Vikan


Vikan - 21.02.1980, Side 39

Vikan - 21.02.1980, Side 39
 æ.í,': 5 " 1 * : : . ' : : : : Leikföng, sem eru eins og matur á aö líta, eru sérstaklega varhugaverð. Lítið t.d. á hálsbandiö, sem er eins og ávextir, og litlu brauðin. Þetta er úr mjúku plasti, skrautlegt á lit og því sérlega girnilegt. Bollastcllið, snuðið og pelinn eru líka of lítil og járnþeytarinn til vinstri er stórhættulegur. Börn geta auðveldlega rifið þeytarann sundur, stungiö sig í augun eða potað vírnum í innstungu. Svona leikföng ætti ekkert barn að hafa í sínum búleikjum. Strokleður cru oft framleidd I likingu við sælgætisbita eða ávöxt. Sérstök sætindalykt fyllir vitin þegar þau eru borin upp að andlitinu og freistar óvitans. Rottan er t.d. eins og marsipan að sjá og angar sætt — en þetta er þá bara strokleður. Sama er um hin strokleðrin á myndinni. Þau eru öll varasöm þar sem börn eru. Börn, sem eru undir þriggja ára, ættu ekki að fá í hendur brúður eða dýr sem fyllt eru með kurluðum svampi. Ef börnin troða slíku í munninn er voðinn vis. Höfuðið á brúðunni hér á myndinni var hægt að losa af með einu handtaki og tróðið vall út. Smáleikföng (eða leikföng samsett úr smáhlutum sem auðvcldlega detta sundur) sem komast inn í þessi form hér á myndinni, ætti ekki að kaupa handa börnum undir þriggja ára. í Sviþjóð og Bandaríkjunum er framleiðendum skylt að merkja á umbúðir leikfanga, ef þau innihalda smá- hluti sem börnum stafar hætta af. 8. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.