Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 31
Popp Leður- klæddur töffari Suzi Quatro er fædd i borginni Detroit i íiandaríkjunum 3. júni 1950. Faðir liennar. Art Quatro. var hljómsveitar- stjóri i jasshljómsveit og hann vakti áhuga barna sinna, fjögurra dætra og eins sonar. á tónlistinni. Þau stofnuðu saman hljómsveit þar sem Suzi lék á trommur, píanó og gítar. Áhugi á skóla- námi reyndist ekki mikill og eftir að hafa kvatt skólann 14 ára gömul stofnaði Suzi aðra hljómsveit með systrum sínum, Patti, Nancy og Arlene. Hljómsveitin hlaut nafnið The Pleasurc Seekers. The Pleasure Seekers spilaði á dans- stöðum og klúbbum í Detroit til að byrja með, en einnig víðar um Bandaríkin. Þær systur breyttu um nafn á hljóm- sveitinni og sem Cradle fóru þær til Vietnam á styrjaldarárunum þar og léku fyrir bandaríska hermenn. Er hér var komið sögu kom breski athafna- maðurinn og upptökustjórnandinn Mickie Most fram á sjónarsviðið. Hann hafði verið i Detroit til þess að stjórna upptöku á plötu með Jeff EJeck þegar hann sá og heyrði Cradle spila á klúbbi og lét í ljósi áhuga á að taka að sér umboðsmennsku fyrir aðalsöngvara hljómsveitarinnar, Suzi Quatro. Þar eð samkomulag þeirra systra var hvort sem er ekki upp á marga fiska sló Suzi til og fluttist til Englands. Fyrsta tveggja laga platan, Rolling Stone, hlaut dræmar viðtökur en eftir að hún tók að leika og syngja lög eftir þá félaga Nicky Chinn og Mike Chapmann komu topplögin hvert á fætur öðru, Can The Can, 48 Crash, Daytona Demon, Devil Gate og The Wild One. Allt voru þetta frekar einföld lög og gagnrýnendur voru ekki hrifnir en eins og sagt er, það seldist. Most lagði áherslu á það við Quatro að hún léki hina ribbaldalegu ungu konu, sem gert hefur Quatro að átrúnaðargoði margra unglinga, og hún kemur yfirleitt fram i leðurklæðnaði miklum og þykir „töfT'. Hér á fsíandi hefur Suzi Quatro ekki átt miklu fylgi að fagna en vinsældir hennar eru mun meiri t.d. á Norðurlöndunum. □'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.