Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 19
\ Helena (Sarah Bullen) og Ruth (Madeline Hinde). og að ég verði að læra að vera harðari af mér. En mér finnst alveg nóg af hörkukonum í veröldinni og vil heldur vera eins og ég er. Sarah leggur þó hart að sér við vinnu sína. Hún sækir dans- tíma og er í raddþjálfun hjá kennara við Royal Opera House. Hana langar mjög til að fá hlutverk í söngleik. Hún vinnur sér inn aukapeninga fyrir þessum tímum með því að vélrita handrit fyrir ýmsa rithöfunda og kvikmyndafram- leiðendur. Hún álítur vinnu og líkams- rækt eitt það mikiísverðasta í lífinu. Hún stundar leikfimi reglulega og hleypur daglega í skemmtigarði skammt frá heimili sínu. t ár ætlar hún í fyrsta sinn í fimm ár að veita sér þann munað að taka sér frí og ætlar að eyða einni viku í Portúgal. • ROBERT Framhaldafbls. 17. í staðinn fyrir Punch og ég á bágt með að stilla mig um að líta inn í listmunaverslanir þær sem ég rekst á á förnum vegi. — Því miður á ég ekki til það mikið af peningum að ég geti keypt alla þá listmuni sem mig langar i. Honum fannst mjög gaman að vinna að kvikmyndatökunni í hinni gömlu, víggirtu borg, Chester. — Eina vandamálið var að ég eyddi alltof miklu fé þar, bætir hann við. — Mér fannst gamla verslunarhverfið alveg óviðjafnanlegt. Robert Grange er fertugur og kvæntur dansmeynni June Hywood sem dansar með the Sadler’s Wells Royal Ballet Companv. En þessi fallega og yndislega stúlka er svo mjög á móti myndatökum að hún lætur Robert Grange og Madeline Hinde. sig hverfa í hvert sinn sem hún sér Ijósmyndara nálgast. Þau eiga fallegt, lítið hús í útjaðri Lundúna, nálægt Thamesánni og þjóðgarðinum Richmond Park. Robert og June leggja mikinn metnað í garðinn sinn sem þau segja að sé „ekki stærri en frímerki”. En þó hann sé lítill er þar aiveg ótrúlegur fjöldi blóma ásamt matjurtabeðum. Robert Grange stundar hlaup á morgnana, gengur og gerir leikfimiæfingar til að halda líkama sínum í góðri æfingu. Hann er einn af þeim fáu nútímamönnum sem kæra sig ekki um aðeiga bíl. Hann er mikill músíkunnandi, hlustar á allar tegundir hljóm- listar, allt frá rokki og upp í klassíska tónlist. Hann les mikið, teflir og hans mesta líf og yndi er að ferðast. Hann hefur eytt leyfum sínum á Ítalíu, Grikklandi, Egyptalandi, Portúgal, Þýskalandi og Rússlandi og enn eru mörg lönd á listanum sem hann langar til að heimsækja. Kannski er ísland eitt af þeim? 40. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.