Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 50
Undarteg atvik — Ævar R. Kvaran SKÁLDIÐ OG SKÁLK- URINN „Eg hef ekki efni á því að hengja Francois Villon. Það eru hundrað þúsund menn í Frakklandi jafnmiklir þorparar og hann, en ekkert skáld sem jafnastá við hann.” Þannig komst Lúðvík XI. að orði, þegar hann fyrirskipaði að láta Villon lausan úr Meung-sur Loire-fangelsinu árið 1461. Og hinn slungni franski þjóðhöfðingi sannaði með því, að hann var í senn glöggur mannþekkjari og bar gott skyn á bókmenntir, því þessi aumi þjófur sem hann náðaði með þessum orðum öðlaðist frægð í bókmennta- sögunni sem fyrsta franska stórskáldið. Sess sinn í bókmenntunum vann hann sér með því að blása nýju lífi og fegurð i gömul frönsk steinrunnin ljóðform, svo og sökum þeirra mikilsverðu áhrifa sem hann hafði á verk annarra merkra höfunda. En í Villon mættust hinar miklu andstæður: annars vegar stórbrotin snilld og heit trúartilfinning og hins vegar drykkjuskapur og glæpir. Lýsingar hans á borgarbrag í París eru skrifaðar af nöpru raunsæi. Flann var i senn háðskur, en þó mannvinur í gagn- rýni sinni á meðbræður sína. Telja margir að með honum bregði fyrir fyrsta háðsbrosinu I frönskum bókmenntum. Áhrifa frá þessum furðulega skelmi og skáldi þykir gæta i verkum ýmissa frægra franskra höfunda, svo sem Rabelair, Gautiers, Voltaires og Anatoles Frances. Og sum af merkustu ljóðskáldum Englands hafa fengist við að þýða Ijóð hans, má þar nefna Swinburne. Rosetti, John Paine og Vere de Stackpoole. Robert Luis Stevenson skrifaði um hann i bók sinni Familiar Studies of Men and Books og Justin McCarthy gerði hann aðsöguhetju sinni i bókinni If I were a King, en George Alexander gerði hann að rómantiskri leiksviðshetju, þegar hann breytti þeirri sögu i leikrit, og svo hefur sagan af skáldþjófinum enn verið rifjuð upp i óperettu, sem notið hefur mikilla vinsælda á sviði og i kvikmyndum The Vagabond King. en lög úr henni heyrast iðulega hjá okkur í útvarpinu. Ekki hafa íslenskar bókmenntir heldur farið með öllu á mi^ við áhrif þessa furðufugls, því í bók sinni Tuttugu erlend kvæði og einu betur birtir skáldið Jón Helgason þýðingar eða stælingar á fjórum kvæðum Villons og er það snilldarlega gert. Við skulum nú íhuga einkennilegan feril þessa franska skálds dálítið nánar. Jón skáld Helgason lýsir Francois Villon svo í fyrrnefndri bók sinni: „Villon var höfuðskáld Frakka á 15du öld. Hann var settur til mennta, en i stað þess að samneyta góðum klerkum og öðru siðprúðu fólki lagði hann lag sitt við slarkara, illvirkja, þjófa, ræningja og skækjur, hann drap prest 25 ára gamall, og menn vita að hann var tvivegis dæmdur til hengingar, en slapp í bæði skiptin, árið 1463 hverfur hann með öllu, liðlega þrítugur að aldri, og enginn veit hvað um hann varð, eins líklegt að þá hafi tekist að festa hann upp. Kvæði Villons eru ólík öllu öðru sem áður var ort á Frakklandi, hann lýsir ekki hetjum og fyrirmyndum, heldur velur sér yrkisefni úr umhverfi sínu skuggalegu, án viðleitni til að fegra eða draga úr, og þar á hvorki við mál- skrúð né uppskrúfuð orðsnilld.” Francois de Montcorbier, sem betur er kunnur undir því nafni sem hann tók sér, Villon, fæddist í París 1431, árið sem andi heilagrar Jóhönnu losnaði á bálinu i Rúðuborg. Um foreldra hans er fátt kunnugt annað en það, að móðir hans var fátæk, guðhrædd kona, sem hlýtur að hafa átt í ströngu stríði vegna þess ónytjungs sem hún átti að syni. Ættingi einn, Guillaume de Villon, sem var kórbróðir við St. Benois-kirkj- una, reyndist þeim mæðginum sér- staklega vel. Honum tókst að útvega hinum unga Francois aðgang að háskólanum I París árið 1446 og iauk hann M.A. prófi og guðfræðiprófi aðeins 21 árs gamall. Hvernig hann lifði næstu árin er einungis hægt að giska á. Ef til vill hefur hann að einhverju leyti unnið fyrir sér með kennslustörfum eða skrifara. En eitt er vist: hann lenti I slæmum félags- skap. Hann lifði í svalli og sukki á verstu knæpum og eyddi tíma sínum og fé í vafasamar léttúðardrósir, að þvi er hann segir i ljóðum sínum. Og þegar hann þraut fé varð honum ekki vandratað út á hála glæpabrautina. Meðal félaga hans má nefna illræmda þorpara eins og René Montigny sem endaði í gálganum; Colin de Cayeux, alkunnan innbrotsþjóf. sem að lokum hlaut hina hræðilegu dauðarefsingu að vera brotinn á hjóli. Þá má nefna Jehan, sem kunnur var undir nafninu „Úlfur- inn", peningafalsarann de Grigny barón og „Abbadísina af Port Royal”. Kona þessi hafði verið raunveruleg abbadis, en svallveislurnar sem hún hélt i klaustri sinu komu henni í ónáð og varð hún brátt alkunn meðal glæpalýðs Parísar- borgar. Oft dulklæddist hún sem karlmaður, þegar hún var á ferð með Villon og hinum þokkalegu félögum hans. Svo virðist að upphaflega hafi Villon lent í klandri án þess að hafa unnið til þess. Það vildi þannig til, að hann og félagi hans einn sátu undir klukkuturni St. Benois-kirkjunnar dag nokkurn, þegar klerkur einn, Philip Chermoye að nafni, sem þóttist eiga Villon grátt að gjalda, réðist á skáldið með svívirð- ingum og særði hann jafnvel í andliti með sverði. Villon varðist með því að reka rýting I prestinn og hæfði hann með stórum steini, og tók síðan til fótanna. Þegar Chermoye var borinn á brott var hann að dauða kominn, en áður en hann gaf upp öndina gaf hann Villon upp allar sakir og fyrirgaf honum. En það bjargaði Villon ekki, því hann var gerður útlægur frá París um tíma. Þótt ekki sé hægt að lá Villon það að verja líf sitt gegn Chermoye klerki, þá hefur hann hins vegar litlar afsakanir fyrir ýmsu þvi sem hann síðar gerði. Þegar hann þannig sneri aftur til Parísar árið 1456, eða um ári eftir þennan atburð, þá slóst hann i félags- skap Colins de Cayeux, sem fyrr var nefndur og félaga hans, en þeir höfðu með sér hreint glæpafélag, sem skipulagði og framkvæmdi rán i borginni. Fyrsta fórnarlamb þeirra var klerkur einn, Coiffier að nafni. Brotist var inní hús hans og stolið frá honum andvirði 600 gullkróna. Þá gerðu þeir líka tilraun til þess að brjótast inní St. Mathurin- kirkjuna, en mistókst það fyrir árvekni varðhunda. Nú var guðfræðingurinn lagstur heldur lágt. Næst brutust þeir félagar inní Navarre-háskólann og sluppu þaðan með andvirði annarra fintm eða sex hundruð gullkróna. Og litill vafi er á því, að þeir hafa framið marga aðra glæpi, þótt ekki fari af því sögur. En það sannaðist hér sem oftar að upp komast svik um siðir. Einn af glæpa- félögum Villons var hálfgerður bjáni, Guy de Tabarie að nafni. Fyrir aulaskap hans kom hann upp um eitt af innbrot- um þeirra félaga. Og þegar Villon kom utanúr sveit einn daginn var hann tekinn höndum og varpað í fangelsi. Þar var hann píndur til sagna með hinni svokölluðu „vatnsaðferð”, en hún lá i því, að þvingað var ofan í fangann ógrynni vatns með slöngu og má geta nærri hvaða afleiðingar slik hörku- meðferð hefur fyrir viðkomandi. Að pyndingum loknum hefur hann vafa- laust játað á sig hvað sem á hann var borið, enda var hann nú dæmdur til dauða. En skáldið gerði sér lítið fyrir og skrifaði í fangelsinu náðunarbeiðni til franska þingsins, og má nærri geta að ekki hefur þessi frábæri ritsnillingur verið í vandræðum með að orða plaggið, enda var dóminum breytt í lífs- tíðar útlegð. Eftir þetta hefur Villon reikað víða og þá ekki verið alltaf sérlega heiðarlegur I viðskiptum sínum við aðra. Þetta ferða- lag endar þvi á sama hátt og áður með fangelsi i Meung-sur-Loire, þar sem hann var þó aftur náðaður og í þetta skipti af sjálfum konungi Frakklands Lúðvík XL, eins og ég lýsti i upphafi máls míns. Næst þegar við fréttum af honum er hann kominn aftur til Parísar og þar skrifaði hann hið ódauðlega verk sitt Erfðaskfána miklu árið 1461, þritugur að aldri. Að lokum er hann aftur dæmdur I útlegð fyrir afbrot sín og hverfur þá fyrir fullt og allt, þannig að aldrei hefur til hans spurst síðan. Hann kann að hafa þjáðst af einhverjum sjúk- dómi, þvi hann hefur vafalaust verið veiklaður orðinn af gjálifi og löngum lamandi fangavistum. En hann kann einnig að hafa endað lif sitt í einhverjum gálganum, eins og Jón Helgason taldi hér að framan. En um þetta veit enginn með neinni vissu og ólíklegt að úr því fáist nokkru sinni skorið úr þessu. Bókmenntalegur arfur Villons til heimsins eru ljóðaflokkar hans Litla erfðaskráin og Erfðaskráin mikla, auk nokkurra sögukvæða og skemmri ljóða. Einnig orti hann götuvísur á skrílmáli þvi sem glæpalýður Parísar tamdi sér og eru þær fróðlegar heimildir um það. Erfðaskráin mikla er skrifuð eins og þar væri um raunverulega erfðaskrá að ræða, þar sem hann ánafnar vinum og óvinum hinu og öðru af mikilli mælsku og feiknalegu andríki. Þar er einnig brugðið upp skemmtilegum myndum af skáldinu sjálfu og þeim tímum sem hann lifði á. Eitt hinna ágætu ljóða Villons orti hann i orðastað móður sinnar. Það heitir SO Vikan 32. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.