Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 19
var ekki svo slæmt." Því reyndar hafði þetta verið mjög gaman! En lan jafnaði sig sjálfur. „Sjáðu nú til,” sagði Itann. „Við getum aldrei þakkað þér nógsamlega en það hlýtur að vera eitthvað sem við getum gert." „Ég hugsa að Alison myndi þiggja bilferð heim. lan." sagði hr. Smith. „Hún kom alveg úr hinum enda bæjar- ins til þess að skila kjólnum hennar ömmu þinnar." Alison fannst þetta ágæt hugmynd — þar til hún sá bildrusluna. „Kannski ég ætti bara að fara i strætisvagninum.” sagði hún. „Ég vildi helst komast heim i einu lagi.” lan klappaði bilnuni sinuni alúðlega. „Kemur mér hvert sem er.” sagði hann stoltur. „Jafnvel I læknaskólann. sem er tvær heilar götulengdir I burtu! Hver veit nema við komumst I hinn hluta borgarinnar! Við skulum taka áhættuna — maður á alltaf að freista gæfunnar.” Alison hló. Henni líkaði vel við hann: henni líkaði einnig vel við afa hans og ömmu. Þau eru bara venjulegt og gott fóik. hugsaði hún þegar hún kvaddi þau. Þetta var eins og léltir eftir niikla stór- viðburði, að finna kjólinn og allar ímyndanirnar sem því fylgdu. Allt i einu var hún mjög hamingjusöm. Ferðin tók mjög langan tíma. Það var vegna þess að lan sagði að bíllinn sinn væri ekki vanur að fara lengra en sjö kilómetra i einu og þyrfti þvi að hvíla sig viðog við. Þau stönsuðu fyrir utan kaffihús þar sem skærlitar sólhlífar mynduðu litlar eyjar i ilmandi blómagarði og þar fengu þau sér að drekka. Þau stönsuðu einnig á hæð þar sem þau horfðu á hálfmánann fljóta yfir þunnum hvitum skýjum. Þegar þau komu svo heim til hennar var kviknaðá öllum stjörnum. Alison varð að lofa að hitta hann daginn eftir og þar á eftir og eftir daginn þar á eftir og eftir. . . „Ég lofa þvi!” Hún hló. „Ég lofa þvi svosannarlega!” Hún veifaði glaðlega til hans i kveðju- skyni. Þetta hafði verið dásamlegur dagur. Hún hafði fundið Kjólinn og þó hann hefði ekki fært henni auðkýfing i Rolls Roycc þá hafði hún notið hverrar minútu. Og þar sem Alison stóð nú undir stjörnubjörtum himni fékk hún skyndi lega hina einkennilegustu tilfinningu. Það var eins og hún fyndi silki sveiflast um ökkla sér og eitthvað létt hanga um háls sinn. Aðeins eina sekúndu og svo var það horfið. En þetta gerði hana hamingjusamari en hún Itafði nokkurn tima áður verið. Hún sneri sér við og hljóp inn i húsið. „Mamma!" hrópaði hún. „ó. mamma! Gettu hvaðégfann!" FNnm 3 sekúndur eru síðan fyrsti maðurinn steig fœti sinum á tunglið. Tíminn og jörðin I ilvera mannsins spannar aðeins ör- litinn hluta af sögu jarðarinnar sem talin er 5 billjón ára gömul. Ef við imyndum okkur að þessi langa saga væri tekin og þjappað saman i eina öld — 100 ár — og hlut- föll öll látin halda sér kæmi ýmislegt athyglisvert i Ijós: Elsti klettur sem vitað er um mót- aðist árla árið 15 og frumstæðasta líf kviknaði árið 26. Fram til ársins 80 þróaðist lífið hægt. meginlöndin rak um höfin og það var ekki fyrr en fyrir 8 árum að fyrsta lagardýrið skreið á land. Risaeðlur riktu á jörðinni fyrir aðeins 3 árum og dóu út ári siðar! Fyrir 3 vikum reis fyrsti maðurinn upp á afturfæturna i Afriku með tól í hendi. Síðustu ísöld lauk fyrir 2 timum og 2 minútur eru siðan iðnbyltingin mikla hófst. 3 sekúndur eru siðan fyrsti maðurinn steig fæti sínum á tunglið. Og hvað ætli sé langt siðan þú fórst siðast á ball? E.J. 32. tbl. ViKan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.