Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 41
Þýðandi: Björn Baldursson. (Ljósm. einkaróttur Vikan — Worldvision Enterprices Inc.l Michael Moriarty hlaut Emmyvarðlaunin fyrir leik sinn i hlutverki hins kaldrifjaða Eiriks Dorf. „Hann er svín. Mér hefur alltaf verið illa við hann.” ..Já bróðir lngu. Stundum gruna ég hana um græsku. Ég vildi gefa mikið til að fá að vera einn með honum í fimm mínútur." Þá sáum við skrúðgönguna. Höfuð afa var alblóðugt og annað auga hans lokað. Honum var þröngvað til aðganga fremstur og berja á leikfangatrumbuna. Öðru hverju voru kylfur og keðjur látnar ganga á honum og hinum kaup- mönnunum. Hans Helms átti í samræðum við Múller. Hans var kveif. gunga. Hann var heimskur og latur. Múller og hans nótar gátu spilað með hann. Ég þokaði mér út úr sundinu. Handan götunnar sló eldgulum bjarma á himin inn. Ég heyrði konur veina. Brothljóð heyrðust enn eins og ætlunin væri að mölva hverja einustu rúðu í eigu gyðinga í Berlín. Skrillinn virtist tekinn að þreytast á leik sinum. Hyski Múllers tók að dreifast. Afi stóð enn beinn. Hann neitaði að gráta eða biðja sér griða. Ég gekk til hans og tók í hönd hans. „Afi. Þettaerég, Rúdi.” Anna kom hlaupandi og tók um hand- legg hans. Drukkinn, ungur maður leitaði i vösum gyðinganna sem stóðu i röð. Hann hirti veski þeirra, penna og úr. Múller hrópaði til hans: „Heyrðu. flokkurinn bannar þetta. Við erum hér til að mótmæla og sýna ættjarðarást. ekki til að stela.” „Þú heldur það. Múller,” svaraði maðurinn. „Hlýddu fyrirskipunum.” hrópaði Múller. Hann leit i átt til min í daufri skímunni og gekk áleiðis til min. Hann bar strax kennsl á mig og augnsvipurinn varð næstum mannlegur. Það hvarflar að mér nú hvort maður þessi hafi verið gæddur einhverjum mannlegum kostum sem brotnir hafi verið á bak aftur. Þegar öllu er á botninn hvolft var hann ekki af sama sauðahúsi og margir SS- mannanna sem voru glæpamenn. umrenningar og rótlausir vandræða- menn. Hann hafði fasta atvinnu og þekkti heiðvirt fólk. Hvers vegna hafði hann gerst fantur? Ég veit það ekki með vissu. Sennilega skiptir það ekki máli. Virtur borgari sem gerist glæpamaður er verður meira haturs en venjulegur inn brotsþjófur eða morðingi, einkum ef hann réttlætir gerðir sínar. Tamar - gerir litið úr þessum hugleiðingum minum. „Þeir bjuggu sig undir aðgerðir sínar í tvær árþúsundir." Þriðji hluti segir hún. „Þeir áttu allir þátt i þessu eða hér um bil allir. Mennirnir sem stjórn uðu gasklefunum og ofnunum fóru í kirkju, elskuðu börn sin og fóru vel með dýr.” Múller spurði hvort hann þekkti mig og afi svaraði að ég væri dóttursonur hans, Rúdi Weiss. Múller löðrungaði afa og sagði: „Þegiðu, gamli júði." „Hann er gamall,” sagði ég. „Ef þig langar að slást, komdu í mig. Ekki skrillinn, bara þú ogég." Eimm eða sex þeirra söfnuðust umhverfis okkur. Anna hélt um afa. Hans Helms var með þeim. Hann sá mig. Hann þekkti mig auðvitað nú. Ég heyrði hann hvisla i eyra Múllers: „Weiss.. . gyðingur, tengdur Ingu. . . ” Múller neri hökuna og starði á mig gegnum reykjarkófið. Fólk hóstaði og kúgaðist. „Jæja, Weiss. Hypjaðu þig burt. Taktu gamla kúkinn með þér. Burt með ykkur af gömnni." Ég hefði ef til vill átt að vera þeim Hans þakklátur. Einhver tilfinning gagntók mig. Ég vissi hvað það var, hefndarþorstinn. Einn góðan veðurdag vildi ég njóta þeirrar ánægju að berja smetti þeirra, auðmýkja þá og láta þá finna að þeir gætu ekki sýnt okkur slíka framkomu. Við hjálpuðum afa heim til sín. íbúð hans og ömmu var yfir bókabúðinni. Eitt sinn nam hann staðar og tók upp sviðið eintak af frumútgáfu orðabókar Johnsons og gamalt eintak af Faust. Dapur fletti hann sviðnum blöðum. „Hinrik, Hinrik,” sagði amma grát- andi. „Hvernig geta þeir farið svona meðgamlan mann?" Hann þurrkaði blóð af enninu og rétti úr bakinu. „Ég lifi þetta af.” Hann leit aftur á brenndar bækurnar. „En bækurnar mínar. . . " „Við Anna skulum taka til," sagði ég. En ég sá að það var gagnslaust. Hann myndi aldrei framar selja bók. prent- mynd eða landabréf. Dagbók Eiríks Dorfs Berlin í nóvember 1938. Tveir dagar eru liðnir frá kristalsnótt- inni, nótt brotna glersins. Þar sem ég er nú orðinn höfuðsmaður og hef hækkað mjög í áliti hjá Heydrich hef 'ég af eigin hvötum safnað saman upplýsingum um viðburði þessarar sögu- legu nætur. Yfirmaður minn lét fara vel unt sig, dreypti á koníaki og hlýddi á Sigurð Fáfnisbana. „Wagner er töframaður.” sagði hann. „hreinasti galdrakarl. Slíkt getur hrein. arisk sál samið, Dorf." Ég hlustaði á tónlistina um stund. Mér var illa við að þurfa að rjúfa dagdrauma hans. 32. tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.