Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 18

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 18
Smásaga sinn. Þetta var nú ekki fyrir svo löngu. Um sama leyti og afi hennar og amma giftu sig. Svo þessi fallegu hjón voru kannski enn á lifi einhvers staðar. Alison var viss um aö stúlkan á mynd inni vildi fá brúðarkjólinn sinn aftur. Það gat ekki verið að hún hefði selt hann fyrir peninga því hún hefði ekki fengið nema nokkur þúsund fyrir hann. Hún leit á heimilisfangið. Chidling- cote var i hinum enda bæjarins. Það skipti nú ekki svo miklu máli. Veðrið var gott og hún hefði bara gaman af strætis vagnsferðinni. Það var ekki fyrr en Alison var komin hálfa leið og spenningurinn tekinn að dvitta sent hún leit aftur á heimilisfang- ið.’ Hún hafði verið uppi í skýjunum en féll nú þungbniður á jörðina. Harry og Diana Smilh, stóð þarna. Laurel-húsinu. Þridja stræti. Chidlingcote. ' £vo þau hétu Smith. Frábært! Og hvað varðaði Laurel-húsið við Þriöja stræti — kannskíha1fðj,það viyj^rifið og nýtt hús byggt, þeir gerð'u það' v'SflSfHu' borgirnar nú orðið og svo voru liðin tvö stríð síðan þessi mynd var tekin. Alison tók faslar um böggulinn og bað. Láttu það nú vera þarna ennþá. láttu ekki vera komna viðbjóðslega verk smiðju eða glerhöll. Þegar til kom hafði hvorugt gerst. Á raðhúsinu stóð: Þriðja stræti. Húsin voru svo gráleit og skuggaleg að Alison var viss um að þau hefðu verið þarna þegar Harry og Diana fluttu þang- að. Þetta var ein þeirra gatna þar sem sumir voru byrjaðir að lappa upp á húsin sin en aðrir ekki. Skærmálaðar hurðir og skinandi gluggar voru á húsum sem stóðu við hliðina á húsum sem daufleit málningin var byrjuð að flagna af: blómstrandi rósir í vel hirtum görðum sem stóðu við hlið garða fullra af illgresi. Á hliði fyrir framan eitt hinna dauf- leitari húsa sá Alison nafnið sem hún var að leita að. Hún ætlaði varla að trúa sínum eigin augum þegar hún las: Laurelhúsið. . . Hún leit upp á gráleitt húsið og glugg ana með gömlu blúndugluggatjöldun um. Þangað höfðu Harry og Diana flutt eftir brúðkaupið sitt og þarna höfðu þau búiðogeignast fjölskyldu. Hvaða hræði legi atburður hafði orðið til þess að börn in þeirra létu kjólinn fara? Hún hélt bögglinum þétt aðsér, gekk upp stiginn og knúði dyra. Fyrir innan heyrði hún hamarshögg. Dyrnar opnuðust eftir nokkra stund og þegar Alison sá gömlu konuna vissi hún sér til léttis að ekkert hræðilegt hafði gerst eftir allt saman. Þvi þarna brosti Diana Sntith til hennar. eins og á myndinni. „Frú Smith?" spurði hún og gamla konan kinkaði kolli. „Frú Smith. ég held að ég sé með nokkuð sem þér eigið. . .” En frú Smith Itafði séð böggulinn. Daufblá augu Itennar leiftruðu og eitl augnablik fannst Alison þau verða ung ogskinandiá ný. „Komdu inn. vina min." sagði hún með öndina í hálsinum. „Kontdu inn fyrir.” I svalri rökkvaðri forstofunni opnaði gamla konan böggulinn. Hún opnaði hann með höndurn sem þekktu hverja einustu fellingu og hvern einasta saunt í Kjólnum. Hún strauk nistið ástúðlega. þreifaði eftir hverri- ójöfnu og lét keðj una renna milli fingra sér. Skyndilega settist hún svo niður, fól andlitið i höndumsérog grét. Alison settist einnig og fannst hún hálfhjálparvana. Hún vissi ekki hvað skyldi segja. Hún var ánægð að það hafði verið rétt af henni að koma með kjólinn. jafnvel ánægðari en þegar hún fann hann. Eftir nokkurn tima hjaðnaði grátur gömlu konunnar og Alison tók til orða: „Ef þú segir mér ltvar eldhúsið er skal ég laga te handa okkur. Ég held að við hefðum báðar gott af því.” Frú Smith þerraði augun og nú brosti hún. „Fyrirgefðu," sagði hún veikum rómi. „En þetta kemur mér svo á óvart, svo dásamlega á óvart! Þú gætir aldrei imyndað þér. .. Ég var búin að gefa upp alla von um að sjá fallega brúðarkjólinn ntinn aftur. Biddu bara þar til Harry og lan frétta um þetta! Vesalings lan. hann hefur gengið alveg fram af sér við að snúa við öllum verslunum með notuð föt. i leit að kjólnum .. .” Hún gekk aðdyrunum. „Harry! lan!” kallaði hún. „Komið ntður, þið getið aldrei upp á Jhvjtð gerst hetur!” Hamarshöggin héldu áfram en þær heyrðu óstyrkt fótatak færast niður stig- ann. En þegar Harry haltraði inn í stof- una og sá kjólinn hefði Alison getað svarið fyrir að hann réttist i baki og fóta tak hans varðöruggara. „En hvernig í ósköpunum misstir þú kjólinn?” spurði hún þegar þau voru öll þrjú komin með tebolla og kexköku. Hr. Smith kinkaði kolli i átt að ham- arshöggunum uppi á lofti. „Ian — hann er yngsta barnabarn okkar — fékk tvö herbergi sem hann er að breyta i einstaklingsibúð og við sögðum honum að losa sig við allt drasl- ið sem hann fyndi þar.” „Þetta var ekki honum að kenna. vesalings drengnunt. þó hann hafi ásak- aðsig frá þvi þetta varð. En kjóllinn var efst uppi i skáp og hann fór með ásamt öllu hinu. Hann er síðan búinn að fin kemba borgina til að leita að kjólnunt." „Mér finnst gaman að ég skyldi finna hann.” sagði Alison. „Þetta er fallegasti kjóll sem ég hef séð. Þú hefur verið heppin að giftast i svona fallegum kjól. Svo mikil ást og vinna hefur farið i að sauma hann. Hver einasta brúður í þinni fjölskyldu hlýtur að hafa viljað vera i honurn —.” Hún þagnaði. Þau horfðu bæði ein kennilega á hana og það var eins og augu frú Smith færu aftur að fyllast af tárum. Hvað hafði hún sagt? „Mikið er gantan að þér skuli finnast hann fallegur," sagði frú Smith. „Ég saumaði hann sjálf. Ég keypti besta efnið og vandaði mig eins og ég gat. Hvorugt okkar átti neina fjölskyldu og ég hafði alltaf öfundað stúlkur sem áttu hluti sem höfðu gengið frá móður til dóttur — erfðagripi. Svo ég ákvað að ég skyldi búa mér til erfðagrip. Og Harry sparaði og keypti handa mér nistið til þess að bera við kjólinn.” Það var sorgarsvipur á andliti hennar. Alison gat ekki imyndað sér hvers vegna. „En sniðugt af þér!” hrópaði hún. „Og hugulsamt — börnin ykkar hljóta að hafa kunnað að meta það. Þetta eru fyrirtaks erfðagripir!” En það var enn sorgarsvipur á andliti frú Smith. „Kjóllinn var aldrei notaður framan. Sjáðu til, við áttum aldrei neinar dætur. Og þó svo hefði verið þá efast ég um að þeim hefði líkað hann. Engin sonar- dætra okkar vildi hann. Þú veist hvernig tískan breytist." Alison vissi vel hvað gamla konan átti við. Það hefði ekki hjálpað neitt aö benda á að tiskan væri núna komin i hring og hún þráði sjálf að vera i kjóln- um. Hún taldist ekki með — hún var ekki ein af fjölskyldunni. Hamarshöggin héldu áfram á loftinu. „Við vonuðum að lan fyndi sér ein hverja góða stúlku." sagði frú Sntith. „Stúlkur ganga i svona kjólum nú orðið. Hann var siðasta von okkar — en hann var sá sem týndi honum!" Þau fóru bæði að hlæja. Alison hló nteð þeim og hún heyrði að hamarshögg- in voru hætt og fótatak nálgaðist stof- una. „Þér þykir örugglega gaman að hitta lan.” sagði hr. Sntith. Alison var i engum vafa um það. Hún hefði svo sannarlega ánægju af að taka hann kverkataki! Að hugsa sér að kasta frá sér þessum dásamlega kjól! lan kom inn. Hann leit spyrjandi á afa sinn og ömmu og á Alison, „Þetta er Alison.” sagði afi hans. „Gettu hvað hún fann.” lan leit út eins og maður sem vill trúa cn getur það ekki. Ekki fyrr en hann sá kjólinn. Þá hrópaði hann af ánægju og faðmaði Alison að sér. Eins og kjóllinn pössuðu handleggir hans henni alveg. Hann sleppti henni og roðnaði. Alison vildi segja: „Svona nú. þetta FORRÉTTINDI Reza Cyrus Pahlewi prins, sonur hins landflótta íranskeisara. stundar nú nám i stjórnvísindum við háskólann í Williamsburg, Massachusetts þar sem hann nýtur ýmissa forréttinda fram yfir aðra stúdenta. Honunt fannst ekki nógu gott næði á stúdentagarðinum og leigði sér þvi einbýlishús nálægt háskólanum. Hann fer þó ekki gang- andi i skólann heldur ekur þangað á hverjum morgni i Chevroletbílnum sinum. Þeir sem sjá um öryggisgæslu hans eru ákaflega ánægðir með þessar breytingar þvi það er óneitanlega miklu auðveldara að gæta hans i einbýlishúsi en á fjölmennunt stúdentagarði. 18 Vikan32.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.