Vikan


Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 07.08.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst ■ Silfurörn Rósafoss barón í Runkelborg var slæmur á taug- um. Ástæðan var fyrrum húsfrú hans en hún var nýlátin. 1 heilan mannsaldur hafði hún verið honum hin versta, plagað og ergt á alla lund og snúið honum I kringum sig eins og hundgreyi. Svo gerðist það dag einn að hún rann til á grænsápustykki í efstu tröppunni I norðurturninum og . .. tja, það var ekki um annað að ræða eftir þá salibunu en keyra hræið i kirkjugarðinn og koma því haganlega fyrir í graf- reit fjölskyldunnar. En þar með er sagan ekki nema hálfsögð. Barónessan gekk nefnilega aftur í höllinni í Runkelborg með þeim afleiðingum að Rósafoss barón kom ekki dúr á auga, sama hvað hann reyndi. Hann hafði gift sig aftur, ungri jómfrú sem á allan hátt tók hinni gömlu fram, ekki var VOFAN Á FLAGG STÖNGINNI hún bara yngri og fallegri, hún var líka betur upp alin og svefn- leysi barónsins var ekki henni að kenna nema í einstaka tilfelli. Ot í þá sálma verður ekki farið hér. En það var sem sagt Camilla, en svo hét hin óheppna barónessa, sem var völd að þrautum bar- ónsins. Þegar klukkan í vestur- turninum sló tólf, og gaf þar með til kynna að nótt væri end- anlega gengin í garð, rauk baróninn upp með andfælum, reif í ungu konuna sína og sagði: — Þarna er hún aftur.. .æ æ æ æ æ... þarna er hún ... sjáðu ... ég get þetta ekki, ég held þetta ekki út . . . æ æ æ! Sjáðu! Þarna klifrar hún upp flaggstöngina og sest upp á hún- inn, hvítklædd og veifar græn- sápustykki. Er það kannski mér að kenna að hún rann til á sápu? Unga frúin fór fram úr, gekk að glugganum og leit út. — Hvaða vitleysa er þetta í þér, Rósi minn, það situr enginn á flaggstönginni. Þú ert farinn að sjá sýnir, elsku vinur. Slak- aðu nú á og reyndu að hvíla þig. En baróninn gat ekki slakað á. Hann hafði séð gamla skassið efst á flaggstönginni og sá hana enn. Oggrænsápan ... — Hún ofsækir mig, kjökraði gamli baróninn, ég fæ aldrei frið fyrir henni, aldrei að eilífu. Ég, aumur maður. Næstu nótt var hún enn á sínum stað. Um leið og klukkan sló tólf sást til hennar í garðin- um þar sem hún gekk að flagg- stönginni klifraði upp og tyllti sér á gylltan húninn. Hvíta hempan blakti í golunni og tunglskinið endurvarpaðist í grænsápunni. — Ég átti ekkert í þessari grænsápu, vældi baróninn, kerl- ingin er að gera mig vitlausan. — Þetta eru bara taugarnar, sagði unga frúin huggandi. — Þú ferð til taugalæknis strax á morgun og þá verður þetta allt betra innan tíðar, því lofa ég þér. Svo tók hún gamla baróninn í fangið og strauk á honum skall- ann. Árla næsta morgun fór barón- inn til taugalæknis. Læknirinn skoðaði hann gaumgæfilega, mældi blóðþrýstinginn, tók hjartalinurit, skoðaði hálsinn, eyrum, nefið og tærnar og Stjörnuspá llniliirinn 2l.m;irs 20.afiril Hafðu taumhald á skapsmununum. ekki mun af veita. Einhver sem hefur yfir þér að segja mun fara meira en litið i taugarnar á þér. og ef jiú (xtgir ekki á réttum tímum. getur illa farið. \;iuli(> 21.t.pril 2l.ili;ii Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn í ein hverju tilfinningamáli. Það skaðar alla. ef þú dregur það mikið lengur. En taktu ekki of afdrifaríkar ákvarðanir. I Iressileg helgi. T\ rlmnirnir 22. ni;ii 21. júni Nú ættir þú að fara að geta leyft þér einhvern munað. Ekki það að auraráðin séu svo glxsi leg. en fara þó skán andi. Tillitsleysi gæti koniið hart niður á öðrum, gættu þin. Kr. hhinn 22.Jimí 2.Vjúli Það verður heldur gest- kvæmt hjá þér um helg ina. Reyndu að láta ekki þreyta þig um of. það gæti haft langvar- anclfeiillar afleiðingar. Einkalifið blómstrar og tmga fólkið hittir gamlar ástir á óvæntum stöðum. I.jóniú 24.júli 24. ;iiíú*l Ferðalög gætu reynst vel nú um helgina. en reyndu að halda þig utan alfaraleiða. Þeir sem hyggja á lengri ferðir ættu að hafa heppnina með sér. en svolítil forsjálni sakar ekki. Mcj jiin 2-%-;»i*úsi 2.VH-pl. Ef þér finnst þú misrétti beittlur). þá er það að öllum likindum rétt. Það er hins vegar lítið við þvi að gera. Þú getur hefnt þin siðar en vertu ekki of harður. 7 -T1 íT l \iniiii 2j.a.Vi.ki. Sá sem þú ætlaðir að hitta um daginn. kcmur liklega i leitirnar i |x-ss ari viku. Spurningin er bara hvort þú átt nokkuð að sinna svona ótryggum manneskjum? Valið er þitt. Sporúdrckinn 24.okl. 2.Vno\. Allar meiri háttar fram kvæmdir mega biða um sinn. þú átt mörgu ólokið. sem þér finnst kannski litils virði. en þarf þó að Ijúka. Þú kynnist nýju fólki. sem er skemmtilegt í um- gengni. Ho^niaúiirinn 24.nú\. 2l.clcs Þú ættir að hugsa meira um útlit þitt. Getur vcrið að þú hafir of reynt þig að tindan förnu? Allar hollar iðj- ur. sund og útilif gera gagn. Svo er svolítil rómantik i sveitunum. Stcingciiin 22. úcs. 20. jan. Nágrannar þinir gætu þurft að biðja þig mikils greiða. Reyndu að valda þeim ekki vonbrigðum. en það er hætt við að þú getir lítið gert. Hins vegar verður þér gerður greiði. \alnshcrinn 2l.jan. lú.fcbr. Ást ást-ást. vatnsberar geta sannarlega fagnað þessari viku. Auðvitað þarf að sinna fleiru en samskiptum við hitt kynið. en hætt við að litið vcrði úr verki. Mundu þó eftir simtali. Kiskarnir2(>.íchr. 20.mars Þótt fiskarnir hafi ætlað sér að gera heilmikið þessa vikuna. er hætt við að lítið standist. Það ætti varla að gera til, því annað vinnst i stað- inn. Eldri fiskar ættu að halda sig heima. 34 Vikan 32. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.