, forstjóri uppboðsfyrirtækisins í List- munahúsinu, maðurinn sem svífst einskis til að koma ár sinni fyrir borð. Hann er hár, íþróttamanns- lega vaxinn og ljóshærður. Hann er mjög aðlaðandi og hæfði vel i rómantísk elskhuga- hlutverk. En sjálfur kveðst hann fremur kjósa alvarlegri og bitastæðari hlutverk. Það var tilviljun sem réð því að hann gerðist leikari. Hann fæddist í suðaustur Englandi. Móður sína missti hann fjögurra ára. Faðir hans var íri og hann ólst því bæði upp á Norður-írlandi og í Lundúnum en þaðan var stjúpmóðir hans. Hann hafði óstjórnlegan áhuga á fótbolta sem barn og hefur hann raunar enn. — Ég stóð mig aldrei sérlega vel í skólanum, segir hann. — Ég var ekki góður í neinu nema leiklist. Faðir hans sagði oft við hann í dýpstu örvæntingu: — Þú ert algjör draum- óramaður, sonur minn. Og það voru orð að sönnu. Robert eyddi mestu af tíma sínum aleinn við lestur bóka eða við dagdrauma. Þess vegna virtist fyrsta atvinnan sem hann kaus sér í algjörri mótsögn við skapgerð hans. Hann lét skrá sig í hinn harðgera Konunglega flota. — Ég ætlaði að vera þar í níu ár, segir hann. — En eftir sjö mánuði uppgötvaðist að ég hafði berkla og því var ég afskráður sem óhæfur. — Ég fór á sjúkrahús og þar hafði ég nægan tíma til að hugsa um framtíðina. Mig langaði til að leggja fyrir mig leiklist. Þegar mér batnaði gerðist ég meðlimur í félagi áhugamanna, The Wind- sor Theatre Guild, og var hvattur til að sækja um skólavist í Central School of Speach and Drama, einum besta leikskóla Lundúna. Hann fékk skólavist og stundaði þar nám i þrjú ár. Eftir það vann hann í hálft ár við leikhús á suðurströnd Englands og lék síðan i tvö ár með the Royal Shakespeare Company. Hann kom meðal annars fram í raumora- maðurinn Hann fékk hlutverk í The Game of Kings með farandleikflokki. Gæfan tók að brosa við honum á ný og hann hreppti hlutverk Victors i Listmuna- húsinu. — Þangað til hafði ég alltaf litið á mig sem sviðsleikara, segir hann. — Ég leit alltaf á sjónvarpið sem fjölmiðil fyrir tæknimenn. En mér fannst óskaplega gaman að kljást við þetta hlutverk. Þetta er stærsta hlutverk mitt til þessa og leik- stjórinn, Marc Miller, hefur veitt mér ómetanlega hjálp. — Saga og gamlir munir hafa alltaf heillað mig en þó held ég að hlutverkin í Listmunahúsinu hafi ýtt undir áhuga okkar leikaranna á listmunum og uppboðum. Áður en Robert Grange tók við uppboðshamrinum í Listmunahúsinu fór hann á námskeið í uppboðshaldi hjá Sotheby og Christie, hinum frægu fyrirtækjum í London. Robert Grange hinu fræga Royal Court leikhúsi og The Mermaid í London. Hann fékk fyrsta sjónvarps- hlutverkið sitt 1967 og hefur síðan leikið í sjónvarpsþáttum eins og Softly, Softly, Callan og Robin’s Nest. Fyrir fjórum árum var hann að hugsa um að hætta við leiklistina. — Flestir okkar leikara upplifa sin mögru ár, segir hann. — Þetta voru mögur ár hjá mér og mér fannst það ekki lengur þess virði að berjast áfram í þessu. En þá fékk hann atvinnu- tilboð frá Skotlandi og hætti við að hætta. Hann aðstoðaði við að koma á fót nýju leikfélagi — the Tie- up Community Theatre Group. — Ég skoðaði líka alla uppboðsstaði og atvinnumenn aðstoðuðu við tökuna á uppboðssenunum. Auðvitað átti ég í ýmsum erfiðleikum til að byrja með. l Listmunahúsið hefur breytt áhuga Roberts hvað bókalestur og innkaup snertir. — Núna kaupi ég gömul blöð Framh. á bls. 19. 40. tbl, Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.