Vikan


Vikan - 17.04.1980, Side 27

Vikan - 17.04.1980, Side 27
Mest um fólk Vestfirðir: Erfiðar sam- göngur Ljósm.: JIM SMAR T — Við eiguin sennilega í harðari baráttu við veðrið hér en á flestum öðrum stöðum á landinu, sagði Reynir Adólfsson. umdæmisstjóri Flugleiða á Vestfjörðum, er blaðamenn hittu hann að máli á flugvellinum á lsafirði. — Sumaráætlunin gengur að vísu mjög vel en á tímabilinu apríl maí má búast við öllu. Aðstæður eru t.d. þannig að i sunnan- og suð-austanátt gerir ófært um leið og eitthvað' hreyfir vind. Og hér breytast veður svo skjótt að stundum gerir tneira að segja ófært á meðan vélin stansar á vellinum til að taka farþega. Við reynum líka að fara mjög nákvæmlega eftir öllum öryggis- reglum, t.d. hvað þyngd vélarinnar snertir, og verðum þvi kannski að taka skyndiákvörðun um fækkun farþega, oft úr 48 niður í 36-34. — Vélarnar verða líka að vera lentar 45 minútum fyrir myrkur sem sníður okkur auðvitað þröngan stakk um háveturinn, þegar dagsbirtan er kannski ekki nema 4-5 timar á sólarhring. Þess vegna er betri Ijósaútbúnaður mikið nauðsynjamál fyrir þennan völl. — Ýmislegt annað hefur líka komið til tals til að bæta úr þessum samgöngu- erfiðleikum, eins og t.d. að byggja vara- völl á Holti í Önundarfirði og gera göng í gegnum Breiðadalsheiði svo að þangað sé bílfært að vetrarlagi. Við höfum stundum gripið til þess ráðs að nota Þingeyrarflugvöl! þegar ófært er á Isa- fjörð en þangað er óþægilega langur akstur. — 1 sumar stendur til að við opnum hér kaffiteríu en hingað til höfum við aðeins getað boðið farþegum upp á gosdrykki og sælgæti. Og það ætti óneitanlega að létta þeim biðina þegar náttúruöflin gripa harkalega inn i áætlunina okkai. JÞ I þetta skipti varfl þriggja tima seinkun A brottför svo Flugleiflir buflu upp A gos og sælgæti. Vifl afgreiflslu A þvi voru þær GrAta Jónsdóttir og Ingibjörg KristjAns- dóttir Asamt honum Hilmari litia Þór. Farþegar A leifl til höfuflborgarinnar. Amór Magnússon og Jóhann Guðmundsson afgreifla Flugleiða- farþega A ísafjarflarflugvelli. Ió.tbl. Vikan27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.