Vikan


Vikan - 04.10.1979, Síða 50

Vikan - 04.10.1979, Síða 50
FRAMLIÐINN VÍSAR Á FÓLGIÐ FÉ „Elizabeth Conley sem mikið hefur verið rætt um í ýmsum blöðum, fæddist i bænum Chicksaw í Chicksawfylki, Iowa í mars 1863. Móðir hennar dó sama árið. Hún er af írskum ættum, alin upp í rómversk-kaþólskri trú og játar hana enn. Hún hefur verið ráðskona hjá föður sínum síðustu tíu árin. Hinn 1. febrúar 1891 fór faðir hennar til Dubuque í Iowa til lækninga og dó þar skyndilega 3. sama mánaðar. Syni hans var tilkynnt látið með símskeyti sama daginn, og við fórum báðir morguninn eftir til þess að sækja líkið, en það var geymt hjá Hoffmann likskoðunarmanni. Hann geymdi 9 dali og 75 sent sem hann hafði tekið úr veski hins látna. Ég held það hafi verið nálega tveimur dögum eftir að við komum aftur sem hún fékk vitrunina. Hún sagði að faðir sinn hefði birst sér og sagt, að peningaupphæð væri í vasa innan á nærskyrtunni sinni. Bróðir hennar fór til Dubuque daginn eftir og fann fötin þar sem við höfðum skilið þau eftir, í vasa innan á nærskyrtunni voru um 30 dalir. Þetta er það sem ég veit sannast og réttast í máli þessu.” George Brown. Margar vel staðfestar heimildir eru til um það, að dáið fólk hafi látið lifandi ættingjum sínum í té mikils- verðar upplýsingar um hluti eða málefni hér á jörðinni sem sannanlegt var að enginn nema hinn látni gat vitað um. Þegar fullkomin vissa er fyrir þvi að enginn lifandi hérna megin eigi nokkurn þátt í slíkum upplýsingum, verða þær að teljast mikilvægar sannanir fyrir lífi eftir dauðann. Hinn 11. febrúar 1891 birtist eftirfarandi frásögn i blaðinu The Herald í Dubuque, Iowa í Bandaríkjun- um: „Eins og menn muna fannst Michael Conley bóndi frá lonia í Chicksawfylki látinn í útihúsi einu nálægt húsi Jeffersons fólksins. Líkið var borið inn í líkskoðunarhús Hoffmanns líkskoðunarmanns, rannsakað þar og síðan búið um það til heimflutnings. Fötin voru ötuð óþverra frá staðnum þar sem líkið fannst og þess vegna var þeim fleygt út fyrir líkhúsið. Sonur Michaels Conleys sótti lík föður síns. Eftir að hann var kominn heim með það, féll ein af systrum hans í ómegin, þegar hún heyrði lát föður síns. Hún rankaði ekki við sér fyrr en eftir nokkrar klukku- stundir, og þegar hún hafði fengið fulla rænu spurði hún: „Hvar eru fötin sem faðir minn var í? Eg sá hann áðan, og þá var hann i hvitri skyrtu, dökkum klæðum og í silkimorgunskóm. Hann sagði mér, að eftir að hann fór að heiman, hefði hann saumað vasa úr pjötlu af rauða kjólnum minum innan á gráu skyrt- una sem hann var í, lálið i hann þykkan bunka af seðlum og þeir væru þar enn." Skömmu síðar féll hún aftur í ómegin, og þegar hún vaknaði krafðist hún þess, að einhver færi til Dubuque og sækti fötin. Hún var þá mjög veik og er þaðenn. Fjölskyldan hélt að þetta hefðu verið ofsjónir, en læknirinn ráðlagði að láta sækja fötin til þess að róa hana. Bróðir hennar símaði til Hoffmanns og spurði, hvort fötin væru enn i hans vörslu. Hann gætti að því og fann þau úti í garðinum bak við húsið, enda þótt hann byggist við að búið væri að kasta þeim með öðru rusli, eins og hann hafði ætlast til. Hann sagði að þau væru þarna ennþá. Þegar honum var sagt að komið yrði eftir þeim vafði hann þau saman í böggul og geymdi þau. Á mánudaginn var kom pilturinn og sagði Hoffmann líkskoðunarmanni hvað systir sín hefði sagt. Hoffmann viðurkenndi að stúlkan hefði lýst fötunum, sem faðir hennar var færður í til greftrunar, UNDARLEG ATVIK IL ÆVAR R. KVARAN rétt, jafnvel morgunskónum, þrátt fyrir það að hún sá aldrei líkið og enginn af fjölskyldunni. Þeir fóru nú að verða forvitnir og tóku gráu skyrtuna úr bögglinum. Innan á henni fundu þeir þykkan bunka af seðlum og var saumuð yfir rauð pjatla. Pilturinn kvað það rétt að systir sín hefði átt kjól úr efni sem hefði verið nákvæmlega eins. Saumsporin voru löng og óregluleg, eins og þau væru eftir karlmann. Pilturinn vafði fötin saman aftur og fór heim með þau daginn eftir, furðu lostinn yfir hinni yfirnáttúrlegu opinberun systur sinnar. Hún liggur nú milli heims og helju.” (11/2 Í891). Dr. Hodgson átti tal við útgefendur biáðsins The Herald og bæði þeir og fréttamaðurinn sem skrifaði greinina fullyrtu, að rétt væri skýrt frá í öllum atvik- um. Líkskoðunarmaðurinn Hoffmann skrifaði dr. Hodgson hinn 18. mars 1891 á þessa leið: „Það sem sagt var í Herald hinn 19. febrúar um Conley málið er hárrétt að minum dómi. Ég hló að þessu og trúði því ekki fyrst þegar ég heyrði það, en ég varð að trúa þegar ég rannsakaði það sjálfur og sá það sem ég sá.” M. M. Hoffman, líkskoöari (sign) Amos Crum, prestur í Dubuque, aflaði einnig sannana í málinu. Hann fékk eftirfarandi yfirlýsingu frá George Brown, sem var nágranni Conley fjöl- skyldunnar, og séra Amos segir að sé „skynsamur og heiðvirður bóndi." Siðar skrifaði séra Amos: „Kæri herra Hodgson! Ég sendi yður í öðru umslagi nákvæma skýrslu um samtal mitt við Conley fólkið. Ég hef ekki getað náð í lækninn. Ég átti langt samtal við Hoffmann um Conley atvikið, og ég býst við að þér vitið þær staðreyndir allar — því staðreyndir eru það. Stúlkan Lizzie Conley féll í ómegin. Hún sá föður sinn framliðinn. Hann sagði henni frá peningunum I skyrtuvasanum. Hún komst aftur til meðvitundar, lýsti líkklæðum föður síns nákvæmlega, þótt hún hefði aldrei séð þau. Hún lýsti vasanum innan á skyrt- unni, sem skilin hafði verið eftir við líkhúsið. Rauð pjatla hafði verið saumuð klaufalega innan á skyrt- una, og í þessum vasa fundust þrjátiu og fimm dalir — sem teknir voru þaðan í viðurvist Hoffmanns og Pats Conleys, sonar hins látna og bróður Lizzie Conleys, sem dreymdi þennan merkilega draum, eða fékk þessa furðulegu vitrun, sem svo mikla athygli hefur vakið. Amos Crum, prestur. (sign) Ég sendi yður hér með samtal mitt við Elizabeth Conley viðvikjandi draumi hennar eða vitrun. Um hádegisbilið þann 17. júlí heimsótti ég Conley fjölskylduna á heimili hennar við lonia í Chicksaw- fylki Iowa og spurði eftir Elizabeth Conley. Hún var inni við heimilisstörf. Þegar ég bar upp erindi mitt, reyndist mér hún treg til samræðna í fyrstu. Síðan skipaði hún piltinum sem var viðstaddur að fara út úr herberginu. Að svo búnu kvaðst hún skyldu ræða við mig um föður sinn. C.: Hve gömul eruð þér? E.: Éger tuttugu og átta ára. C.: Hvernig eruð þér til heilsunnar? E.: Ekki góð, síðan faðir minn dó. C.: Hvernig var heilsu yðar háttað áður en hann dó? E.: Hún var góð, ég var hraust telpa. C.: Dreymdi yður nokkuð, fenguð þér vitranir eða félluð þér í ómegin, áður en faðir yðar dó? E.: Hvað eigið þér við? Mig dreymdi. Allar manneskjur dreymir. C.: Barst yður nokkur vitneskja eða aðrar fregnir í draumum eða vitrunum áður en faðir yðar dó? E.: Nei. 50 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.