Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 43
Karl varð að toga hana burt. Inga grét, meira af reiði en ótta. Henni hafði aldrei komið til hugar að Karl, innilokaður á vinnustofu sinni og gleymdur af fyrri viðskiptavinum. fyndist nokkru sinni. Tveir óeinkennisklæddir menn gengu inn. Þeir sýndu embættisskilti sin: Gestapo. Þeir voru kurteisir en dálitið fjarrænir. Karl fékk fimm minútur til að taka saman föggursínar. „Nei," sagði Inga. „Þið verðið að hafa ástæður, skriflega heimild. „Þetta er venjuleg yfirheyrsla,” sagði annar mannanna. „Um hvað er hann grunaður?” spurði Inga. „Hann kemur aftur eftir fáeinar stundir,” svarði hinn lögreglumaðurinn. „Þetta er ekkert merkilegt.” Karl hélt uppi skyldurækni sinni og setti snyrtiáhöld*og eitthvað af fötum í poka. Hann vissi hvað hann átti í vændum, en Inga gat ekki sætt sig við það. „Ég ætla að fara með honum,” sagði hún. „Ég útvega lögfræðing.” „Gangi þér vel, frú,” sagði annar Gestapo-mannanna. „Drífðu þig, Weiss.” Skyndilega snaraði lnga sér milli mannanna tveggja og Karls, vafði hann örmum þéttingsfast og reyndi að aftra honum að fara. „Nei, nei. Þeir verða að hafa ástæðu. Þú hefur ekkert gert. Þeir geta ekki handtekið þig.” Hún sneri sér að mönnunum. „Hann er ekki stjórn- málamaður, heldur listamaður.” „Þetta er í lagi, Inga,” sagði Karl. „Ég kem aftur.” Þau vissu bæði að það var ekki satt. Svo oft hafði þetta gerst síðasta hálfa árið að menn væru handteknir og hyrfu sporlaust. Mennirnir áttu í erfiðleikum með að losa tak hennar. „Ég fer með honum,” sagði hún. Móðir lngu titraði. „Nei, nei. Þú gerir okkur illt verra.” „Þegiðu!” hrópaði Inga. „Ef ég kemst að þvi hver sagði til hans...” „Móðir þin hefur á réttu að standa, Inga. Vertu kyrr,” sagði Karl. Hún var svo þrá og ákveðin og vissi að hún yrði að halda verndarhendi yfir Karli. Það varð að slíta hana frá honum. „Þú eltir okkur ekki,” sagði annar mannanna. „Vinur pabba, Múller,” æpti lnga. „Hann kjaftaði!” „Múller hefur ekki komið hingað mánuðum saman,” sagði móðir hennar. „Nei, en þeir pabbi drekka bjór saman og Hans er með þeim þegar hann kemur í orlof.” Hún tók aftur utan um Karl. „Elskan min! Ég skal fá þig lausan. Þeir gera þér ekki mein því gel ég lofað. Láttu mig vita hvar þú verður og ég heimsæki þig!” Aftur varð að slita hana af bróður minum. Þeir fylgdu Karli út um dyrnar — og inn um hlið Vítis. Sama dag og Karl var tekinn fluttust afi minn og amma, sem misst höfðu íbúð sína í eldsvoða, inn til okkar i Groningstrasse. Ég minnist þess að sama dag var í læknisskoðuti hjá pabba maður sem hét Max Lowy og var prentari. Pabbi hafði stundað hann eins lengi og ég mundi eftir mér. Pabbi skipti um umbúðir á sárum sem Max Lowy hafði fengið i átökum kristalsnætur. Low'y var litill og grannur eins og spörfugl, glaðvær maður sem talaði götumál. Hann var ómenntaður en góður fagmaður. Hann var venjuleg- ur maður og vildi allt fyrir föður minn gera eins og svo margir sjúklinga hans. „Varlega nú, læknir,” sagði Lo.wy. „Þú hefur aldeilis fengið útreið. Lowy.” „Sex stórar kúlur eftir keðjur og kylfur. Skepnurnar lögðu prentstofuna-• mina í rúst og eyðilögðu allt letrið. þess að berja að dyrum. Óróleg þurrkaði hún hendur sinar á svuntu sinni. Hún virtist að því komin að bresta í grát, og samt var hún reið dóttur sinni. „Lög- reglan vill tala við eiginmann þinn,” sagði frú Helms. Karl fölnaði en hreyfði hvorki legg né lið. „Vill lögreglan Karl?” lnga spratt á fætur og hljóp til dyra. „Hver. . . hvers vegna varaðir þú okkur ekki við?” Fru Helms lyfti höndum í ráðleysi sínu. „Nei!” hrópaði Inga. „Hann hefur ekkert gert. Segðu þeim hvað sem er. . . að hann sé farinn.” „Tilgangslaust. Þeir eru hér um allt hús að handtaka gyðinga.” Augu Ingu skutu gneistum. „Mér sýnist hlakka í þér. Þú hefðir getað logið okkar vegna. Hvernig manneskja ertu eiginlega. Þú ert móðir min og ...” lnga var altekin reiði og hryggð. þreif í móður sina og hristi axlir hennar. „Ég er dóttir þín og þú lætur þetta viðgangast!” Hvað gera þeir við orð annað en eitra andrúmsloftið með þeim?” „Þetta máttu margir þola. Verslun tengdaföður míns er líka í rúst.” Lowy lét ekki bugast. Jafnvel þessa hræðilegu, siðustu daga. glataði hann ekki voninni. „Mér skilst að það versta sé afstaðið,” sagði prentarinn. „Göring er Goebbels gramur vegna óeirðanna. Hann vildi ekki að teflt yrði á tvær hættur eftir fundinn i Múnchen. Hvað heldur þú, læknir minn?” „Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa.” „Til hvers er alltaf verið að niðast á gyðingum? Kristur var myrtur endur fyrir löngu. Hvers vegna á það að bitna á okkur?” „Við höfum ákveðið gildi fyrir þá, vinur minn. Við sameinum þjóðina. Ég er hræddur um að nasistunum sé sama um Krist og trúfræði.” „Nema þeir geti notfært sér trúar- brögð.” Faðir minn lauk að búa um sárin — þetta var handbragð listamanns — og sagði: „Nú ertu eins og nýr, Lowy.” Móðir min barði að dyrum. Hún bað pabba aðganga fram. Ég var nýkominn inn með afa og ömmu utan frá rústunum. Anna fór með mér og bar farangur. Hún var óhrædd. Aðminnsta kosti lét hún engan ótta i ljós. „Þetta verður heimili ykkar,” sagði faðir minn við gömlu hjónin, Afi benti á fáeina poka sem höfðu að geyma eigur þeirra.-. „Annað eigum við ekki eftir. Þeir stálu öllu. Bækurnar. . . horfnar.. Mamma strauk hönd hans. „Ykkur verður óhætt hér. Hérna er nóg húsrými. Mamma og pabbi, þið búið í herbergi Karls.” Afi hristi höfuðið. : „Við höfum engan rétt til þess að gera ykkur erfitt fyrir.” Pabbi sagði: „Enga heimsku. Þaðer okkur heiður að hýsa ykkur. Ég hef góðar fréttir að færa. Einn sjúklinga minna — það er maður sem hefur eyrun opin — segir að þetta ástand taki senn enda. Drepsóttin er i rénum.” Við Annaiókum pokana og héldurn af stað upp stigann. Þvilik blinda, sem allir virtust slegnir. Eða er það ég sem er ósanngjarn eftir fjórtán ára dvöl mina hér í israel; litílsvirði ég minningu þeirra? Þau voru ekki ein höfð að ginningarfiflum. sljóvguð. fullviss um langa lífdaga.einn dáginn en tekin af lifi hinn næsta. „Já. ég get tekið undir það,” sagði afi. Hann bar járnkross sinn. „Frá efnahagslegu sjónarmiði er þetta hrein firra. Schacht hlýtur að skilja það. Það er ekkert vit i að eyðileggja fyrirtæki og útiloka okkur frá viðskiptalífinu.” Ég kom ofan stigann. fullur 32. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.