Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 16
i Smásaga Pamela Speck z\ hverjum miðvikudegi veifaði Alison i kveðjuskyni til móður sinnar og fór i verslunarferð. Ekki i upplýstu búð- irnar i miðbænum, heldur litlu afkima- verslanirnar þar sem seld voru notuð föt. Þar reikaði hún tímum saman um vanlýsta ganga mettaða kamfóru og komst loks að kjarakaupum. Vinir hennar sögðu allir að hún hcfði ótrulega hæfileika til að halda sér í tisk- unni, en hún vissi að það var ekki aðeins það sem kont henni i réttu kaupin. Það voru hæfileikar og strit löngu liðinna klæðskera. Viðhorf Alison til klæðnaðar voru mjög raunhæf. Hún var yngst fimm systra og hafði komist að því á barns- aldri að örlög hennar voru að ganga i fötum sem aðrir höfðu átt. En það þurfti alls ekki að þýða að hún yrði að líta illa út! Því hafði hún ákveðið að hún skyldi verða sú manneskja sem best liti út í not- uðum fötum. Og það var hún. Þegar hún kom heim eftir að hafa gramsað í gömlum fatnaði hafði hún alltaf meðferðis tiskuflík sem systur hennar dáðust forvitnar og hálfaf brýðisamar að. Þær undruðust af hverju þær hefðu ekki þennan hæfileika Alison. En Alison verslaði ekki i hvaða búð með notuð föt sent var. Hún varð að hafa velgjörðartilgang. Henni fannst ótrulegt að til væri fá tækara fólk en hennar eigin fjölskylda. En svo virtist þó vera og með því að nota þessar verslanir hjálpaði Alison því. Þessi tilfinning var henni ný og henni líkaði vel við hana. Graham fjölskyldan varvanari því að þiggja en gefa. Svo var önnur ástæða. í þessar vel gjórðarbúðir gaf vel stælt fólk oft notuð föt frá sér. Og það var i þvi safni sem Alison vissi að mestar likur voru til að finna „Kjólinn". Hún var viss um að Kjóllinn var ein hvers staðar í þessum röðum af gömlum l'ötum sem eitt sinn höfðu tilheyrt ung um stúlkum eins og henni. Hann beið þess aðeins að hún fyndi liann og einn daginn myndi það verða. Hún myndi þekkja hann um leið og hún sæi hann . . . og frá því augnabliki sem hun færi í hann myndi líf hennar gerbreytast. Hún yrði ekki lengur Alison Graham sem vann i bakariinu. Hún yrði heims .manneskja og sérfræðingur i fallegurri- og gömlum hlutum. Auðkýfingur i ökuferð á Rolls-Royce bifreið sinni kæmi auga á hana undir eins. Hann myndi skipa einkabilstjóra sinum aðstansa. „Afsakið mig," segði hann. „en ég sé að þér eruð sérfræðingur í gömlum og Kjóllinn Hann hlaut að tilheyra einhverjum þó ekki væri nema sem erfðagripur. Hann var of dýrmætur og of fallegur til þess að hafna í verslun með notuð föt . . . fallegum hlutum. Þér eruð einmitl manneskjan sem ég er að leita að til þess að sjá um safn mitt af gömlum fötum á rikismannsheimili mínu. Takið þér stöð unni?” Hún færi síðan með honum á fræga hótelið, sern þau voru stödd rétt hjá. til þess að ræða málin. Þjónarnir kæmu meðkampavin (hann drakk ekki annað). Hún vrði mjög viðfelldin og tæki boðinu og hæfist siðan handa unt að gera safn hans heimsfrægt. Það þurfti ekki að taka það fram að auðkýfingurinn væri ungur og einstak lega myndarlegur. Hann yrði ástfanginn af henni. . . og allt vegna Kjólsins. Alison hafði leitað Kjólsins síðan hún var fimmtán ára. Hún var nítján ára núna en löng leit hafði ekki dregið úr henni kjarkinn. Hún vissi að Kjóllinn var þarna ein hvers staðar og beið þess að koma i leit- irnar — beið þess að fremja töfra sina fyrir hana. Hvaða miðvikudagur sem var gat verið rétti miðvikudagurinn. Hún var vel þekkt i versluninni en i dag virtist frú Andrews gamla óvanalega ánægðaðsjá hana. „Ó, Alison!" hrópaði hún um leið og Alison birtist í dyrunum. „Vildir þú vera svo væn að hjálpa mér að taka upp? Báðar aðstoðarstúlkurnar mínar eru í fríi í dag og ef ég tek ekki upp úr kössun- um á bak við þá hef ég brátt ekkert að selja." Alison átti bágt með að trúa því hve heppin hún, var. Hún starði á frú Andrews. „Auðvitað skal ég hjálpa þér að taka upp." sagði hún. „Ekl 'ri þætti mér skemmtilegra!" Hún fór á bak viö og horfði i kringum sig. Hún var stödd i litlu herbergi sem var troðfullt upp i loft af kössum af öllunt gerðunt og stærðum. Aiison fannst hún hafa fundið gull. Þetta gæti verið happadagurinn hennar. Seinna um daginn, um nónleytið, eftir marga tebolla og tugi rykugra fata. rakst hún á gantlan pappakassa og vissi þá að hun hafði haft á réttu aðstanda. Þvi þarna lá hann vandlega innpakk aður i gulnaðan pappir og ennþá ang- andi af lavender. Kjóllinn. Alison stóð grafkyrr drykklanga stund og starði á hann. Siðan tók hún hann upp, eins varlega og af eins mikilli um hyggju og gengið hafði verið frá honum. Kjóllinn var úr rjómagulu silkþ.með viðar ermar og efnismikið pils. sem féll henni rétt niður á ökkla. Alison fór úr peysunni og gallabuxun um og steypti kjólnum siðan varlega yfir sig. Þegar hún hneppti honum með titr andi fingrum tók hún eftir þvi að hann var handsaumaður. Einhver hafði sniðið þennan kjól til og saumað hann saman og lagt hluta af sál sinni með hverju spori. Þegar hun hafði hneppt siðasta perlu- hnappnum færði hún sig til þess að virða fyrir sér mynd sína í speglinum. Hún vissi um leið og hún sá sig að þetta var brúðarkjóll. Einhver hafði gifst i Kjóln um . .. Alison var frá sér numin. Hann var miklu fallegri en hún hafði gert sér i hug- arlund. ’ Ljóst efnið endurspeglaði hennar eigin hörundslit svo hún glóði i speglin- um. Hun sneri sér og speglaði sig á alla kanta, með hendur á mjöðmum. Kjóll- inn var eins og sniðinn á hana — nema það var einhver bunga á pilsinu. Hún hnyklaði brýrnar og ætlaði að strjúka yfir hana. Í stað þess rak hún höndina ofan i falinn vasa og fingur hennar lokuðust um hlutinn sem hafði valdið bungunni. Alison tók hann upp og leit spennt á hann. Það var lítið gullnisti. Hún lét keðjurra renna-eftir fingrum sér og bar það svo upp að hálsinum. Það glitraði . . . Það tilheyrði Kjólnum, þannig hafði það verið borið. . . Hjarta hennar sló örar af spenningi vegna þessa fundar og hún var í þann veginn að festa á sig nistið þegar hún hikaði. Það tilheyrði henni ekki — ekkert af því tilheyrði henni. Þessi einstæði kjóll, gullnistið ... Kjóllinn hennar. hinn eini og sanni Kjóll. sem hun hafði leitað árum saman. hlaut að vera eign einhvers. Hann var of fallegur, það var of mikil sál i honum. Það voru tóm mistök að hann var hérna. Hann hlaut að tilheyra einhverjum þó ekki væri nema sem erfðagripur. Hann var of dýrmætur og of fallegur til þess að hafna i verslun með notuð föt og vera borinn þaðan af yngstu dóttur Graham hjónanna, sigri hrósandi. Alison opnaði nistið. Tvö ung andlit horfðu brosandi á hana. Ungi maðurinn var ntjög stífur, með stífan flibba, og stúlkan var i kjólnum og með nistið. Þetla var brúðarmynd. Alison reyndi að halda aftur af tárun- um. Þau virtust svo hamingjusöm og ástfangin. Aldrei hefðu þau getað imyndað sér að þetta myndi enda svona þegar þau sátu fyrir við myndatökuna, i bakherbergi verslunar með Alison Graham grátandi vegna þeirra. Hún náði sér i pappirsþurrku og þerr- aði augun. Svona átti þessu ekki að Ijúka — ekki ef hún gæti komið í veg fyrir það. Jú, hún ætlaði að kaupa hánn en hún ætlaði að finna út hver hefði komið með hann og komast að því hvaðan hann var. Þá ætlaði hún að fara með hann til þeirra sem ættu að eiga hann og gera þeim grein fyrir hve verðmætur kjóllinn var. Því þetta var erfðagripur sem hver fjölskylda gat verið stolt af! Varlega tók hún glerið af nistinu og leit aftan á myndina. Eins og hún hafði vonað var þar nafn og heimilisfang og meira að segja dag- setning! Alison leit á dagsetninguna í annað 16 Vikan 32. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.