Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 44
Framhaldssaga örvænlingar yfir þvi hve auðvelt þeim veittist að blekkja sig. „Aldrei læra þeir neitt," sagði ég. Og við mömniu sem var undrandi yfir ósvífni minni, sagði ég: „Ogekki þú heldur.” Faðir minn var i simanum. Flonurn virtist illa brugðið. „Inga, já, ég heyri til þin. . . cn hvers vegna? Karl. Fg skil. Flvað sögðu þeir? Á ég að senda einhvern til þin? Já. Við reynum að hringja." „Karl hefur verið tekinn fastur. Engin ástæða var gefin. Hann er á aðalstöð lögreglunnar ásamt þúsundum annarra.” Mamma fór að gráta. Ekki rnóður sýkislega, heldur fclldi hún tár i hljóði. „Ó, Karl. sonur minn." „Inga er á lögreglustöðinni. Hún fer þaðan ekki fyrr en hún hefur fengið frekari upplýsingar. Hún hringir fljót- lega aftur." Við Anna horfðum óttaslegin á er mamma ntissti taumhald á tilfinningum sinum en sjálfstjórn er sá eiginleiki sem hún metur mest Hún grét með sárum ckka og féll um háls föður minum. „Það verður ekkert að Karli. mamma," sagði ég. „Hann hefur aldrei gert neitt af sér." Ég fór með rangt mál til þess að uppörva hana. „Rúdí hefur á réttu að standa. sannaðu til," sagði pabbi. „Honum verður sleppt úr haldi. Það er ekki hægt að fylla fangelsin af saklausu fólki.” Mamma horfði i mædd augu pabba. „Það er vcrið að refsa okkur fyrir stolt mitt og þrjósku. 0. Jósef. við hefðum átt að fara fyrir mörgum árum." „Engan veginn. Þetta er ekki þér að kenna. Þetta er einskis sök." Hún var ótrúleg. Andartaki síðar hafði hún náð valdi á tilfinningum sinum. strauk tárin af vöngum sínum og slétti úr kjól sinum. „Ég verð að huga að foreldrum minum. Þú verður að kaupa í matinn. Rúdi.” „Ef nokkur búð er opin." Pabbi klappaði mér á bakið. „Þú ert svo úrræðagóður. drengur. Þú finnur opna búð." Hún ætlaði að leggja af stað upp en riðaði við. Pabbi hljóp lil og greip handlegg hennar. „Það er ekkert að mér. Jósef." sagði hún. „Þú verður að hvilast. Ég skal gefa þér róandi lyf." „Nei. nei, mér liður vel. Það bíður eftir þér sjúklingur. Það verður ekkert að mér." „Já, það gerði ég," svaraði pabbi. Hann gekk náfölur að glerdyrunum qg reyndi að dylja ótta sinn fyrir henni, fyrirokkuröllum. Við Anna horfðum hljóð á. Ég for mælti sjálfum mér fyrir að vera svo ungur og óreyndur og fyrir það sem mér þótti verst: að geta ekki hjálpað þeim. Þegar ég var kominn út með innkaupapokann undir hendinni staðnæmdist ég á stigapallinum. Tveir fantar. glottjndi óþokkar i brúnum einkennisbúningi, máluðu orðið „JÚÐI" á lágan, hlaðinn vegginn fyrir framan húsið. Þeir virtu mig ekki viðlits. Ég kreppti hnefana og hélt niður stigann. Stuttar trékylfur héngu i beltum þeirra ásantt skeiðahnifum4 Hverju gæti ég til leiðar komið með því að berjast við þá? Mig sárlangaði að ráðast á þá. „A hvað ertu að góna, strákur?" spurði annar þeirra. Ég sagði ekkert. „Er pabbi þinn ekki gyðingur?” spurði hinn. „Þvi ekki að auglýsa það?" Þeir héldu áfram að mála: sexstrenda stjörnu við hlið bókstafanna fjögurra. Dagbók Eiríks Dorf Ber|in í nóvember 1938. Marta er undrandi yfir skjótum frama mínum. Ég er orðinn einn af eftirlætis- mönnum Heydrichs. Honum geðjast að „liprum lögheila minum" sem hann kallar svo. Hún sat í fangi mér i kvöld, fegurri en nokkru sinni, og svona hamingjusöm hafði hún ekki verið árum sa.man. Ég sagði henni að Heydrich vildj að við færum með honum í óperuna eitthvert kvöldið. Við erum á uppleið. Við verðum að umgangast fólk meira en við höfum gert og halda samkvæmi. „Allar þessu ríku konur. Eirikur. Ég færi hjá mér." „Þú verður fegttrst allra.'j Marta roðnaði. „Þú veist hveríiíg ég Á o 3 er. Mér nægir að hugsa um heimili o'g börn." „Við verðum að eignast betra heimili. Ég hef fengið augastað á ibúð i miklu betra hverfi." Marta kyssti mig og vafði mig örmum. „Ó. Eiríkur. Ég er svo ánægð. Einu sinni fúlsaðir þú við þvi sem þú nefndir lögreglustarf. Hugsaðu bara hvað þér hefur vegnað vell" Ég sit yfir koniaksstaupi minu. Dagurinn hafði verið langur og strangur. Ég er ekki stærilátur maður að eðlisfari en ég á auðvelt með að tala um sjálfan mig. Marta er himinlifandi yfir þeirri breytingu sem hefur orðið á mér siðan ég varð höfuðsmaður. Hún hlustaði á mig brosandi þegar ég sagði hvernig ég hefði leyst erfitt vandamál sem sprottið hafði vegna nýorðinna at burða. Mörg þýsk tryggingaf) rirtæki römbuðu á barmi gjaldþrots vegna bóta krafna gyðingakaupmanna. Ég velti málinu fyrir mér og réð Heydrich að láta tryggingarnar bæta tjónið en rikis stjórnin gerði síðan fébæturnar upptækar á þeirri forsendu að gyðingar 44 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.